SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 27
16. maí 2010 27 J akob Helgi er eini nemandinn í 10. bekk hins unga Sjálandsskóla í Garðabæ. Stráknum liggur á að geta hafið nám í skíðamenntaskóla í Noregi nú í vor ásamt fjölda erlendra vina sinna í skíðaheim- inum, sem eru árinu eldri, og tók því tvo efstu bekki grunnskólans í vetur. Byrjar reyndar í norska skólanum með því að fara í æfingabúðir fljótlega en kemur aftur heim fyrir útskriftina. „Ég er sá fyrsti sem útskrifast úr Sjálandsskóla og kem þangað með númerið mitt eftir að ég keppi á Ólympíu- leikunum!“ segir Jakob Helgi í samtali við Morgunblaðið. Hann stefnir á ÓL í Sochi í Rússlandi 2014. Hinn ungi, ákveðni og metnaðargjarni íþróttamaður, sem fæddur er 1995, keppir fyrir Skíðafélag Dalvíkur, en faðir hans bjó þar í bæ fyrstu árin. Jakob Helgi er mikið nyrðra við æfingar yfir veturinn og öll sumur, ef hann er ekki erlendis við sömu iðju, en þessi bráðefnilegi kappi segist æfa um það bil 300 daga á ári; er þá annaðhvort í brekkunum eða annars staðar á þrekæfingu. Jakob Helgi var í vetur einn þriggja bestu skíðamanna heims í sínum árgangi – hinir eru Slóveni og Norðmaður – og hann var einn þeirra fimm bestu í fyrravetur, en þá voru einnig í hans flokki strákar fæddir 1994. Okkar maður hefur verið á ferð og flugi með skíðin síðustu misseri; frá því í fyrravor hefur hann æft og/eða keppt í Austurríki, Sviss, Noregi, Frakklandi, Þýskalandi (innanhúss) Ástralíu, Nýja-Sjálandi, Svíþjóð, Kanada, Hollandi (innanhúss) og á Ítalíu auk Íslands. Á dögunum sigraði hann örugglega á stóru alþjóðlegu móti í Kanada. Fékk besta tímann í báðum ferðum í keppni gegn helstu keppinautunum. Hann segir það hörkuvinnu að æfa jafn mikið og raun ber vitni. „Ég myndi segja að skíðaíþróttin væri ein sú erfiðasta. Maður þarf að æfa rosalega mikið til að verða í heimsklassa. Það er ekki eins og að fara á tveggja tíma fótboltaæfingu; æfingarnar eru í fimm til sex tíma.“ Markmiðin eru mörg. „Skammtímamarkiðið er að ljúka fyrsta árinu í fullorðinsflokki, næsta vetur, með ákveðna punktastöðu. Eftir það hugsa ég um næsta ár.“ Jakob Helgi telur mjög raunhæft að hann verði einn sá besti í heimi eftir nokkur ár. „Ef ég missi ekki fókusinn af því sem ég er að gera. En við skulum byrja rólega og sjá hvað gerist …“ Eitt er þó ljóst; hann stefnir að því að verða alhliða skíðamaður. „Sumir einblína bara á eina grein, en það eru þeir bestu og frægustu sem vinna heimsbikarinn í samanlagðri stigakeppni.“ Jakob Helgi byrjaði ekki á skíðum fyrr en á tíunda ári, fyrir einum fimm árum og því óhætt að segja að framinn sé skjótur. „Ég var í fótbolta og hafði ekki tíma til að vera á skíðum. Pabbi var góður skíðamaður og ég fór tvisvar eða þrisvar með honum í Bláfjöll en svo hætti ég í fótbolta og prófaði að fara á skíði, í janúar 2005.“ Jakob Helgi fann strax að það hentaði honum vel að stunda ein- staklingsíþrótt. „Ég vil að allt sé undir sjálfum mér kom- ið.“ Enda segist hann alltaf bestur undir pressu. Bæði í námi og íþróttunum. Skíði meira að segja betur á æfing- um þegar móðir hans eða vinir komi að horfa á! Á ferða- lögum reyni hann að grúska í skólabókum en við- urkennir að hann hefði þurft að vera duglegri við það. Ljúki þó 10. bekknum með stæl, eins og hann segir. Skíðakappinn er staðráðinn í að mennta sig frekar. „Menntaskólinn í Noregi er þrjú ár þannig að ef allt gengur upp verð ég stúdent 18 ára og þá er góður kostur að fara til Bandaríkjanna. Þá kæmi ég inn í háskólann þar á réttum tíma. Það er líka ágætiskostur að vera í fjar- námi; ég veit um marga góða skíðamenn sem læra þann- ig. En fyrst á dagskrá er að klára skólann í Noregi og sjá svo til.