SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Síða 23
12. september 2010 23
Ilan Volkov fæddist í Tel Aviv árið
1976. Faðir hans, Alexander Volkov,
var úkraínskur konsertpíanisti sem
flutti til Ísraels snemma á áttunda ára-
tugnum, en móðir hans, Shulamit Vol-
kov, prófessor í sagnfræði við háskól-
ann í Tel Aviv, er af þýsku bergi brotin
en fædd í Ísrael. Ilan Volkov ólst að
mestu upp í Ísrael en var mikið á far-
aldsfæti með foreldrum sínum vegna
tónleikahalds föður hans. „Ég var mik-
ið í Englandi og Þýskalandi sem barn
en Ísrael er mitt heimaland. Ég er ný-
fluttur þangað aftur ásamt sambýlis-
konu minni og þriggja ára dóttur.“
Sambýliskona Volkovs, Maya Du-
nietz, er líka tónlistarmaður, syngur og
leikur á píanó. Svið hennar er breitt,
spannar m.a. hljóðinnsetningar, kór-
tónlist, klezmer-músík, rokk og jafnvel
málm. „Upprunalega vorum við hvort á
sínum endanum en með árunum höf-
um við verið að nálgast hvort annað.“
Eins og gefur að skilja var æsku-
heimili Volkov baðað tónum og hann
lærði ungur á fiðlu og píanó, auk þess
að leggja stund á nám í tónsmíðum.
Þrettán ára steig hann fyrst á hljóm-
sveitarstjórapall og eftir það varð ekki
aftur snúið. Hann hafði fundið sína
köllun í lífinu. „Ég man ekki beinlínis
eftir að hafa tekið ákvörðun um að
verða hljómsveitarstjóri en áhuginn
var frá upphafi mikill, þannig að þetta
þróaðist svona. Mér fannst gaman að
spila á hljóðfæri en áhuginn beindist
snemma að stóru skepnunni.“
Hjá sama kennara og Rumon Gamba
Volkov lauk grunnnámi í Jerúsalem en
lagði stund á framhaldsnám í Kon-
unglegu tónlistarakademíunni í Lund-
únum. „Þar kynntist ég Rumon
[Gamba, fyrrverandi aðalhljómsveit-
arstjóra SÍ] en við vorum með sama
kennara enda þótt við værum ekki í
sama árgangi. Það var margt góðra
manna í skólanum á þessum tíma,
nægir þar að nefna Edward Gardner.“
Árið 1997 var Volkov ráðinn aðal-
hljómsveitarstjóri ungmennasveitar
Lundúnafílharmóníunnar og tveimur
árum síðar aðstoðarhljómsveitarstjóri
sinfóníuhljómsveitarinnar í Boston,
þar sem hann vann með Seiji Ozawa. Í
ársbyrjun 2003 tók Volkov við Skosku
BBC-hljómsveitinni, yngstur manna til
að gegna slíku starfi hjá BBC-
hljómsveitunum. Þegar samningur
hans rann út fyrir réttu ári var tilkynnt
að Volkov yrði aðalgestastjórnandi
hljómsveitarinnar næstu þrjú árin. „Ég
veit að þetta er frekar óvenjulegt fyr-
irkomulag en mér hefur líkað ákaflega
vel í Glasgow – og þeim greinilega við
mig – þannig að okkur var í mun að
finna flöt á áframhaldandi samstarfi.
Ég hefði ekki getað hugsað mér betri
hljómsveit til að hefja ferilinn með.“
Forveri Volkovs í Glasgow var eng-
inn annar en Osmo Vänskä, sem gerði
garðinn frægan með SÍ frá 1993-96.
„Osmo er frábær hljómsveitarstjóri,“
segir Volkov. „Við höfum hist nokkrum
sinnum og eigum sameiginlega vini.
