SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Síða 33
12. september 2010 33
Þ
egar píanó eru smíðuð er
nauðsynlegt að strengjum
slaghörpunnar sé haldið
föstum með styrkum
ramma. Þessir rammar eru oftast
byggðir úr smíðajárni. Frumefnið járn
eitt og sér er ekki alltaf sérlega gott
smíðaefni og þess vegna hafa þróast
aðferðir þar sem járnið er íbætt með
öðrum frumefnum til þess að skapa
nýja eiginleika. Málmeðlisfræðin
þekkir hina mismunandi eiginleika
sem fram koma við að bætt er t.d. kol-
efni, nikkel eða krómi í járnið. Þá er
talað um stál.
Járnsmiður sem kælir járn frá bráð
er í raun að mynda mismunandi krist-
alla eða fasa; við 1.538°C storknar járn-
ið og fær teningslaga byggingu; við
1.394°C ummyndast byggingin í svo-
kallaða flatarmiðja teningsbyggingu
sem nefnd er Austenít; við 912°C
hverfur járnið aftur að upprunalegu
teningslaga byggingunni. Bygging sem
reist væri úr venjulegu smíðajárni
myndi verða fyrir miklum áhrifum við
eldsvoða sem næði að hita járnið upp
þannig að það færi í gegnum mismun-
andi fasabyggingu.
Elstu minjar járnhluta hafa fundist í
Gerzah í Egyptalandi og eiga örugglega
uppruna í loftsteinum. Járnið hafði
mikla yfirburði yfir brons, einkum
varðandi hörku og styrk. Hittítar eru
taldir hafa verið fyrstir til að vinna járn
úr járngrýti. Jobsbók biblíunnar getur
um járnvinnslu úr jörð. Í Njáls sögu
stjórna þær stöllur Hallgerður og Berg-
þóra húskörlum við kolagerð til notk-
unar við vinnslu járns úr mýrarrauða
inni í Fljótshlíð. Kolefni og íblöndun
þess er einmitt einn af lykilþáttum
margra einkenna járns og járnmelma,
enda þótt eðlisfræðin á bak við það
yrði ekki þekkt fyrr en á átjándu öld.
Í járnfræðum má breyta eiginleikum
verulega með íbót kolefnis. Með til-
tölulega lágu innihaldi kolefnis (0,1-
0,2%) verður til sterkt efni sem t.d. er
notað í burðargrindur bíla. Með aukn-
ingu í allt að 1% verður til efni sem
hentar í fjaðrir og víra. Með hækkandi
kolefnismagni má nota afurðina í öxla,
en þegar magnið fer yfir 2% er talað
um steypujárn. Steypujárn var líklega
fyrst notað í Kína um hálfu þúsundi ára
fyrir Krists burð.
Íslendingar hófu að byggja mikla
stálhörpu á fyrstu árum nýs árþús-
unds. Þarna er nýja tónlistarhúsið
Harpa. Á hliðum hennar verður litgleri
komið fyrir í römmum sem gerðir eru
úr stáli, listaverk sem ljær húsinu sér-
staka fegurð. Stálrammi sem rís tugi
metra til himins þarf að hafa mikinn
burð. Efnið í hann þarf að vera í senn
sterkt og suðuhæft, sem tengja má
öðrum hlutum byggingarinnar með
logsuðu. Þá skiptir miklu máli að járn-
melmið, blandan sem notuð er, sé rétt
valin. Ef kolefnismagnið er of mikið,
verður til stökkur veggur sem ekki
hentar nógu vel. Bæði er hann óhent-
ugur til suðu – og getur verið of stökk-
ur til þess að halda burði í vindum og
vetrarkulda við Faxaflóann.
Líklega var þetta vandinn sem blasti
við byggingaraðilum í Hörpunni í
Reykjavík árið 2010. Greining á stálinu
sem tekið var og skoðað með rafgas-
ljósgreini og kolefnisofni Nýsköpunar-
miðstöðvar Íslands benti til þess að of
hátt hlutfall kolefnis væri í smíðaefn-
inu. Þetta hlutfall er ekki hægt að
lækka á staðnum; það krefst þess að
nýr rammi verði smíðaður úr efni með
rétt kolefnisinnihald. Aðstandendur
byggingarinnar brugðust hárrétt við
og gerðu ráðstafanir til að fá nýjan
vegg.
Vonandi rís stálharpan við Arnarhól
sterkari eftir þessar hremmingar. Hún
á eftir að verða vettvangur fagurra lista
og vitnisburður um þekkingu á bygg-
ingartækni og efnisnotkun þeirra sem
reistu hana.
Menningarhús varðveitir í senn list-
menningu og tæknimenningu þjóðar.
Stálharpan með sérfræðinga NMÍ í stálgreiningu: f.h. Ingólfur Þorbjörnsson, Að-
alsteinn Arnbjörnsson og Birgir Jóhannesson.
