SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Qupperneq 18
18 12. september 2010
É
g myndi svo sannarlega vilja
taka þátt í að byggja upp þetta
samfélag á næstu árum. Hins
vegar veit ég ekkert hver vett-
vangurinn ætti að vera,“ segir Inga
Dóra Sigfúsdóttir.
Vissulega kemur ýmislegt til greina í
þeim efnum því Inga Dóra hefur komið
víða við. Hún er stofnandi og stjórn-
arformaður rannsóknarstofnunarinnar
Rannsókna og greiningar, hún veitti
kennslufræði- og lýðheilsudeild Háskól-
ans í Reykjavík forstöðu frá stofnun og
gegnir jafnframt prófessorsstöðu við
skólann. Þar fyrir utan hafa leiðir henn-
ar legið um brautir stjórnmálanna, fyrst
í stúdentapólitíkinni í Háskóla Íslands
en síðar í gegnum starf fyrir Sjálfstæð-
isflokkinn, stöðu aðstoðarmanns Ólafs
G. Einarssonar, fv. menntamálaráð-
herra, og ráðgjafa Guðlaugs Þórs Þórð-
arsonar í heilbrigðisráðuneytinu. Í vik-
unni flaug hún hins vegar af hinum
íslenska vettvangi til New York ásamt
dætrum sínum, þar sem hún hefur þeg-
ið prófessorsstöðu við Columbia-
háskóla. „Það var frábært tækifæri sem
ég gat ekki hafnað.“
Inga Dóra fæddist í Reykjavík árið
1967 og ólst upp í Skipholtinu, yngra
barn hjónanna Erlu Sigurðardóttur ljós-
móður og Sigfúsar Jónssonar, sem starf-
aði hjá Sölunefnd varnarliðseigna en
hann lést fyrir 12 árum. Hún segist hafa
verið með sterkar skoðanir sem barn.
„Ég gekk í Æfingadeild Kennaraháskól-
ans og skrifaði fyrstu blaðagreinina
mína þegar leggja átti Æfingadeildina
niður og dreifa krökkunum í aðra skóla.
Ég reiddist þessu mjög og skrifaði grein
í DV þar sem ég mótmælti þessu harð-
lega en þá var ég var ellefu ára. Í raun
leiddist mér samt alveg óskaplega í Æf-
ingadeildinni svo ég flutti mig yfir í
Hlíðaskóla síðustu árin. Ég var hins
vegar ekkert ánægðari þar og fór í
gegnum alls konar uppreisnartímabil.
Um það leyti sem ég var að klára
grunnskólann var ég t.d. pönkari með
svart hár og í hermannaklossum og
hékk á Hlemmi með Jóni Gnarr og
fleirum.“
Vinna í 15 borgum í Evrópu
Úr Hlíðaskóla lá leiðin svo í MR þar sem
Inga Dóra fékk loksins nóg að gera. „Ég
man að mér fannst metnaður kenn-
aranna svo mikill að ég hefði verið
tilbúin til að borga fyrir að sitja í þess-
um tímum. Þeir höfðu svo gaman af því
að miðla efninu til okkar.“ Málið vand-
aðist hins vegar þegar kom að því að
velja sér braut í háskólanámi. „Ég hafði
ekki miklar væntingar eða drauma um
hvað ég ætlaði að verða og man ekki
eftir því að ég hafi haft augastað á ein-
hverju tilteknu starfi sem krakki.
Mamma segir reyndar að ég hafi ætlað
Þrífst best
við upp-
byggingu
Það skortir fagmennsku á Íslandi, hvort heldur
er í háskólasamfélaginu eða í stjórnkerfinu, seg-
ir Inga Dóra Sigfúsdóttir sem í vikunni flaug á
vit nýrra ævintýra við Columbia-háskóla í New
York, þar sem hún hefur fengið prófessorsstöðu.
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is