Ég veit að hann er í miklum metum hér
á landi. Hann býr í Bandaríkjunum
núna og hefur nóg á sinni könnu.“
Undanfarin ár hefur Volkov verið á
ferð og flugi og litlar líkur eru á því að
álagið á ferðatöskuna komi til með að
minnka á komandi misserum. Hann er
mikið í Bretlandi, Frakklandi og
Bandaríkjunum en líka í Rússlandi,
Belgíu og á Norðurlöndunum, svo
dæmi séu tekin. Hann kann þessu lífi
vel. „Það eru forréttindi að fá tækifæri
til að kynnast hinum ýmsu hljóm-
sveitum, hinum ýmsu menning-
arsvæðum og miðla því sem ég ann –
tónlistinni.“
Áhuginn beindist snemma
að stóru skepnunni
Volkov fagnaði 34 ára afmæli í vikunni.
Morgunblaðið/Árni Sæberg
annað. Menn gleyma því hins vegar
stundum að undanfarin hundrað ár hafa
líka verið gjöful og tónskáld eru enn að
semja tónlist sem á brýnt erindi við okk-
ur. Þess vegna hef ég djúpa sannfæringu
fyrir því að sinfóníutónleikar eigi að vera
fjölbreytt upplifun og hef lagt mig fram
um að ná því markmiði. Ég er löngu
hættur að draga tónlist í dilka.“
Ertu þeirrar skoðunar að Sinfón-
íuhljómssveit Íslands sé heppilegur
vettvangur fyrir þessa hugmyndafræði?
„Það er hægt að innleiða þessa hug-
myndafræði hvar sem er en sennilega er
það auðveldara hér en víða annars staðar.
Sumar sinfóníuhljómsveitir eru svo of-
boðslega hefðbundnar í háttum. Kjarni
málsins er sá að sinfóníuhljómsveitir
verða að ögra áheyrendum sínum, þær
mega ekki detta niður á sama plan og til
dæmis sjónvarpið. Það ber ekki nægilega
virðingu fyrir áhorfendum sínum og fyrir
vikið koðna þeir niður í sófanum. Sú
upplifun á ekkert skylt við list. Ef þú
kemur bara á sinfóníutónleika til að
syngja eitthvað sem þú þekkir innra með
þér ertu á röngum stað. Tónleikar eru
ekki karíókí. Enda þótt þú hafir heyrt
tónlistina hundrað sinnum þarftu að
upplifa eitthvað nýtt í hvert skipti. Gildir
þá einu hvort við erum að tala um sin-
fóníu eða popp.“
Þarf ekki að búa á staðnum
Stundum hefur verið kvartað undan því
að aðalhljómsveitarstjóri SÍ búi ekki á
landinu. Er það liðin tíð að þess þurfi?
„Já, það er löngu liðin tíð. Þegar menn
unnu í fimm til sex mánuði á ári með
sömu sveitinni tók því að búa á staðnum
en í dag er enginn stjórnandi meira en 15
til 18 vikur á sama stað. Menn eru upp til
hópa á faraldsfæti. Það sem skiptir mestu
máli í mínum huga er að aðalhljómsveit-
arstjórinn sé virkur í skipulagi og starfi
sveitarinnar. Hans hlutverk er að huga að
heildarmyndinni og nostri hann við hin
smæstu atriði skiptir engu máli hvar í
heiminum hann er til húsa. Ég bjó til
dæmis aldrei í Glasgow meðan ég starfaði
þar en var eigi að síður stöðugt með putt-
ann á púlsinum. Við lifum á tölvuöld og
það er afskaplega einfalt að skiptast á
skoðunum við framkvæmdastjórnina
milli heimsálfa. Það er mín reynsla.“
SÍ hefur stundum verið gagnrýnd fyr-
ir að aðalhljómsveitarstjórar hennar
séu ekki nægilega sýnilegir út á við og
þrátt fyrir viðleitni hefur gengið misvel
að breyta þessu. Er þetta vandamál að
þínu viti?
