SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Side 42

SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Side 42
42 12. september 2010 Þ ú heldur ekki góðum manni niðri“, segir máltækið, leikarinn, fram- leiðandinn, handritshöfundurinn og leikstjórinn Ben Affleck er gott dæmi um þá staðreynd. Affleck, sem er að nálgast fertugt, hefur átt litríkan feril í kvik- myndaheiminum. Byrjaði eins og svo marg- ur í sjónvarpsauglýsingum þaðan sem leiðin lá í smáhlutverk á skjánum. Það kom fljót- lega í ljós að hér var metnaðarfullur náungi á ferðinni, eða eftir að hann lék í tveimur myndum eftir Kevin Smith; Mallrats og hinni óborganlegu Chasing Amy, þar sem hann sýndi og sannaði hversu skynsamur og fær leikari hann er. Affleck flutti frá Kaliforníu til Massachusetts og kynntist þá fljótlega öðrum Boston-búa, sínum góða vini og félaga, Matt Damon. Leið þeirra lá saman til Hollywood þar sem það lá ljóst fyrir eftir nokkrar með- almyndir að þeir yrðu hreinlega að semja handrit, og það bitastætt, til að fá fram- bærileg hlutverk. Ævintýrin gerast enn, því ekki stóð á handritinu, aukinheldur reyndust þeir stór- snjallir pennar og útkoman varð Good Will Hunting. Myndin sópaði til sín gestum, lofi og loks fékk hún tæpar 10 óskarstilnefningar og verðlaunin sjálf runnu til þeirra félaga fyrir handritið. Nú hófust dýrðardagar en næstu vikur munu skera úr um hvort Affleck hefur aftur hitt naglann á höfuðið því hann hefur lokið við nýja mynd, The Town, þá fyrstu sem hann skrifar, leikur í, leikstýrir og fram- leiðir. Hans veigamesta verk frá hinni 13 ára gömlu Good Will Hunting. Affleck er að frumsýna myndina sína þessa dagana á kvik- myndahátíðinni í Feneyjum sem nú stendur yfir og síðan í Toronto í næstu viku. Mun leikarinn og kvikmyndagerðarmaðurinn sjálfur verða viðstaddur og sitja fyrir svör- um, það liggur í augum uppi að gengi The Town hefur geysilega þýðingu fyrir Affleck, bæði hvað snertir aðsókn og dóma. Gengi hans hefur farið fallandi undanfarin ár og mislukkað ástasamband hans við Jennifer Lopez varð ekki til að bæta ímyndina. Að kvikmyndahátíðunum loknum fer þessi metnaðarfulla mynd um rán og mannlegar tilfinningar í dreifingu vestra hinn 17. sept- ember (hér heima í október). Fyrir fáeinum dögum bauðst undirrit- uðum að sjá The Town (nafnið er dregið af úthverfi í Boston) og hreifst af. Affleck er bjartsýnn sökum þess góða orðspors sem fer af myndinni, sem er mikilvægasta verk Af- flecks í mörg ár og álitið hafa alla burði til að lyfta nafni hans aftur hátt á loft og sanka að sér áhorfendum í leiðinni. Ekki veitir af, eftir að hafa tekið þátt í kassastykkjum á borð við Armageddon og óháðum vinsælum gang- myndum líkt og Jay and Silent Bob Strike Back tóku við mögur ár hortitta þar sem Gigli og Surviving Christmas skröpuðu botninn. Síðan leikstýrði hann Casey bróður sínum með undragóðum árangri í Gone Baby Gone, sem minnti á þau stóru loforð sem Good Will Hunting gaf undir lok 20. aldarinnar. „Það er erfitt að sverja af sér mynd þegar maður hefur skrifað, leikstýrt og leikið í henni,“ sagði Affleck fyrir skömmu þegar hann var að kynna The Town líkt og tilraun til að finna sinn stað upp á nýtt, en kvik- myndaiðnaðurinn hefur ekki vitað upp á síð- kastið hvar ætti nákvæmlega að staðsetja hann. Á kvikyndahátíðinni í Toronto verður The Town ein af u.þ.b. 10 myndum sem kunnir leikarar leikstýra. Þar verður m.a. Robert Redford með The Conspirator; Clint Eastwo- od með Hereafter; Philip Seymour Hoffman með Jack Goes Boating og Tony Goldwyn kemur með Conviction. Hreint ekki sem verstur félagsskapur. Affleck frétti fyrst af áhuga Warner Bros á að fá hann til að leikstýra The Town eftir að Gone Baby Gone (’07) var frumsýnd við góð- an róm gagnrýnenda, ekki síst fyrir leik- stjórn Afflecks og handrit. Þetta var ódýr, óháð mynd frá Miramax sem tók inn um 20 milljónir dala sem taldist mjög ásættanlegt. The Town er byggð á skáldsögunni Prince of Thieves eftir Chuck Hogan, sem fjallar um glæpi, ástir og fjölskyldumál í Charlestown- hvefinu í Boston. Það hefur verið vettvangur óvenjumikils fjölda bankarána og brynvar- inna peningaflutningabíla. Affleck mun hafa haft allan vara á því að taka að sér verkefnið því annar leikstjóri, Bretinn Adrian Lyne, hafði gefist upp á því skömmu áður. Eins vildi hann ekki láta bendla sig of mikið við þetta verkamannahverfi í Boston, hverfi sem kemur mikið við sögu í Good Will Hunting og Gone Baby