SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Blaðsíða 2

SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Blaðsíða 2
2 12. september 2010 6-10 Vikuspeglar Vikuspeglar í hers höndum, um kvennamál Riberys og Treholt. 18 Það skortir fagmennsku á Íslandi Inga Dóra Sigfúsdóttir er nýráðin prófessor við Columbia-háskóla. 24 Sinni því að vera kona Rósa Ingólfsdóttir hefur fundið stóru ástina. 28 Allir dansa konga Yndisreitur Kjartans Þorbjörnssonar í Flatey. 32 Pottaglamur fyrir daufum eyrum Rithöfundurinn Einar Már Guðmundsson horfir inn blindgötuna. 36 Stolt af því að vinna fyrir Ikea Hönnuðurinn Sigga Heimis flytur heim. 40 Kaffihelling Ný tegund uppáhellingar kemst í tísku og skákar espresso. Lesbók 50 Veðurtepptur í sólskini Pétur Thomsen ljósmyndaði umbyltingu landsins við Kárahnjúka. 52 Snjókallinn á grænni grein Rithöfundinum Jo Nesbø er víða líkt við Stieg Larsson. 22 21 Efnisyfirlit Forsíðumyndin er tekin af ljósmyndara Reuters. Umsjón Sunnudagsmoggans: Pétur Blöndal, pebl@mbl.is Umsjón Lesbókar: Einar Falur Ingólfsson, efi@mbl.is Ritstjórn Sunnudags- moggans: Arnar Eggert Thoroddsen, Árni Matthíasson, Bergþóra Njála Guðmundsdóttir, Bergþóra Jónsdóttir, Helgi Snær Sigurðsson, Hugrún Halldórsdóttir, Hólmfríður Gísladóttir, Inga Rún Sigurðardóttir, Ingveldur Geirsdóttir, Kolbrún Bergþórsdóttir, Kristín Heiða Kristinsdóttir, Orri Páll Ormarsson, Signý Gunnarsdóttir , Skapti Hallgrímsson. Augnablikið A nddyrið er fullt af krökkum og for- eldrar þeirra fá að fljóta með. Tilefnið er forsýning á gamanmyndinni Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið. Fimm ára strákur kominn með kvikmyndaplakat og bol með stríðsáletrun. En níu ára systir hans lætur sér fátt um finnast: „Það var bara einn bolur sem mér fannst flott- ur. En ég myndi aldrei nota hann.“ Svo líður og bíður, krakkarnir eru búnir með poppið og gosið og farið að lengja eftir söguhetj- unum. Skyndilega er kallað: „Allir út! Allir út!“ Og myndin er ekki einu sinni byrjuð! En ekki stendur á skýringu, því söguhetjurnar koma í strætó með Skoppu og Skrítlu og „eitt- hvert fleira fólk“ úr krakkabransanum. Svo er gengið inn rauða dregilinn í Sambíóunum. Allt til þess að ýta undir spennuna og eftirvæntinguna. Og þá loks er komið að myndinni sjálfri. Eða nei annars, ekki alveg strax, því Bjarni töframað- ur, sem sýndi töfrabrögð fyrir sýninguna, finnur ekki sætið sitt og þarf að leita að því. Hann hleypur því beinustu leið upp og niður sætarað- irnar á risastórum rauðum skóm. „Við þurftum að beygja okkur niður!“ segir strákurinn og kraumar í honum hláturinn. Eftir að ljósin eru slökkt sitja krakkarnir stjarfir um allan sal og sést varla í andlitin fyrir þrívídd- argleraugum. Þeir sökkva sér bókstaflega inn í myndina og hasarinn verður raunverulegri fyrir vikið. „Er myndin bönnuð?“ spyr sá fimm ára von- góður eftir sýninguna. Þegar töfraformúla virkar, þá er engin ástæða til að breyta út af henni. Það er tilkynnt strax að önnur mynd verði að veruleika og að hún muni nefnast Algjör Sveppi og töfraskápurinn. Og sýnt er frá því, þegar Sveppi opnar skáp skjálfandi á beinunum og teygir sig eftir einhverju … Þegar heim er komið er frásögnin vægast sagt lífleg, þar sem krakkarnir keppa um orðið og endursegja alla myndina eins og hún leggur sig. „Villi átti byssu, sem sogaði drauginn til sín … Veistu, og þeir gerðu það við hann Góa, af því að hann var í hvítum fötum og þeir héldu að hann væri draugur,“ segir strákurinn óðamála „Og þá kom rafmagn í hárið á honum,“ bætir stelpan við. „Hann gat ekki snert sig, þá kom bara dzzz, dzzz, dzzz.“ „Síðan sagði Gói svona: Af hverju er það alltaf ég sem þarf að lenda í vandræðum,“ segir strák- urinn. „Og veistu, lagið var ótrúlega mikið fynd- ið …“ pebl@mbl.is Bjarni töframaður stal senunni á frumsýningu gamanmyndarinnar Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið. Morgunblaðið/Ómar Þá kom bara dzzz, dzzz, dzzz … 11. september Hrímþursar nema land. Einar Kárason rithöfundur og Willi- am R. Short, fræði- maður og rithöfundur frá Massachusetts í Bandaríkjunum, halda fyrirlestra í Landnámssetr- inu í Borgarnesi. 11. september Hollywood ball á Broadway, tími til kominn að rifja upp sporin, binda á sig skóna og rifja upp gamla og góða tíma. 15. september Bíó Paradís opnað í fyrrverandi húsnæði Regnbogans. Backyard, tónleikamynd eftir Árna Sveinsson og Sindra Kjartansson, verður opn- unarmynd bíósins. Við mælum með … Facing the Climate: Loftslagsbreytingar frá skoplegu sjónarhorni kallast sýning sem verður opnuð í Norræna húsinu hinn 11. september og stend- ur til 3. október. Á sýningunni er tekist á við loftlagsbreytingarnar frá skoplegu sjónarhorni með teikningum 25 sænskra skopmyndateiknara sem koma með húmoríska en jafnframt ógnvekjandi sýn á loftlagsbreyt- ingarnar í tilefni af loftlagsráðstefnunni í Kaupmannahöfn í desember ár- ið 2009. Það er The Swedish Institute sem á frumkvæði að sýningunni. Morgunblaðið/ÞÖK Skoplegt sjónarhorn www.noatun.is Nóatúni Nýttu þér nóttina í Verslanir Nóatúns eru opnar allan sólarhringinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.