Stálharpan
Tæknimenning
Þorsteinn Ingi Sigfússon
Prófessor og forstjóri
Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands.
tísk heildarhugsun. Þar ægir saman ólík-
um sjónarmiðum og sum þeirra byggjast
alls ekki á því að misréttið búi í þjóð-
félagsgerðinni. Ég er ekki að segja að þessi
sjónarmið séu eitthvað röng í sjálfu sér en
í þeim er ekki að finna neina heildstæða
vinstristefnu. Ég vil taka það strax fram
að þessi gagnrýni mín beinist ekki gegn
Steingrími J. sem slíkum. Ég met Stein-
grím J. mikils sem persónuleika og vil
endilega sjá hann við stjórnvölinn. Hann
þarf bara að breyta um stefnu, eða réttara
sagt, taka upp stefnuna sem hann var
kosinn til að fylgja. Ég vísa til hins forn-
kveðna að vinur er sá er til vamms segir.
Vandi stjórnmálamanna er ekki þeir sem
gagnrýna þá heldur jáhirðin í kringum
þá, bitlingasnatarnir, metorðstritararnir
og þeir sem halda að þeir eigi alltaf að
vera þægir og að gagnrýni lýsi óánægju.
Það er andi gamla nýfrjálshyggjutímans
að tortryggja gagnrýnendur; þeir eru
beiskir og bitrir af því þeir standa ekki
inni í hitanum hjá hirðinni. Þess vegna er
engin umræða í stjórnmálaflokkunum,
bara valdabarátta. Ég vil sjá stjórn-
málamenn sem þora að segja: Mig hefur
borið af leið. Ég ætla að mótmæla sjálfum
mér. Alvörustjórnmálamenn segja eins og
Roosevelt Bandaríkjaforseti sagði við
verkalýðsleiðtogana sem komu til hans
með kröfur sínar. Roosevelt sagði: „Ég get
ekki gert þetta fyrir ykkur, en þið getið
látið mig gera þetta.“ Slíkir stjórn-
málamenn óttast ekki fólkið, óttast ekki
aðgerðir og mótmæli, heldur hlusta og
taka undir þær kröfur sem fá hljómgrunn.
Þannig fá þeir einnig hljómgrunn og
verða minnisstæðir stjórnmálamenn.
Stjórnmálamenn okkar gera öfugt við
þetta, þeir eru í sjálfsvörn og gera alltaf
það sem hentar kerfinu og tileinka sér
sjónarmið sem hæfa stöðu þeirra. Gylfi
Magnússon sem gagnrýndi bankakerfið
sem fræðimaður og mótmælandi var allt í
einu orðinn einn helsti verjandi þess. Það
er eins og bankakerfinu hafi verið spark-
að upp í fangið á stjórninni og hún varið
það og sé svo ánægð með vörn sína að hún
sleppi ekki af því takinu nema þegar það
hentar henni, þá kemur henni það ekki
við.
Það er ákveðin kaldhæðni að allt í einu
er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn, sem búið
var að dæma úr leik, mættur á svæðið og
tekinn til óspilltra málanna. Það er sagt að
kreppan hafi komið eins og himnasend-
ing fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn. Áður
en hún skall á var hann stofnun í gjör-
gæslu. Fæst þróunarlöndin virtu hann
viðlits. Skopast var að getuleysi hans til
að sjá fyrir kreppur í nýmarkaðslöndum
Asíu og Austur-Evrópu. Og ekki nóg með
það: Svör hans við þessum kreppum juku
oftast á vandann. Hann var jafnvel kall-
aður inn á teppið af eftirlitsaðilum vegna
lélegrar stýringar á sínum eigin sjóðum.
Stefna hans og fyrirmæli var álitin
ósveigjanleg og hugmyndasnauð, sömu
nálguninni var beitt á gjörólík hagkerfi og
aðstæður. Bæði tíundi áratugurinn og
fyrstu ár þessarar aldar voru sjóðnum
sérstaklega erfið: hagfræðingar hans og
pólitískir ráðgjafar skildu næsta lítið í
kreppunum sem þeim var falið að fást við.
Þar eru nefnd til sögunnar lönd eins og
Taíland, Suður-Kórea, Tyrkland og Arg-
entína. Þar sem kreppan stafaði af tak-
markalausri sóun einkaaðila kröfðust þeir
aukins afgangs á fjárlögum. Þar sem
kreppan stafaði af eignarýrnun lögðu þeir
áherslu á háa vexti og aðhaldssama pen-
ingastefnu. Til að mæta efnahagslegum
samdrætti ráðlögðu þeir aðhaldssöm fjár-
lög með niðurskurði í opinberum út-
gjöldum. Ríkisstjórn sem vill að við fórn-
um okkur fyrir fjármálaelítu heimsins og
ríkisstjórnir á hennar snærum, er ekki að
hlusta eftir félagslegum lausnum. Al-
menningur hefur ekkert verið spurður,
enda fer hann í vaxandi mæli út á götur
heimsins og segir: „Við neitum að axla
ábyrgð á kreppu fjármálaelítunnar.“ En
við erum með ríkisstjórn sem heyrir ekki
glamrið í pottunum sem kom henni til
valda, tekur ekki mark á Nei-inu sem
þjóðin sagði í atkvæðagreiðslunni í byrjun
mars. Það er því ekki við miklu að búast,
nema bráðum á að dimma og þá kann að
hitna í kolunum.
Morgunblaðið/Ómar