Saga - 1954, Side 77
71
ar, fengið annan mann til þess að gangast við
börnum, sem þeir hafa átt fram hjá konum
sínum.
Venju samkvæmt átti sóknarprestur móður
laungetins barns að spyrja hana um faðerni,
svo sem að var vikið. Sóknarprestur Guðrúnar
var auðvitað sira Einar Torfason. Hann gat
vitanlega fyrir siðasakir spurt hana um fað-
erni barnsins, að undangengnu sammæli þeirra
um það, að hún neitaði að segja til faðernis.
En hvernig sem þessu er varið, þá er það víst,
að synjun Guðrúnar um barnsfaðernislýsingu
hefur verið komin til vitundar prófasti, sem þá
virðist hafa verið sira Guðbrandur Jónsson í
Vatnsfirði, því að í skýrslu sira Hannesar
Björnssonar í Saurbæ á Hvalfjarðarströnd til
lögréttu 1677 fyrir hönd biskups segir, að próf-
astur hafi veitt Guðrúnu fyrstu áminninguna
um að segja til faðernis barns síns, „en hún
þeirri áminningu í þann tíma svo gegnt, að hún
svaraði þá engu til að þessu sinni, eður hún
lýsti ei sinn barnsföður framar en hún hafði
gert. Item hún lýsti engan".1) Þessi fyrsta
áminning, sem fram fór haustið 1676, hreif
því ekki. Næst áminnir biskup hana sjálfur í
bréfi, dagsettu að Skálholti 12. jan. 1677. Bréf
biskups er svo birt af sira Magnúsi Einarssyni,
aðstoðarpresti sira Einars Torfasonar, í viður-
vist tveggja votta fyrir Guðrúnu að Hólum í
Staðardal 12. febrúar 1677. Er svo að sjá, að
sóknarpresti Guðrúnar, sira Einari Torfasyni,
hafi ekki verið trúað fyrir því að birta Guðrúnu
áminningu biskups, enda hefur það verið al-
1) Alþb. VII. 380.