SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Síða 44
44 12. september 2010
Annar risi, kannski heldur minni en Cave þó,
er New York sveitin Interpol, líklega mæt-
asta ný-síðpönksveit síðustu ára (náðuð þið
þessu?). Fjórða plata sveitarinnar er sam-
nefnd henni og nú hefur bassaleikarinn Car-
los Dengler gengið úr skaftinu. Sveitin segir
að platan eigi að bera með sér afturhvarf til
fyrri platna, en sú síðasta, Our Love to Ad-
mire (2007) þótti bera með sér fullmiklar til-
raunir í þá átt að breyta hljómi sveitarinnar.
Eða eins og maðurinn sagði, ef það er ekki
brotið, hví þá að laga það?
Interpol gefa út
samnefnda plötu
New York-sveitin Interpol.
Grinderman, hliðarsveit Nicks Cave.
Eftir helgi koma út fjórar plötur með rokk-
kyns þungavigtarmönnum. Robert gamli
Plant var afgreiddur hér til hliðar með burð-
argrein, eins og svona lávarði sæmir. En á
sama tíma kemur út önnur plata Grinder-
man, sem er hliðarsveit meistara Nick Cave
og fleiri félaga úr The Bad Seeds. Platan
nýja kallast Grinderman 2, nokkuð kerskn-
islegur titill og síst í anda Cave, eða hvað?
Með Grinderman og á síðustu Bad Seeds
plötu hefur Cave verið að leika sér svolítið
að aðdáendum sínum og glitt hefur í meiri
kímnigáfu en hann hefur verið að viðra á
löngum og oftast farsælum ferli. Grinderm-
an verða á túr um Evrópu þetta haustið og
má búast við brjálæðislega brjáluðum tón-
leikum.
Grinderman snúa
aftur með trukki
Þessi magnaða plata með Pitts-
burgh-tríói Frank Cunimundo
og söngkonunni Lynn Marino
er frá árinu 1971 og var lengi vel
goðsögn hjá áhugafólki um
djasstónlist enda ófánleg um
mjög langt skeið. Platan fellur
undir skilgreininguna „rare
groove“ sem þó er oftar notuð um fönk-
tónlist frá sama áratug. Tónlist þessi á
það sameiginlegt að vera sjaldgæfur vín-
yll sem verður oftar en ekki vinsæll til að
nota takt- eða söngbrot af í dans- eða
hipphopp-tónlist.
Eitt lag af þessari plötu er þekktara en
annað, „Feelin’ Good“ og hefur það verið
notað í þessum tilgangi. Lagið er hvað
þekktast í flutningi Ninu Sim-
one og hefur líka því miður
verið sungið af Michael Buble.
Rokksveitin Muse hefur líka
gert kraftmikla útgáfu svo ein-
hverjir séu nefndir. Ekkert get-
ur þó skákað söng Lynn Marino
og píanóleik Franks Marino.
Marino er með létta, loftmikla en jafn-
framt tilfinningaþrungna rödd, sem gerir
einnig textunum mjög góð skil. Hún er
seiðandi og sjarmerandi og hreinlega
færir hlustandann í annan heim.
Ég var svo heppin að þekkja einn af
þessum plötusöfnurum og komst því yfir
eintak af þessari plötu á spólu um miðjan
tíunda áratuginn í London, þar sem plat-
an var verðmætari en gull. Platan var
loks endurútgefin árið 2000 og hafði ég
himin höndum tekið er ég rakst á hana
fyrir tilviljun í plötubúð í Barcelona.
Skýrasta dæmi um seiðandi aðdrátt-
arafl þessarar plötu er að endurútgáfan er
komin til vegna þess að útgefandinn
eyðilagði vínylinn sinn í einum af mörg-
um partíum þar sem hann setti hana á
fóninn við vægast sagt góðar viðtökur
gesta sinna. Hann gat ekki hugsað sér að
lifa án plötunnar, hafði samband við
Cunimondo og kom plötunni á geisla-
disk. Ég get staðfest það að þetta er svona
plata sem manni þykir vænt um og fyllir
mann tregablandinni gleði.
