SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 10

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 10
10 16. maí 2010 É g held ég verði að skipa mér á bekk með þeim sem finnst að handtökur á fyrrverandi Kaupþings- forkólfum í síðustu og þessari viku séu sorglegar. Afar sorglegar og það er síður en svo ástæða til þess að kætast yfir því að menn hafi verið handteknir eða úr- skurðaðir í gæsluvarðhald. Ég held að þeir sem fagna þessum handtökum ógurlega og dansa stríðsdans af fögnuði og spara ekki yfirlýsingarnar um þá sem nú eru um stundarsakir á bak við rimla ættu að ganga hægt um gleðinnar dyr og minnast þess að Þórðar- gleði getur orðið að hinni verstu ógleði. Uppruni orðsins Þórðar- gleði er sagður vera úr Ævisögu Árna prófasts Þórarinssonar sem Þór- bergur Þórðarson skráði. Séra Árni bjó til þetta orð út frá því að Þórður vinnu- maður hans gladdist alltaf þegar rigndi í þurra töðuna á túninu hjá Þórði á Rauð- kollsstöðum. Að gleðjast yfir óförum annarra er ekki fagur vitn- isburður um þann sem gleðst, eða hvað? Hitt er svo annað mál, að það get- ur vel verið að margir fyll- ist ákveðinni trú og trausti á því, að einhvers konar réttlæti muni sigra, fyrst handtökur á helstu forkólfum eins bankans eru hafnar. Sú dæmalausa framkoma sem Sigurður Ein- arsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings, hefur sýnt með því að neita að mæta til yfirheyrslu hjá sérstökum sak- sóknara, nema hann hafi fyrir því tryggingu að verða ekki handtekinn við komuna til landsins, er sorglegur vitnis- burður um hroka hans og skort á jarðsambandi. Áttar hann sig ekki á því, að sá tími er liðinn, að hann setji skilyrði? Ýmsir hafa haft á orði við mig, að þeir hafi beðið svo lengi eftir skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis, að þeir hafi verið búnir að missa trúna á því að eitthvað bitastætt kæmi fram í skýrslunni, þegar hún loksins kom fram. Þeir hinir sömu segjast vera ánægðir yfir því, að þeir fordómar hafi reynst rangir í öllum megindráttum. Sama á kannski við um störf sérstaks saksóknara. Menn hafa lengi beðið þess að eitthvað gerðist; beðið þess að ein- hverjir yrðu handteknir; beðið þess að eigur fyrrverandi út- rásarvíkinga væru frystar; beðið þess að gefnar væru út ákærur á hendur þeim sem mesta ábyrgð bera á því hruni sem hér varð fyrir rétt rúmum tuttugu mánuðum. Hvort sem menn telja að þeir hafi eygt einhverja von til þess að einhverju réttlæti verði hér fullnægt eða ekki mega menn ekki missa sjónar á þeirri staðreynd, að menn þeir sem hafa tímabundið verið hnepptir í gæsluvarðhald eða hand- teknir eru einstaklingar, sem ekki hefur verið gefin út ákæra á, enn sem komið er. Sérstakur saksóknari telur sig vissulega hafa rökstuddan grun um refsiverða háttsemi fyrrverandi stjórnenda og starfsmanna Kaupþings og Hæstiréttur hefur fallist á það með sérstökum saksóknara, að fram sé kominn rökstuddur grunur um háttsemi sem fangelsisrefsing er lögð við og því var gæsluvarðhaldsúrskurðurinn yfir hinum hand- teknu staðfestur í Hæstarétti. En það breytir engu um það, að engar ákærur hafa enn verið gefnar út; mennirnir eru grunaðir um refsivert athæfi, en það á eftir að ákæra þá og það á eftir að dæma í málum þeirra. Þar til það hefur verið