SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Side 49

SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Side 49
12. september 2010 49 Í þessum skóm mun ég ekki heilla þig upp úr skónum. Reyndu heldur ekki að komast í skó mína nema þú notir skó númer þrjátíu og níu og hálft. Björg Elín Finnsdóttir Sandalar en þau eiga það öll sammerkt að þau eru ekki til neins. Auðvitað gildir hið sama að einhverju leyti um mörg eldhúsáhöldin.“ Tólin á sýningu þeirra Þórarins og Sig- urðar eru þó frábrugðin að því veiga- mikla leyti að engin þeirra eru sér- smíðuð, heldur þvert á móti fjöldaframleidd en það bendir til þess að einhverjum hafi einhverntíma fundist tækið býsna góð hugmynd. Gott fyrir nákvæmnismenn „Ætli það séu ekki svona tvö prósent þessara áhalda sem ég nota í raun,“ við- urkennir Þórarinn aðspurður um gagn- semi þeirra. „Sumt af þessu hefur maður prófað að nota og nánast orðið að gefast upp því það er miklu meiri fyrirhöfn að nota áhaldið en sleppa því. Ég hef oft verið spurður hvort ekki ríki neyðar- ástand í eldhúsinu heima hjá mér þessa mánuði sem sýningin hefur staðið og fyr- irfram var ég náttúrlega mjög hræddur um að svo myndi fara. En það hefur bara gengið furðu vel.“ – Skyldu eggjaklippur t.d. vera mjög hagnýtt áhald? áræðir blaðamaður að spyrja og svarið kemur á óvart. „Það er nú reyndar mjög hagnýtt ef maður er mikill nákvæmnismaður því þetta brýtur mjög hreinan og fínan skurð í eggið,“ segir Þórarinn og grípur líka til varna fyrir bananahaldarann – sérhannað plasthylki utan um þennan tiltekna ávöxt. „Ég held að hann sé mjög góður, t.d. til að nota í skólatösku því þegar bananar eru mjög þroskaðir þá vilja þeir klessast.“ Þórarinn segist hafa valið sér það hlut- skipti að „bera blak af áhöldunum“ þótt heimilisfólk hafi sýnt þörf hans fyrir að safna þeim skilning. „Mitt hlutverk er að vera jákvæður og finna þeim tilgang og verja þau árásum, því vissulega koma þær stundir að það er þörf á þeim. Í hjarta sínu viðurkennir maður þó stundum að þau geta verið alveg tilgangslaus.“ Til að rýmka til í yfirhlöðnum eldhús- skúffunum hafa sum áhöld, sem eru til í mörgum eintökum lent „á einskonar lag- er“ að Þórarins sögn. „Það getur verið mjög leiðinlegt þegar maður er að elda og áttar sig á að nú gæti maður notað t.d. tómatkjarnaklóruna, að finna hana ekki út af því hvað mikið er í skúffunni, og þurfa bara að nota teskeið. Það er leið- inlegt þegar verkefnið kemur að tækið sé ekki tiltækt.“ Á morgun verða þeir Sigurður með „uppistand“ í Safnarahorninu til að marka endalok sýningarinnar. „Já, ég sá það auglýst þannig,“ segir Þórarinn. „Við eigum bara eftir að ákveða hvers kyns uppistand það verður. Kannski verðum við bara með uppistand í gömlu merk- ingunni – brjótum kannski skápa og verðum almennt til vandræða, þannig að það gæti þurft að kalla til lögreglu. Við eigum eftir að ákveða það. Aðallega er þetta gert til að setja lokahnykk á sýn- inguna og fagna endurheimt tólanna. Það verður spennandi að sjá hvort elda- mennskan hjá okkur tekur ekki fram- farastökk þegar við komumst í allar græjurnar aftur.“ ’ Ég held að hann sé mjög góður, t.d. til að nota í skólatösku, því þegar bananar eru mjög þroskaðir þá vilja þeir klessast. „Mitt hlutverk er að vera jákvæður og finna þeim tilgang og verja þau árásum,“ segir Þórarinn um hin margvíslegu eldhúsáhöld sem hann hefur safnað í félagi við Sigurð Árnason vin sinn. Morgunblaðið/Ernir Þukl á mat er óþarft með viðhaldi. Spælegg í Mikkalíki getur verið gott. Skankaskaft heldur um lærisenda.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.