“ Fyrirmynd Jakobs Helga er Björgvin Björgvinsson frá Dalvík, besti skíðamaður Íslands í dag. „Hann er í heimsklassa og vantar ótrúlega lítið upp á til að ná frá- bærum árangri. Hann hefur alla burði til þess,“ segir Jak- ob Helgi um Björgvin. „Það er gott að æfa með Björgvin og flott hjá honum að leyfa mér að vera með. Við erum fínir vinir og ég lít mjög upp til hans.“ Jakob Helgi man þegar hann, nýbyrjaður á skíðum, hitti Björgvin fyrst og bað hann um eiginhandaráritun. „Hann skrifaði ekki á miðann sem ég kom með heldur bað mig að hitta sig eftir hálftíma. Keyrði eitthvað til að ná í mynd af sér, áritaði hana og lét mig hafa.“ Jakob Helgi segir Björgvin vera góða fyrirmynd og skipta miklu máli fyrir allt skíðastarf í landinu. „Ég hugsa að ég væri ekki á þeim sem ég er nú ef hann hefði ekki hjálpað mér svona mikið. Ég lít upp til sumra sem skíða- manna en líka til Björgvins sem persónu; hann er kurteis og auðmjúkur; frábær manneskja og góð fyrirmynd.“ Faðir Jakobs Helga, Bjarni Th. Bjarnason, er aðalþjálf- ari hans og alltaf með í för. Hann er rekstrarstjóri leigu- markaðs Byko en segist svo heppinn að geta unnið hvar sem er í heiminum í tölvunni og eigi góða samstarfs- menn. Iðunn Jónsdóttir, eiginkona Bjarna og móðir Jak- obs Helga, er framkvæmdastjóri fjölskyldufyrirtækjanna Intersport og Húsgagnahallarinnar. Þegar skíðamaðurinn ungi er spurður hvað drífi hann áfram, svarar hann: „Ég vil gera eitthvað sem fólk man eftir. Að eftir 200 ár muni fólk eftir mér vegna þess sem ég gerði.“ Jakob Helgi segist þó ekki á skíðum vegna þess eina takmarks að vera góður „heldur finnst mér þetta líka rosalega gaman. Þetta er mitt helsta áhugamál.“ Hann segir suma, meðal annars jafnaldra sína, stund- um velta því fyrir sér hvernig hann nenni að leggja svona mikið á sig en sjálfur hugleiði hann það aldrei því sér sé ljóst hvað þurfi til að ná settum markmiðum. „Það sem skilur að þá bestu og þá sem verða ekki jafn góðir er að- allega hvað maður er tilbúinn að leggja á sig; hvort mað- ur rennir sér aukaferðir á æfingum og hvort maður fer á þrekæfingar þegar hinir nenna því ekki.“ Jakob Helgi er samviskusamur og ósérhlífinn. „Ég er sjaldan úti seint á kvöldin heldur fer snemma að sofa.“ Og áfengi segist hann aldrei ætla að bragða. „Ég ákvað það bara og sé ekkert skrýtið við það.“ Íþróttaáhugamenn, jafnvel landsmenn allir, ættu að leggja nafn Jakobs Helga Bjarnasonar á minnið. Jakob Helgi Bjarnason á æfingu í Hlíðarfjalli við Akureyri í vikunni. „Ég myndi segja að skíðaíþróttin væri ein sú erfiðasta. Maður þarf að æfa rosalega mikið til að verða í heimsklassa.“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Einn hinna allra bestu Jakob Helgi Bjarnason, sem var í 9. bekk Sjálandsskóla fyrir áramót og tók 10. bekkinn eftir jól, er einn þriggja bestu 14 ára skíðamanna í heimi. Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is Jakob Helgi og Bjarni Bjarnason faðir hans og aðalþjálfari. ’ Það sem skilur að þá bestu og þá sem verða ekki jafn góðir er aðallega hvað maður er tilbúinn að leggja á sig; hvort maður rennir sér aukaferðir á æfingum og hvort maður fer á þrekæfingar þegar hinir nenna því ekki.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.