„Þessi gagnrýni hljómar mjög kunn-
uglega, ég heyri þetta alls staðar sem ég
kem, frá Columbus, Ohio, til Strass-
borgar. Mín skoðun er sú að hljómsveitir
eigi að vara sig á því að leggja of mikla
áherslu á hljómsveitarstjórann. Hann er
bara partur af stofnuninni, hlekkur í
keðjunni. Tónleikar snúast hvorki um
hljómsveitarstjórann né einleikarann
heldur hljómsveitina alla og stemn-
inguna sem hún skapar. Ekkert frekar en
messan snýst um prestinn. Þegar upp er
staðið hverfist allt um hina sameiginlegu
upplifun. Þess utan leikur hljómsveit-
arstjórinn ekki eina einustu nótu, án
hljómsveitarinnar þjónaði hann því
býsna litlum tilgangi. Fyrir vikið hefur
mér alltaf þótt brýnt að hljómsveit-
arstjórinn sýni auðmýkt. Ég er ekki og vil
ekki vera forseti Bandaríkjanna.
Hafandi sagt þetta finnst mér sjálfsagt
mál að aðalstjórnandi hljómsveitar sé
sýnilegur út á við, taki þátt í kynning-
arstarfi og hitti fólk. Ég myndi aldrei
skorast undan því. “
Áhugasvið þitt er greinilega víðfeðmt.
Þú hlýtur samt að eiga þér uppáhalds-
tónlist, uppáhaldstónskáld? Hvað hlust-
arðu á þegar þú ert heima að slaka á?
„Það er einmitt vandamálið, ég lít ekki
á tónlist sem tæki til að slaka á,“ segir
Volkov hlæjandi. „Ég hlusta aldrei á tón-
list mér til fróunar eða yndisauka, ég er
alltaf að vinna þegar ég hlusta á tónlist.
Langi mig að slaka á fer ég út í náttúruna.
En svo ég reyni að svara spurningunni þá
spannar áhugasvið mitt fjölmarga stíla.
Um tíma hafði ég mikið dálæti á gömlum
hljóðritunum, frá þriðja, fjórða og
fimmta áratugnum og safnaði þeim.
Einkum fiðlu- og píanótónlist. Ég er að
mestu hættur því í dag.
Þegar ég var krakki hlustaði ég mikið á
Stravinsky og Bach en núna hef ég mest-
an áhuga á samtímatónlist, sköpuninni
sem er að eiga sér stað í augnablikinu.“
40 ára umhugsunarfrestur
Þig myndi þá reka í vörðurnar ef hringt
yrði í þig á eftir og þú beðinn um að
flytja þitt uppáhaldsverk á tónleikum?
„Já, ég færi í hönk,“ svarar hann
skellihlæjandi. „Það ylti algjörlega á
skapinu sem ég væri í hverju sinni. Ég er
þegar búinn að stjórna verkum sem mig
hafði lengi dreymt um, svo sem sjöttu
sinfóníu Mahlers, Turangalîla-sinfóníu
Messiaens, níundu sinfóníu Beethovens,
Brahms-sinfóníunum. Allt frá stríðs-
fákum til samtímans. Verkin komu eitt af
öðru. Ég hef verið mjög lánsamur.
Núna er áhugi minn á kórverkum
stöðugt að aukast, ég hef frekar lítið
glímt við þau hingað til. Eins óperur, ég
hef bara stjórnað fjórum óperum til þessa
dags. Ég kann ekki að meta allar óp-
erubókmenntirnar en þar er marga ger-
semina að finna.
Ég veit að ég er ekki að svara spurn-
ingu þinni en þú verður að virða mér til
vorkunnar að ég veit ekki svarið. Spurðu
mig aftur eftir fjörutíu ár!“
menn móttækilegir fyrir nýjum hugmyndum.
Morgunblaðið/Kristinn
Frá og með næsta vori verða heimkynni Sinfóníuhljómsveitar Íslands í tónlistarhúsinu Hörpu
við höfnina. Volkov bindur miklar vonir við bygginguna.