SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Qupperneq 55
12. september 2010 55
Fyrir stuttu komu út í Bretlandi æviminningar Tony
Blair, sem var forsætisráðherra landsins frá 1997 til
2007. Bókin hefur að vonum vakið forvitni manna,
mikið hefur verið vitnað í hana í fjölmiðlum og hún
hefur selst bærilega; er í efsta sæti á lista Amazon í
Bretlandi þó að henni hafi ekki tekist að komast á aðra
metsölulista þar í landi, og í 13. sæti hjá Amazon vest-
an hafs.
Þó að bókakaupendur virðist hafa tekið bókinni vel
gengur ekki vel hjá Blair að kynna æviminningarnar.
Er hann hugðist árita bókina í bókabúð í Dyflinni
glímdi sveit lögreglumanna við mótmælendur sem
grýttu Blair með skóm og eggjum og hreyttu í hann í
ókvæðisorðum. Í framhaldinu aflýsti hann fyrirhug-
aðri áritun í Waterstone’s Lundúnum og eins neyddist
hann til að aflýsa samkvæmi í Tate-listasafninu, en
þar átti að skála fyrir bókinni. Í yfirlýsingum lét hann
þau orð falla að hann vildi ekki valda frekari óþæg-
indum og því hefði viðburðunum verið frestað.
Meðal þeirra sem mótmæltu teitinu í Tate voru
þekktir listamenn sem sögðu það hneyksli að leggja
listasafnið undir fögnuð stríðsglæpamanns sem logið
hefði að bresku þjóðinni og dregið hana í stríð nauðuga
viljuga. Meðal þeirra sem lýstu óánægju sinni voru Tra-
cey Emin, Vivienne Westwood og Brian Eno.
Blair aflýsir teiti í Tate
Frá átökum lögreglu við mótmælendur í Dyflinni.
Reuters
Gítarjöfurinn Jimmy Page send-
ir frá sér einskonar ævisögu síð-
ar í mánuðinum, en í henni
verða myndir frá ferlinum sem
hann hefur valið. Alls verða í
bókinni tæplega 650 myndir af
Page með gítarinn í fanginu eða
sér við hlið og ítarlegir mynda-
textar.
Bókin sú verður ekki gefins
því hvert eintak mun kosta um
80.000 krónur. Hátt verð bók-
arinnar skýrist af því að hvert
eintak verður í skinnbandi og
áritað af Page, en einnig verða
aðeins prentuð af henni 2.500
eintök.
Hvað ítarlegri ævisögu varðar
segir Page að það sé ekki tíma-
bært að skrifa hana strax. Hann
varð sjötugur í byrjun janúar sl.
Gítarleikarinn magnaði James
Patrick „Jimmy“ Page.
Dýr myndi
Page allur
Bókakaupstefnan í Frankfurt
hefst 6. október næstkomandi
og stendur til 10. október. Ljóst
er að sýnendur verða nokkru
færri en á síðasta ári og er því
um kennt annarsvegar að Kína
var í sviðsljósinu 2009 og því
metþátttaka þaðan, en einnig
hefur slæmt efnahagsástand í
Austur-Evrópu, og víðar í Evr-
ópu reyndar, dregið úr getu
manna til að vera með.
Sýnendur verða nú 6.930,
fimm prósentum færri en á síð-
asta ári
Gestir á bókakaupstefnunni í
Frankfurt voru 290.000 2009.
Færri sýna
í Frankfurt
LISTASAFN ÍSLANDS
Söfn • Setur • Sýningar
27. ágúst – 24. október 2010
Að elta fólk og
drekka mjólk
Húmor í íslenskri myndlist
Opið 12-17, fimmtudaga 12-21,
lokað þriðjudaga
www.hafnarborg.is
sími 585 5790
Aðgangur ókeypis
ÁR: málverkið á tímum
straumvatna
Sigtryggur Bjarni Baldvinsson
Þorvaldur Skúlason
Kaffistofa
leskró - barnahorn
OPIÐ: alla daga. kl. 12-18
AÐGANGUR ÓKEYPIS
www.listasafnarnesinga.is
Hveragerði
ÓNEFND KVIKMYNDASKOT, Cindy Sherman 16.5. - 12.9. 2010
SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 14 Dagný Heiðdal listfræðingur.
Síðasta sýningarhelgi.
EDVARD MUNCH 16.5. - 12.9. 2010
SUNNUDAGSLEIÐSÖGN kl. 14 Dagný Heiðdal listfræðingur.
Síðasta sýningarhelgi.
ÁFANGAR, verk úr safneign 16.5. 2010 - 31.12. 2012
Ókeypis aðgangur.
