SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Qupperneq 7
12. september 2010 7
Leikkonan Kim Cattrall veifar til
áhorfenda af rauða dreglinum er
hún mætir til sýningar á „Meet
Monica Velour“ á Deauville-
kvikmyndahátíðinni á föstudag.
Í myndinni fer hún með hlut-
verk fyrrverandi klámmynda-
stjörnu, Lindu Romanoli, sem
hefur lifibrauð af því að dansa á
fatafelluknæpu. Cattrall, sem er
54 ára, gaf nýlega fyrirheit um
að hún væri fús að leika í þriðju
kvikmyndinni um beðmál í
borginni.
Beðmál á
bíótjaldi
Reuters
N
orman Greenbaum
er líklegast nafn
sem fæstir kannast
við en hins vegar
kannast flestir við lag hans,
Spirit in the Sky, sem seldist í
tveimur milljónum eintaka ár-
in 1969 og 1970. Texti lagsins
er fremur á andlegu nótunum
en annars er lagið sambland
gítarspils og klapps, mjög í
anda þess tíma sem það var
samið. Innblástur lagsins ku
Greenbaum hafa fengið eftir
að hafa séð kántrísöngvarana
Dolly Parton og Porter Wago-
ner syngja trúarlegt lag í sjón-
varpinu. Lagið komst í sjö-
unda sæti yfir 100 vinsælustu
lög sjöunda áratugar síðustu
aldar og er enn vinsælt í dag
en það hefur verið notað í
fjölda kvikmynda, auglýsinga
og sjónvarpsþátta.
Dósaskinka og eggaldin
Greenbaum er oftast sagður
vera einnota poppstjarna, það
er að segja hann kom aðeins
fram með eitt lag sem sló í
gegn. Hann átti þó nokkra
slagara í viðbót eins og t.d.
The Eggplant That Ate Chicago
sem hann gaf út undir hljóm-
sveitarnafninu Dr. West’s Me-
dicine Show and Junk Band.
Árið 1970 gaf hann síðan út
lag með hinum mjög svo at-
hyglisverða titli Canned Ham
en síðasta lag hans inn á
bandaríska vinsældalistann,
California Earthquake, var
hálfgert flopp og komst aðeins
í 93. sæti árið 1971.
Lifir á höfundarréttinum
Greenbaum hefur aldrei verið
mikið fyrir sviðsljósið og það
hefur ekkert breyst í gegnum
árin. Þau skipti sem hann hef-
ur komið fram í bandarísku
sjónvarpi eru teljandi á fingr-
um annarrar handar og hann
býr nú og lifir rólegheitalífi á
bóndabæ í Kaliforníu. Hann
kemur ekki lengur fram op-
inberlega heldur hefur það
náðugt og lifir af höfund-
arréttinum af Spirit in the
Sky.
maria@mbl.is
Hvað varð um ...
Norman Greenbaum
Norman Greenbaum hefur elst aðeins frá Spirit in the Sky.
FJÁRMÁLARÁÐGJÖF | landsbankinn.is | 410 4000
Landsbankinn kynnir röð fjármálanámskeiða fyrir almenning undir yfirskriftinni
Fimmtudagskvöld eru fjármálakvöld. Markmið þeirra er að auðvelda fólki að
öðlast betri yfirsýn yfir fjármálin.
E
N
N
E
M
M
/
S
ÍA
/
N
M
4
3
4
9
3
N
B
I
h
f
.
(
L
a
n
d
s
b
a
n
k
in
n
)
,
k
t
.
4
7
1
0
0
8
-
0
2
8
0
.
Næstu námskeið
23. september kl. 20
Útibúið í Grafarholti, Vínlandsleið
30. september kl. 20
Útibúið í Keflavík, Hafnargötu 57
7. október kl. 20
Félagsmiðstöðin Hlymsdalir
Miðvangi 6, Egilsstöðum
Skráning og nánari upplýsingar á
landsbankinn.is og í síma 410 4000.
Á næstu fjármálakvöldum verður farið yfir helstu breytingar
sem gerðar voru á réttindum og greiðslum lífeyrisþega
frá Tryggingastofnun ríkisins á árinu 2009. Starfsfólk
á Réttindasviði TR kynnir breytingarnar og svarar
fyrirspurnum ásamt sérfræðingum bankans.
Allir velkomnir.
Námskeið um
réttindi lífeyrisþega
landsbankinn.is/fjarhagur
Blogg og hljóðpistlar um fjármál.