SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 15

SunnudagsMogginn - 16.05.2010, Blaðsíða 15
16. maí 2010 15 Gunnlaugur Egilsson og Ívar Örn Sverrisson eru tveir dansaranna í sýningunni. Hvernig finnst þeim að vera stjórnað harðri hendi af hópi kvenna? „Er þetta ekki framtíðin?“ spyr Gunnlaugur og hlær. „Þetta er hressandi,“ segir Ívar Örn, „allir list- rænir stjórnendur í þessum bransa eru konur og við erum eins og skylmingaþrælar þeirra og gerum bara eins og okkur er sagt. Það er gaman að sjá hvernig þær gleyma sér stundum og verða eins og karlar á hliðarlínunni.“ Spurðir hvort þeir séu sammála sýn höfundanna á karlmenn segist Gunnlaugur oft vera ósammála þeim til að vera ósammála. „Ég er meira „já erum við svona?““ segir Ívar Örn. Þeir segja að ýmislegt væri öðruvísi ef kynjahlutverkum höfunda og dansara í sýn- ingunni væri snúið við. „Ef við værum ungar stúlkur og þær karlmenn þá væri ým- islegt sem ekki væri hægt að gera, það væri bara rangt,“ segir Gunnlaugur. „Ef þetta væri hópur miðaldra karlmanna að leikstýra ungum konum og fara inn á kynlíf og nekt myndi það aldrei ganga.“ „En það er hægt að ráðskast ágætlega með okkur, samanber rassadansinn okk- ar,“ segir Ívar Örn. „En það má víst ekki gefa meira upp um það strax,“ segir hann og þeir glotta báðir. Ágætt að ráðskast með okkur unni.“ Þannig á verkið nokkuð vel við íslenskan raunveruleika í dag. En er þessi drambsemi sérstakur eig- inleiki karla? „Karlmenn hafa verið leiðandi í stjórnun heimsins,“ svarar Ástrós, „Það eru fyrst og fremst þeir sem byggja sér minnisvarða og tefla um völdin.“ Lára bætir við að þótt þetta virki djúpar pælingar þá svífi húmorinn þó alltaf einhvers staðar yfir vötnum í verkinu. „Þótt undirtónninn sé alvar- legur er alltaf stutt í fjörið,“ tekur Ást- rós undir, „svo bjarga gyðjurnar í lok- in.“ Eru konur þá lausnin á vandamálum karla? „Nei,“ svara þær allar einum rómi og ákveðið. „Konur eru oft á bak við tjöldin og etja körl- unum saman.“ Karldansarar hjálpa sköpuninni Hjálpar það sköpunarferlinu hjá þeim að vinna með svo mörgum karl- mönnum, frumheimild verksins? „Við notum strákana og spjöllum mikið við þá,“ segir Ástrós. „Við könnum hvað þeir hugsa um ýmislegt í fari karlmanna sem við höfum velt fyrir okkur.“ Lára segir að það hafi líka verið margt sem strákarnir hafi uppgötvað í ferlinu um hvernig konur hugsa. „Kona þarf alltaf að tala um sama hlutinn aftur og aftur í sambandi þótt karlinn nenni því ekki. Það er talað um í sálfræðinni að konur hugsi í hringi og ef til vill stafar það af tíðahringnum, þær hugsa lengur um hlutina,“ segir Lára. Ástrós bætir við að þær þurfi lengri tíma til að mynda sér skoðanir og taka ákvarðanir. En eru þær alveg sammála um allt í verkinu? „Nei, alls ekki. Við skegg- ræðum hlutina og erum ekkert sammála alltaf. Oft ræðst það svo af því hvað hentar sviðinu, hvað „lúkkar“, það er svo margt sem kemur inn í eina sýn- ingu,“ segir Ástrós. Ekki að gera grín að körlum Þar sem í Systrum var kafað ofan í hvað það er að vera kona þá reyna Bræður að gera hið sama við karlmenn. Verkin eiga því ýmsilegt sameiginlegt. „Þetta er allt séð frá sjónarhóli kvenna,“ segir Ástrós. „Í Systrum vorum við konur að gera verk um konur en í þessu verki er þetta okkar sjónarhorn á karla. Við leggjum áherslu á að finna gamansömu hliðina á þeim. Þeir hafa eins margar hliðar og þeir eru margir en það er samt eitthvað sem sameinar þá meira en kynfærin. Það er þó engin niðurstaða í hvorugu verkinu, aðeins hinar ýmsu myndir á hlutina.“ Lára segir að áhorf- endur hafi túlkað Systur á mjög mis- munandi hátt, hið sama verði örugglega upp á teningnum í þetta skiptið líka. Ástrós vill þó alls ekki tengja verkið femínismaumræðunni. „Þetta er ekki feminísk pæling um veikleika og erf- iðleika karlmanna. Ég hef það á tilfinn- ingunni að sumir haldi það því við er- um bara konur sem stjórnum. Við erum ekki að taka karlmenn niður eða gera grín að þeim. Við erum bara aðeins að leika okkur með þá,“ segir Ástrós. Bræður verða frumsýndir hinn 27. maí á stóra sviði Þjóðleikhússins sem hluti af Listahátíð í Reykjavík. Sjaldan hafa verið eins margir karldansarar í einni danssýningu á Íslandi. Auk íslensku dansaranna eru nokkrir erlendir dansarar, Finninn Jorma Uotinen, hinn breski Brian Gerke og brasilíski dansarinn Vinicius. Auk strákanna dansa þær Lára og Ástrós sjálfar í verkinu. ’ Við erum ekki að taka karlmenn nið- ur eða gera grín að þeim. Við erum bara aðeins að leika okkur með þá. Ljósmynd/Vera Pálsdóttir 5.000 umslög                          UMHVERFISVOTTUÐ PRENTSMIÐJA Oddi – umhverfisvottuð prentsmiðja. Höfðabakka 7, 110 Reykjavík, sími 515 5000, www.oddi.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.