SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Qupperneq 51
12. september 2010 51
byrja á þessu verkefni var ég mikið að
skoða verk Kandinskys, lá í verkunum og
las um hann. Ég held að það hafi haft áhrif.
Mestu áhrifavaldarnir á fagurfræðina í
verkunum voru þeir Kandissky og Kant, en
þá á ég við skrif Kants um ægifegurðina.“
Þegar náttúran verður að umhverfi
Í verkum Péturs á sýningunni Thomsen &
Thomsen í Ljósmyndasafni Reykjavíkur,
má sjá myndir sem hann hefur tekið á ný-
byggingasvæðum á Reykjavíkursvæðinu,
þar sem framkvæmdirnar ryðja sér leið inn
í hraun og ósnortna náttúru. Þar má finna
fyrir bankahruninu; þessir stóru atburðir,
eins og virkjanaframkvæmdirnar og hrun-
ið verða Pétri að myndefni.
„Það er satt en ég var reyndar farinn að
mynda framkvæmdir í Reykjavík nokkru
fyrir hrun. Það var svo öfgafullt hvernig
Reykjavík var að þenjast út. Ef maður taldi
íbúðir í byggingu og deildi í með mann-
fjöldanum var auðvelt að sjá að þetta gekk
ekki upp. Ég fékk mikinn áhuga á að
mynda þessi mörk þar sem náttúran er að
verða umhverfi. Þaðan kemur titillinn á þá
myndröð, Umhverfing. Ég er enn að vinna
að þeim myndum og verð það næsta árið.“
Fullgildur miðill innan myndlistar
Eins og margir aðrir ljósmyndarar virðist
sem Pétur vinni ávallt í stórum mynd-
röðum, með ákveðin efni.
„Ég hef alltaf átt erfitt með að vinna á
annan hátt. Ég væri því vonlaus félagi í
ljósmyndaklúbbi, því ég á mjög erfitt með
að fara út og taka mynd af sólarlagi eða
einhverju slíku, nema það tengist á ákveð-
inn hátt einhverju sem ég er að fjalla um á
ákveðinn hátt. Það þarf að vera ástæða til
að ég fari út og taki myndina. Ég verð að
hafa umfjöllunarefni í verkunum.
Ljósmyndir sem eru ekkert nema um-
búðir finnast mér ekki flottar nema í
fimm mínútur.
Í minni myndlist verður að vera fjallað
um eitthvað, eins og viðhorf manna til
landsins, hvernig land er nýtt eða hvern-
ig maðurinn breytir náttúrunni í um-
hverfi.“
Pétur segist mjög ánægður með að Að-
flutt landslag verði nú sett upp í sal eitt í
Listasafni Íslands, sal sem hefur oft verið
lagður undir lykilverk íslenskrar lista-
sögu. Þetta er einungis önnur einkasýn-
ing íslensks ljósmyndara í safninu.
„Það er ánægjulegt að sjá að ljós-
myndamiðillinn er loksins að fá við-
urkenningu innan íslensku listasafn-
anna. Það sem hefur þótt sjálfsagt hjá
flestum öðrum þjóðum er loksins að fá
viðurkenningu hér. Ljósmyndin er full-
gildur miðill innan myndlistarinnar.“
Ljósmynd/Pétur Thomsen
’
Ég á mjög erfitt með
að fara út og taka
mynd af sólarlagi eða
einhverju slíku, nema það
tengist á ákveðinn hátt ein-
hverju sem ég er að fjalla
um á ákveðinn hátt. Það
þarf að vera ástæða til að
ég fari út og taki myndina.
Ég verð að hafa umfjöll-
unarefni í verkunum.
Verkið Aðflutt landslag, AL7_25d, úr
myndröð Péturs Thomsen frá framkvæmd-
unum við Kárahnjúkastíflu.