Gone. Warner studdi lengi vel hugmyndir Lynes, sem voru langdregnari með sjónarhornið límt við ástarsöguna, og svo fór að lokum að Affleck var fært verkið upp í hendurnar. Sögur herma að með tímanum hafi The Town orðið gæluverkefni hjá Warner og tveir af æðstu mönnum þess, Jeff Robinov og Alan F. Horn, hafi fljótlega séð hæfileika í Affleck sem minntu þá blessunarlega á æðstu goð- sögn fyrirtækisins, Clint Eastwood. Warner-menn halda því blákalt fram að Boston sé kjörumhverfi Afflecks og honum álíka mikils virði og New York er Martin Scorsese, en þess má til gamans geta að framleiðandi myndarinnar er Graham King, sem m.a. fjármagnaði The Departed eftir Scorsese (sem gerist reyndar í Boston). The Town kostaði „litlar“ 40 milljónir dala og það hefur sannarlega rofað til á ferli leik- ara sem hefur verið bæði vanmetinn og óheppinn að undanförnu. Ben Affleck í essinu sínu á rauða dreglinum í Feneyjum í vikunni. Reuters Ben Affleck aftur á siglingu Ef einhver heldur að Af- fleck sé búinn á því þá er það mikill misskilningur, nýja myndin hans, The Town, er með því besta sem hann hefur gert. Sæbjörn Valdimarsson saebjorn@heimsnet.is Leikstjóri: Clint Eastwood. Aðalleikarar: Clint Eastwood, George Kennedy, Jack Cassidy. 123 mín. Áhorfandinn þarf ekki að sitja lengi yfir þessari vinsælu mynd Eastwoods til að hnjóta um áberandi ellimörk. Myndin er nefnilega gerð á þeim tíma meðan það þótti svalt að í dæmigerðum „karlamyndum“, brygði fyrir dá- litlum skammti af kvenfyrirlitningu, kynþáttahatri og hommafóbíu. Enda þessi orð illskiljanleg, vart hægt að segja að þau væru til fyrir 35 árum. Alla vega viktuðu þau létt í spennumyndabransanum. The Eiger Sanction er á hinn bóginn mikilfengleg mynd enn þann dag í dag og prýðileg afþreying þegar ekki er verið að hnjóta um fyrr- nefnd hugtök. Hún er byggð á Mannaveiðum, einni af metsölubókum hins dularfulla Trevanians, sem enginn vissi hver var fyrr en komið var framá 21. öldina. Þá kom í ljós að þessi bráðsnjalli spennusagnahöfundur var, af öllum mönnum, prófessor við listaháskóla (rétt eins og að- alsöguhetjan í Mannaveiðum, dr. Jonathan Hemlock). Aukastarf Hemlocks var hins vegar mun varasamara en skriftir Trevanians, því á bak við tjöldin er hann atvinnu- morðingi á vegum hins opinbera. Myndin hefst á því að yf- irmenn hans í leyniþjónustunni gera honum tilboð sem erfitt er að hafna, ef hann útrýmir tveim njósnurum. Hem- lock er ekki við eina fjölina felldur, er auk fyrrgreindra starfa listaverkasafnari, kvennamaður og fjallgöngugarp- ur, sem kemur sér vel því hann á að fletta ofan af svikurum í hinni hrikalegu Norðurhlið (The North Face), Eigerfjalls- ins. Tökurnar eru hrífandi ósviknar og svimandi, ekki síst í upphafi er Hemlock æfir sig við klifur á hinum fræga drang, The Deviĺs Finger, í Monument Valley. Cassidy (sem lést langt fyrir aldur fram), lífgar upp á spennuna sem lit- ríkur hommi og skítseiði og Kennedy á hér einn sinn besta leik. Það þarf vart að taka fram að kvenþjóðinni bregður helst fyrir á nærbrókinni. Einkum fyrir spennufíkla, fjall- göngumenn og Eastwood-aðdáendur. saebjorn@heimsnet.is Kvikmyndaklassík – The Eiger Sanction – Mannaveiðar (1975) bbb Nauðvörn í Norðurhlíð Clint Eastwood og George Kennedy í The Eiger Sanction. Laugardagur 11. sept. 2010 kl. 22.30. Leikstjóri er Oliver Stone. Aðal- leikendur: Nicolas Cage, Maria Bello, Michael Peña og Jay Hern- andez. Bandarísk. 2006. Flestir muna hvar þeir voru staddir á þeim hörmulega degi þegar múslimskir hryðjuverka- mann unnu ódæðisverkin á bygg- ingum í Bandaríkjunum. Í dag eru níu ár liðin frá svívirðunni. Stone er kunnur fyrir létt ofsóknaræði í myndum sínum og ádeilur á stjórnmálamenn og oftast ósátt- ur. Að þessu sinni fer hann ekki með neinu offorsi heldur dregur fram mannlegu hliðina á voða- verkinu, sýnir það frá sjónarhóli tveggja slökkviliðsmanna (Cage og Hernandez) og fjölskyldna þeirra. Slökkviliðsmennirnir hefja daginn eins og hvern annan í Tví- buraturnunum, en öllum að óvör- um er árásin gerð og þeir sitja fastir undir brakinu úr turnunum eftir árásina og bíða björgunar. Mögnuð lýsing á níðingsverkinu og leikstjórinn er óvenju yfirveg- aður með áhugavert sjónarhorn á atburðarásina. Nýtur góðra tæknimanna og leikara í aðal- hlutverkunum. saebjorn@heimsnet.is Mynd helgarinnar í sjónvarpinu Tvíburaturn- arnir (World Trade Center) Reuters Kvikmyndir

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.