SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Qupperneq 19
12. september 2010 19
„Við vorum einmitt að fást við þennan skort á reglum og við-
miðum í uppsveiflunni og hruninu. Með sama hætti verðum við
að passa upp á háskólastarfið,“ segir Inga Dóra Sigfúsdóttir.
að verða kennari þegar ég var sjö ára og
„vera góð við börnin“. Kannski er það
bara það sem ég er,“ segir hún bros-
andi.
Það var því fyrir hálfgerða tilviljun að
stjórnmálafræðin varð fyrir valinu. „Ég
hefði getað farið í hvað sem var en fyrr
en varði stóð ég uppi á sviði að taka við
prófskírteini og hugsaði: „Bíddubíddu,
ég ætlaði aldrei að klára þetta!“ Þetta
var bara svo fljótt að líða, enda var ég á
fullu í stúdentapólitíkinni og var for-
maður Vöku eitt árið. Eftir stjórnmála-
fræðina lenti ég hins vegar í svolítilli
sjálfsmyndarkeppu. Ég hafði engan
áhuga á stjórnmálafræðinni heldur á
einstaklingnum og hvernig væri hægt
að byggja betra samfélag.“
Eftir stutt stopp í sálfræðinámi fór
hún að vinna með Þórólfi Þórlindssyni,
prófessor í félagsfræði, hjá Rannsókn-
arstofnun uppeldis- og menntunarmála
og svo fór að félagsfræðin varð aðal-
grein Ingu Dóru. Hún lauk meistara-
gráðu frá Háskóla Íslands árið 1999 og
doktorsgráðu frá Pennsylvania State
University fimm árum síðar. „Áður en
ég fór í doktorsnámið hafði ég sett á
laggirnar litla rannsóknarmiðstöð sem
heitir Rannsóknir og greining, og sér-
hæfir sig í rannsóknum á högum barna
og unglinga. Í raun eru þetta rannsóknir
sem Þórólfur byrjaði á og ég fékk tæki-
færi til að halda áfram með þegar Rann-
sóknarstofnun uppeldis- og mennta-
mála var breytt í Námsmatsstofnun.“
Um er að ræða viðamiklar rannsóknir
sem lagðar eru fyrir alla grunn-
skólanema landsins á hverju ári.
„Fyrstu kannanirnar voru lagðar fyrir
árið 1992 svo til hefur orðið mjög sterk-
ur vísindalegur grunnur sem við höfum
nýtt til að birta fjölmargar greinar um
börn og unglinga í erlendum, ritrýndum
vísindatímaritum. Að auki hefur þetta
orðið grunnur að stefnumótun hér á
landi. Í dag erum við að vinna í 15
borgum í Evrópu þar sem við stýrum
sambærilegri rannsóknarvinnu sem
gengur út á forvarnastarf með börnum
og unglingum.“ Framkvæmdastjóri
rannsóknarmiðstöðvarinnar er Jón,
einkabróðir Ingu Dóru, enda segir hún
gott „þegar systkinahópurinn er svona
lítill að verja góðum tíma saman í líf-
inu“.
Að loknu doktorsnámi árið 2004 hóf
Inga Dóra störf við Háskólann í Reykja-
vík, þar sem hún byggði upp nýja deild
við skólann, kennslufræði- og lýð-
heilsudeild, og um leið fluttust Rann-
sóknir og greining til skólans. „Sú deild
sótti grunninn í Columbia-háskóla þar
sem hugmyndin er að tengja árangur
einstaklinga og líðan þeirra. Við vitum
að börnunum okkar gengur ekki vel
nema þeim líði vel en hingað til hefur
okkur hætt við að horfa á skólann sem
einangrað fyrirbæri. Þarna úti er heilt
samfélag og börnin koma inn í skólann
með ýmislegt á bakinu. Þess vegna er
mikilvægt að tengja samfélagið sem
börnin koma úr inn í skólann. Sömu-
leiðis lögðum við áherslu á að efla
þekkingu þeirra sem starfa með börn-
um, kennara og annarra, á þessari víðu
flóru barna.“
Ekki gott að loka því sem best er gert
Auk barna- og ungmennarannsóknanna
hefur Inga Dóra einbeitt sér að rann-
sóknum á vísindastarfi í háskólum.
„Gott háskólastarf er grunnforsenda
þess að okkur gangi vel sem þjóð til
framtíðar,“ segir hún með áherslu. „Við
verðum að gæta þess að vera fagleg í
starfinu og sjá til þess að nemendurnir
okkar fái bestu menntun sem völ er á.
Að þessu þarf sérstaklega að gæta, nú á
tímum mikilla breytinga og efnahags-
þrenginga.“
Fagmennska er Ingu Dóru ofarlega í
huga í þessu sambandi. „Við verðum að
gæta að því að vera fagleg í ákvörð-
unum um breytingar. Í háskólageir-
anum erum við svo heppin að hafa
mjög skýrar alþjóðlegar reglur og við-
mið sem þeir háskólar sem hafa náð
bestum árangri í heiminum hafa fylgt
um aldaraðir og snúa m.a. að því
hvernig árangur er metinn, að virku
rannsóknarstarfi í skólunum og aka-
demísku frelsi þeirra. Nákvæmlega sama
á að gilda um íslenska háskóla.“
Hún segir þetta lykilatriði vilji landið
gæta að samkeppnishæfni sinni. „Við
erum þátttakendur í alþjóðlegu um-
hverfi þar sem er algerlega útilokað fyr-
ir háskóla að ætla sér að ná árangri
nema hann sé alþjóðlegur og taki þátt í
starfinu á sömu forsendum og aðrir há-
skólar úti í heimi. Við munum ekki geta
beitt einhverjum öðrum reglum á Ís-
landi.“ Það eru engin ný vísindi, bendir
Inga Dóra á. „Við vorum einmitt að fást
við þennan skort á reglum og viðmiðum
í uppsveiflunni og hruninu. Með sama
hætti verðum við að passa upp á há-
skólastarfið.“
Hún óttast að í því niðurskurð-
arástandi sem nú ríkir verði gæðakröf-
um kastað fyrir róða. „Þegar ákvörðun
er tekin um að skera niður verður að
gera það á grundvelli háskólastarfsins í
heild, meta það sem best er gert, halda
því og henda öðru. Þá skiptir engu máli
hvort við erum með tíu háskóla eða
einn. Við þurfum einfaldlega að tryggja
að innan þeirra sé rekið starf sem er
nemendum okkar boðlegt. Þá er ekki
gott að byrja á því að loka því sem best
er gert.“
Þarna vísar Inga Dóra til nýlegrar
ákvörðunar um að leggja niður
kennslufræði- og lýðheilsudeildina við
HR, sem hún veitti forstöðu. „Við stóð-
Umvafin fjölskyldunni. Með foreldrum sínum Erlu Sigurðardóttur ljós-
móður og Sigfúsi Jónssyni sölustjóra og svo Jóni stóra bróður.
„Þegar systkinahópurinn er svona lítill er gott að verja góðum tíma
saman í lífinu,“ segir Inga Dóra en hún vinnur með Jóni bróður sínum.
Sjö ára og stefndi á að vera kennari
sem yrði „góð við börnin“.
Morgunblaðið/Ómar
’
Um það leyti
sem ég var
að klára
grunnskólann var
ég t.d. pönkari
með svart hár og í
hermannaklossum
og hékk á Hlemmi
með Jóni Gnarr og
fleirum.