ingarun@mbl.is
Poppklassík The Frank Cunimondo Trio – Introducing Lynn Marino
Væntumþykja og tregablandin gleði
R
obert Plant hefur keyrt gifturíkan
feril á undanförnum árum. Hann
hefur verið duglegur að garfa í
fornum arfi hljómlistarinnar sem
bar magnað ávöxt á frábærri plötu hans og Al-
ison Krauss, Raising Sand sem er ein af betri
plötum síðustu ára en þar sneri stemnings-
meistarinn T-Bone Burnett tökkum. Plant lét
svo hafa sig út í Led Zeppelin-endurkomuna
sem fékk tónlistaraðdáendur til að slefa af eft-
irvæntingu (og kannski ekki nema von. Þegar
greinarhöfundur hlustaði á Mothership á
dögunum, nýlega safnplötu sveitarinnar,
sannfærðist hann endanlega um að þessi
hljómsveit er LANGbesta rokksveit sem
nokkru sinni hefur starfað. Segi og skrifa
það).
Plant var sá meðlimur sveitarinnar sem var
hvað rólegastur yfir þessari endurkomu og
það var greinilegt á viðtölum í kringum þenn-
an viðburð að honum var meira umhugað um
að gera eigin hluti en að veltast um í fortíð-
arþrá.
Nýjasta verkefni Plants kallast Band of Joy
sem er nafn á sveit sem hann söng með fyrir
45 árum. Með henni og á samnefndri plötu
leitar hann á svipuð mið og hann gerði á áð-
urnefndri Raising Sand. Sígildir sálmar á borð
við „Satan, Your Kingdom Must Come Down“
fá yfirhalningu, sjaldheyrt lag eftir hið ólán-
lega söngvaskáld Townes Van Zandt er á mat-
seðlinum einnig svo og lög eftir Richard og
Lindu Thompson og Los Lobos. Eldgömul al-
þýðulög sem enginn veit hver samdi sitja svo
prúð við hlið laga eftir depurðarrokkssveitina
Low, en tvö lög af plötu hennar frá 2005, The
Great Destroyer, eru tekin traustataki af
Plant og co.
Stemningin á plötunni er ekki ólík þeirri
sem er á Rasing Sand eins og áður segir,
spilagleðin og skítugur, „heitur“ hljómur eru
áberandi en meðspilarar Plants eru nokkrir af
færustu leiguspilurum samtímans, þar á með-
al gítargoðsögnin Buddy Miller. Það er alveg
merkilegt hversu mikið á kafi Plant er í þess-
um verkefnum, jafn ástríðufullur og þegar
hann var með Zeppelin þó að hann sé ekki
öskrandi úr sér lungun.
Má bjóða þér
í gleðiglaum?
Robert Plant heldur neistanum lifandi sem aldrei fyrr,
með því að vekja nærfellt hálfrar aldar gamla hljóm-
sveit, Band of Joy.
Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is
Robert Plant á sviði ásamt Band of Joy.
John Bonham, Bonzo, hinn
brjálaði trymbill Led Zeppelin
og Robert Plant voru fóst-
bræður miklir enda ólust þeir
upp saman í Svörtulöndum,
svæði í Englandi sem er í
kringum Birmingham. Þeir fé-
lagar spiluðu saman í hinu
upprunalega Band of Joy og
Plant hefur lýst því að taugin á
milli þeirra tveggja hafi alla tíð
verið römm. Þeir hafi verið
sveitalubbarnir í bandinu, öfugt
við þá Jimmy Page og John
Paul Jones sem voru „101“-
týpurnar í bandinu, verald-
arvanir Lundúnabúar.
Bonham og Plant á sólríkum sum-
ardegi, einhvers staðar í Englandi
Sveita-
lubbarnir
Tónlist
Fjórða og síðasta stórplatan þessa vikuna er
ný plata nýþungarokkssveitarinnar Linkin
Park. Kallast hún A Thousand Suns og með-
upptökustjóri ásamt Mike Shinoda Linkin-
meðlimi er enginn annar en töfralæknirinn
Rick Rubin. Síðasta plata sveitarinnar, Min-
utes To Midnight, kom út fyrir þremur árum.
Kynningarstarfsemi vegna plötunnar mun
m.a. fara í gegnum myspace-vefinn þar sem
aðdáendur geta fylgst með tónleikum, nálgast
sjaldgæft efni og átt möguleika á að spjalla
við meðlimi í gegnum hið yndislega alnet.
Nýþungarokkssveitin Linkin Park.
Linkin Park og
sólirnar þúsund