Saga - 1954, Page 78

Saga - 1954, Page 78
72 mannarómur, að sira Einar stæði bak við at- ferli hennar, enda segir Fitjaannáll, að hann hafi „með krókum og kyndugum brögðum vafið málið".1) Áminningu biskups svaraði Guðrún svo: „Eg svara engu þar til að þessu sinni“. Loks veitir prófastur Guðrúnu þriðju áminn- inguna á prestastefnu 3. júní 1677 að prestun- um áheyrandi og segir, „að hún hvorki hefði lýst föður síns barns né lýsti að þessu sinni“.2) Hefur Guðrún því verið stödd á prestastefn- unni, sjálfsagt að tilhlutun prófasts. Sira Einar virðist, eins og áður var að vikið, hafa látið Guðrúnu fara af heimili sínu á annan bæ í sókninni, en hann hegðaði sér þó andstætt alþingissamþykktinni frá 1594, því að sett skyldi hún út af sakramentinu, er hún hafði þverskallazt við öllum þessum áminningum, en sira Einar tók hana til sakramentis, að sögn Fitjaannáls. Og hefur slíkt auðsjáanlega hneykslað menn. Biskupi hefur þegar verið send skýrsla af málslyktum þeim, er urðu á prestastefnunni 3. júní 1677, því að í prestastefnu á Þingvelli 2. dag júlímánaðar 1677 er mál Guðrúnar, sem ei hafi enn, svo að menn viti, lýst föður að barni sínu, tekið til meðferðar. Er það ályktun bisk- ups og sex presta með honum, að Guðrún skuli víkja úr kirkjusókninni, auðvitað vegna þess hneykslis, er atferli hennar hafi þar valdið. Víkur biskup og prestar hans nú málinu til ver- aldlegs valds, sem alvarlega er áminnt um að gera skyldu sína í þessu efni, svo sem lög stóðu 1) Ann. Isl. II. 249. 2) Alþb. VII. 381.

x

Saga

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Saga
https://timarit.is/publication/775

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.