Fríkirkjuvegi 7, 101 Reykjavík, sími 515 9600
OPIÐ daglega kl. 11-17, lokað mánudaga
Allir velkomnir! www.listasafn.is
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ
Handritin – Saga þeirra og hlutverk um aldir.
ÍSLAND::KVIKMYNDIR 1904-2009. Þróun kvikmyndagerðar á Íslandi.
Um 100 íslenskar kvikmyndir, sem hægt er að skoða í fullri lengd.
„Íslendingar“. Ljósmyndasýning Sigurgeirs Sigurjónssonar og Unnar
Jökulsdóttur.
Þjóðarsálin fönguð í myndum og texta.
Þjóðin og náttúran. Íslensk dýralífsmynd fyrir börn og fullorðna.
Myndgerð: Páll Steingrímsson.
Í ljósi næsta dags. Sýning um þýðingarstörf, skáldverk og baráttumál
Sigurðar A. Magnússonar, rithöfundar.
ÞJÓÐMENNINGARHÚSIÐ, Hverfisgötu 15, Reykjavík
Opið daglega kl. 11.00 -17.00. www.thjodmenning.is
Listasafn Reykjanesbæjar
LJÓS // NÓTT. Vinsamlega snertið.
Verk Guðmundar R. Lúðvíkssonar
Bíósalur: Eldur og ís
Ljósmyndir Ellerts Grétarssonar
Byggðasafn Reykjanesbæjar
Bátasafn Gríms Karlssonar
Opið virka daga 11.00-17.00
helgar 13.00-17.00
Aðgangur ókeypis
reykjanesbaer.is/listasafn
VÍKINGAHEIMAR
Skipið Íslendingur og
sögusýning
- Söguleg skemmtun
VÍKINGABRAUT 1
- REYKJANESBÆ
Opið alla daga
frá 11:00 til 18:00
Sími 422 2000
www.vikingaheimar.com
info@vikingaheimar.com
„SIGGA HEIMIS“
11.9.2010 - 30.1. 2011
Mánudagskvöldið 13. sept. kl. 20,
heldur Sigga fyrirlestur um
hönnun sína í safninu, 2. hæð.
Aðgangur ókeypis, allir velkomnir.
Opið alla daga nema mánudaga
kl. 12-17.
Verslunin Kraum í anddyri
og kaffiveitingar.
Garðatorgi 1, Garðabær
www.honnunarsafn.is
Af lifun
Leiðsögn um sýningu
Magnúsar Árnasonar
laugardaginn
11. september kl. 14.
Opið mán.–fim. kl. 10–19,
fös. 11-17 og lau. 13-17.
Ókeypis aðgangur.
www.natkop.is
LISTASAFN
EINARS JÓNSSONAR
v/Hallgrímstorg og Freyjugötu
Opnunartími safnsins
1. júní–15. sept.: 14:00-17:00
alla daga nema mánudaga.
Aðgangur ókeypis
á sunnudögum.
Höggmyndagarðurinn
við Freyjugötu alltaf opinn.
Sími: 551 3797,
netfang: skulptur@skulptur.is
Listasafn Kópavogs
- Gerðarsafn
Gerður og Gurdjieff
Lífshlaup Kjarvals og fleiri
úrvalsverk í einkasafni Þorvaldar
og Ingibjargar
Kaffistofa
Opið alla daga nema mánudag
frá 11:00 til 17:00
Aðgangur ókeypis
www.gerdarsafn.is
ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS
LISTASAFN ASÍ
4. til 26. september
SVAVA BJÖRNSDÓTTIR
OG INGA RAGNARSDÓTTIR
„Tíminn fer ekki, hann kemur“
Opið 13-17 alla daga
nema mánud.
Aðgangur ókeypis
Freyjugötu 41, 101 Rvk
www.listasafnasi.is
GEYSISSTOFA –
MARGMIÐLUNARSÝNING
Í nútímalegu margmiðlunar-
safni á Geysi er að finna
margskonar fróðleik um
náttúru Íslands.
OPIÐ: alla daga 10.00-17.00.
AÐGANGSEYRIR: 1.000 KR.
Afsláttur fyrir námsmenn,
eldri borgara og hópa
Geysir í Haukadal, sími 480 6800
www.geysircenter.is
Sögustaðir - Í fótspor W.G. Collingwoods
Myndir Einar Fals Ingólfssonar og W.G. Collingwoods
Sýningin er hluti af Listahátíð í Reykjavík
Klippt og skorið – um skegg og rakstur
Endurfundir – Fornleifasýning fyrir alla fjölskylduna!
Skemmtileg safnbúð og Kaffitár!
Opið alla daga 10-17. Aðgangur ókeypis fyrir börn.
www.thjodminjasafn.is – s. 530 2200