gert eru mennirnir saklausir, eða hvað? Nú verða yfirdómarar hæstaréttar götunnar að sýna sömu biðlund og aðrir og leyfa íslensku réttarfari að hafa sinn gang. Svo megum við ekki heldur gleyma því að þeir menn sem nú hafa úr háum söðli fallið eiga fjölskyldur, þeir eiga konur og börn, þeir eiga foreldra og systkin. Aðgát skal höfð í nærveru sálar, ekki satt? Þórðargleði vekur ógleði Agnes segir Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Sigurður og Hreiðar Már. ’ Nú verða yfir- dómarar hæstaréttar götunnar að sýna sömu biðlund og aðr- ir og leyfa íslensku réttarfari að hafa sinn gang.Guðmundur Birgisson er toll- vörður hjá embætti tollstjóra í Klettagörðum. Hann sinnir al- mennri tollgæslu á höfuðborg- arsvæðinu, allt frá Reykjavík- urflugvelli til Hafnarfjarðar- hafnar. Hér er dagur í lífi hans. 7:00 Ég vaknaði og fékk mér Cheerios í morgunmat. Hélt svo af stað í vinnuna niðri í Klettagörðum. 8:00 Mættur í vinnuna. Byrjaði á að fara yfir verkefni dagsins og skipuleggja daginn. 9:00 Við varðstjórarnir hittumst á fundi þar sem þurfti að leysa nokkur mál og einnig ganga frá varningi sem lagt hafði verið hald á kvöldið áð- ur. Eitt af mínum verkefnum er að hafa umsjón með geymslunni þar sem varningur er geymdur. 10:00 Næsta á dagskrá var svo árlegt starfsmannasamtal þar sem ég og yfirmaður minn, Guðni Sigmundsson, hittumst og ræddum saman um hin ýmsu mál. 13:00 Eftir að hafa spjallað saman á hátt á þriðja tíma fórum við og fengum okkur hádeg- isverð. Fórum á BK kjúkling á Grensásvegi og gripum með okkur kjúlla. 14:00 Fór ég á hefðbundið eftirlit um hafnarsvæðin í Reykjavík. 15:00 Ákvað að eyða nokkr- um tíma í að lesa og svara tölvu- póstum og gera leiðréttingar á tímafærslum hjá tollvörðunum á skipavaktinni. 16:15 Var svo aftur farið á eftirlit með hafnarsvæðunum í Reykjavík og nágrenni þeirra. Kom við á leiðinni og greip með mér eina samloku. 18:00 Fór ég í afgreiðslu á Reykjavíkurflugvelli á flugvél Flugfélags Íslands sem var að koma með farþega frá Kulusuk á Grænlandi. 19:00 Hitti næturvaktina og fór yfir verkefni kvöldsins og næturinnar með henni. 19:30 Lauk ég loks vinnu og fór beina leið í fótbolta með Knattspyrnufélaginu Létti. Við vorum að spila fyrsta leik sum- arsins, á móti Gróttu frá Sel- tjarnarnesi í old boys boltanum. Hefði getað gengið betur... 22:00 Kominn heim til mín og farinn að horfa á sjónvarpið fyrir svefninn. Var svo þreyttur eftir leikinn að ég sofnaði fljót- lega. Dagur í lífi Guðmundar Birgissonar tollvarðar Fótboltinn tekur sinn toll. Guðmundur var svo þreyttur eftir leikinn að hann sofnaði fljótlega upp úr 22:00. Morgunblaðið/Golli Fundir og fótbolti Maður með grímumynd af spænska rann- sóknardómaranum Baltasar Garzón mótmælir brott- vikningu hans í Madrid á meðan rannsókn fer fram á því hvort dóm- arinn hafi misnot- að vald sitt með því að hefja rann- sókn á morðum sem framin voru á valdatíma einræð- isherrans Franc- iscos Francos. Á skiltinu stendur „Virðing fyrir fórnarlömbunum“. Grímuklædd mótmæli Miklar deilur geisa á Spáni milli þeirra sem vilja ekki ýfa upp gömul sár og hinna sem krefjast réttlætis fyrir fórnarlömb einræðisins eins og þessi mótmælandi. Reuters
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.