SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Síða 34
34 12. september 2010
Í
aldaraðir hafa forfeður systkinanna Nyandwi Sagahutu og
Herenu Nyiramanego búið í frumskógunum í Austur-Kongó og
veitt og safnað sér til matar. Systkinin tilheyra Bambuti-
þjóðinni, eða Mbuti-fólkinu, sem í dag telur um 30 til 40 þús-
und manns. En nú er frumskógurinn ekki lengur það skjól og sú
matarkista sem hann hefur hingað til verið. Bambuti-fólkið hefur
þurft að flýja stríðandi fylkingar sem leynast í skógunum í blóðugri
borgarastyrjöld sem nú stendur yfir.
Fólkið hefur safnast saman í litlum
þorpum í námunda við stórborgir og
hefur þurft að umbylta lífsháttum
sínum, lífsháttum sem í þúsundir ára
hafa tilheyrt samfélagi þeirra.
En fleira en borgarastyrjöld hefur
komið til. Bambuti-fólkið hefur
einnig þurft að hörfa út úr skóginum
vegna gífurlegrar eyðingar hans og
friðunar sem í kjölfarið hefur verið
gripið til á umfangsmiklum svæðum.
Þá mætir þetta smávaxna fólk for-
dómum annarra og valdameiri þjóð-
arbrota í Kongó. Í dag býr því hluti
þess við sára fátækt og harðræði, að
mati mannréttindasamtaka sem kannað hafa aðstæður þess.
Líklegt er talið að Bambuti-fólkið sé frumbyggjar í Kongó. Og
hugsanlegt er að þessi þjóð sé ein sú síðasta sem veiðir sér og safnar
til matar í þykkum skógunum. Bambuti-fólkið hefur í gegnum ald-
irnar haldið til í litlum hópum og veitt sér smádýr á borð við antil-
ópur og villisvín til matar auk þess sem það safnar hunangi, rótum,
jurtum og berjum. Það þekkir skógana og það sem þeir hafa upp á að
bjóða sem og hættur sem þar er að finna, út og inn en í Kongó heldur
það flest til í Ituri-frumskóginum í austurhluta landsins. Á
búsvæðum þeirra hefur tíminn staðið kyrr. Fólkið sem þar býr enn
kýs einangrunina og að búa fjarri „þægindum“ hins vestræna heims.
Þar er til dæmis hvorki rennandi vatn né rafmagn. Talið er að Bam-
buti-fólkið búi í skógunum við ein frumstæðustu skilyrði sem um
getur í veröldinni. Þessum fornu lífsháttum er nú ógnað, ekki síst
vegna þess að veiðimenn leita sífellt lengra inn í skógana í leit að
villibráð. Og þessi verslun er umfangsmikil og Bambuti-fólkið verð-
ur undir í baráttunni. Smám saman færist það fjær frumskógunum
og nær stórborgunum. Þar með mun hverfa árþúsunda gömul
menning mannfólksins sem fyrst byggði Afríku.
Veiðimaðurinn
Nzamburba stillir sér upp með þjóðlega loð-
húfu sem gerð er úr skinni af kattardýri. For-
feður hans veittu sér til matar í skógunum.
Á leið til vinnu
Mugambe Nyirabwende leyfir ljósmyndara að
mynda sig fyrir utan heimili sitt áður en hún
heldur til starfa sinna á ökrunum.
Við brunninn
Nokkrum sinnum á dag safnast íbúar þorpsins saman við sameiginlegan
brunn til að sækja vatn. Fólkið tilheyrir Bambuti þjóðinni sem áður bjó
lengst inn í þéttum frumskógum Afríkuríkisins Kongó.
Á flótta
undan ófriði
Borgarastyrjöld sem teygir anga sína
langt inn í frumskóga Afríkuríkisins
Kongó, skógareyðing og ofveiði hafa
þröngvað Bambuti-þjóðinni til að
hverfa frá ævafornum lífsháttum.
Sunna Ósk Logadóttir sunna@mbl.is
Heimkynni
Bambuti fólksins
Lýðveldið
Kongó