Saga - 1954, Side 75

Saga - 1954, Side 75
69 sonur hennar virðist vera lögráður árið 1679, því að þá er hann riðinn við málaferli móður sinnar,1) og er þá varla fæddur síðar en 1659, og prestur verður hann 1683. Bóthildur dóttir hennar er gift kona í Króksfjarðarnesi sam- kvæmt manntali 1703 og talin 44 ára, og ætti því að vera fædd 1659. Guðrún hefur því gifzt eigi síðar en 1658, og er því sennilega fædd nokkru fyrir 1640. Hefur hún líklega verið ná- lægt fertugu, þegar hún lendir í barnsfeðrunar- máli sínu. Guðrún giftist Þorleifi syni Einars prests á Stað á Reykjanesi Guðmundssonar og Sigríðar Erlendsdóttur sýslumanns Magnússonar í Múla- þingi og Þórdísar Hinriksdóttur Gerkens, syst- ur Torfa sýslumanns Erlendssonar í Árness- þingi. Þau Þorleifur og Guðrún hafa búið á Tindum í Geiradal, sem verið hefur eignarjörð Þorleifs. Áttu þau saman áðurnefnd tvö börn, ísleif prest á Eyri í Skutulsfirði og Bóthildi, og svo Einar, sem seinna ílengdist austan lands og kallaður eigi vel kynntur. Þorleifur Einarsson hefur orðið skammlífur og er sennilega dáinn um 1670 eða litlu síðar. Eftir lát manns síns virðist Guðrún hafa flutzt að Stað í Steingrímsfirði til Einars prests Torfasonar (f. 1632, d. 1698), sem var bróðir Páls sýslumanns Torfasonar að Núpi í Dýra- firði. Einar prestur sýnist hafa verið maður harðráður og deilugjarn, fjáraflamaður mikill, og jafnvel kenndur við landprang og okursölu og lagamaður mikill að þeirrar tíðar hætti. Sira Einar hafði gengið að eiga Ragnheiði dóttur 1) Alþb. VII. 474.

x

Saga

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.