SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Blaðsíða 53
12. september 2010 53
Þ
að eru óvænt og ánægjuleg tíðindi að ís-
lenskt bókaforlag gefi út metnaðarfulla
bók með verkum erlends ljósmyndara,
verkum sem flokkast ekki undir glamúr
eða yfirborðsmennsku heldur fjalla um heiminn
eins og hann er í raun og veru. Verk norska ljós-
myndarans Kens Oppranns má flokka sem fé-
lagslega heimildaljósmyndun, en í þessari þykku
bók gefur hann fólki innsýn í birtingarmyndir
helstu trúarbragða heimsins.
Samkvæmt Opprann liggur að baki verkunum
löngunin til að grípa stöku augnablik í lífi trúaðra
manna og lýsa þeim á mynd. Hann kveðst ekki
vera trúaður sjálfur og tekst kannski þess vegna að
nálgast þessa ólíku heima með opnum huga.
Bókin skiptist í fimm kafla, um hindúasið,
kristindóm, gyðingdóm, búddasið og íslam.
Fremst í hverjum kafla er knappur en furðu upp-
lýsandi kafli um hvern sið, enda eru þeir ritaðir af
sérfræðingum á sínu sviði. Ljósmyndirnar fá síðan
að njóta sín, sumar stakar á síðu en flestar fylla
opnu, án skýringatexta. Aftast í hverjum kafla
birtast myndirnar síðan litlar með myndatextum
og er það heppilegt fyrirkomulag, því þannig
truflar textinn ekkert hina sjónrænu upplifum.
Bók Oppranns byggist nefnilega á því að hann
flytur áhorfandann með sér á staðinn; m.a. að
Grátmúrnum með gyðingum, á Kumbh Mela-
hátíðina með hindúum, til föstudagsbæna með
múslimum úti á götu í Peshawar, í fjarlæg hof
búddista í Austurlöndum og inn í kirkjur sem
kristnir hjuggu í fyrndinni út í kletta í Eþíópíu.
Þetta eru svarthvítar myndir, og er það vel, því
með formhreinni nálguninni í svarthvítu vinnur
ljósmyndarinn með heillandi hefð, um leið og
hann rýfur atburðina út úr hversdagsleika litflæð-
isins í nánast tímalausri nálguninni. Opprann er
alls ekki fyrstur til að skrásetja hina trúuðu á
þennan hátt, má til að mynda nefna merkilegar
myndraðir Magnumljósmyndarans Abbasars, en
sköpunin er einlæg og margar myndanna mjög vel
heppnaðar. Einkum takast vel víðlinsumyndir,
þar sem ljósmyndarinn er sjálfur nánast þátttak-
andi, en heimildaljósmyndir teknar með aðdrátt-
arlinsu, án vitundar fyrirsætunnar, lukkast síður.
Það er lykilatriði í þessu verki að prentunin er
afar góð, en sú er ekki alltaf raunin á svarthvítum
myndum. Eini gallinn á prentverkinu er að á
stundum falla aðalatriði á myndum niður í kjölinn.
Bók Oppranns um trúarbrögðin er eigulegur
gripur fyrir alla áhugamenn um skapandi ljós-
myndun, auk hinna trúuðu, en hér er heimurinn
sýndur eins og hann er, í öllum sínum aðdáun-
arverða fjölbreytileika.
Heillandi myndheimar
Bækur
Trú – Mannfólkið andspænis guði sínum
bbbbn
Ljósmyndir eftir Ken Opprann. Prentun: Fälth & Hässler,
Svíþjóð. Útgefandi: Opna 2010. 328 bls.
Einar Falur Ingólfsson
Kápumyndin á bókinni sýnir hindúa biðjast fyrir í Var-
anasi á Indlandi, borginni helgu við ána Ganges.
The Noah’s Ark Quest – Boyd Morrison bbnnn
Örkin hans Nóa er mönnum enn ofarlega í huga, ekki síst vestan
hafs þar sem menn deila um smíði hennar og hleðslu eins og um
sé að ræða sögulega staðreynd. Austur í Araratfjöllum eru menn
líka enn að leita að örkinni og hafa reyndar fundið hana nokkrum
sinnum, að mér skilst. Í því ljósi kemur það ekki á óvart að menn
nýti þjóðsöguna sem grunn að spennusögu eins og Boyd Morrison
gerir í The Noah’s Ark Quest. Sagan er eftir formúlunni: Ungur
fornleifafræðingur kemst á snoðir um samsæri um að halda
leyndu fyrir mannkyni merkisgrip frá fornöld, finnur hetju til að
hjálpa sér að finna hlut sem varðveittur er á leyndum stað og
lyktar með blóðugu uppgjöri.
The Overton Window – Glenn Beck bnnnn
Glenn Beck er einn af spámönnum hinna nýju hreyfingar hægri-
manna vestan hafs sem kennd hefur verið við teboð. Hann er
frægur fyrir sinn sóðakjaft og ævintýralegar yfirlýsingar, auk-
inheldur sem hann er mjög hallur undir samsæriskenningar ým-
iskonar, þar á meðal þá að innan stjórnkerfis Bandaríkjanna sé að
störfum klíka manna sem koma vilja á alheimsstjórn auðmanna
og / eða Sameinuðu þjóðanna. Þessi samsæriskenning birtist í
metsölubókinni The Overton Window, sem dregur nafn sitt af
kenningu um svonefnda skoðanaglugga. Beck er frægur fyrir að
vera óksipulgaður í hugsun (eða í það minnsta í framsetningu
þeirra hugsana) og þessi bók ber þess merki, ævintýralegt klastur
af hallærislegum hetjuskap í bland við yfirborðskennt samsær-
isbull.
The Faculty Club – Danny Tobey bbnnn
Margir kannast við það að hafa verið í leynifélagi sem börn,
stundum bara með með besta vin eða vinkonu og stundum með
fleiri félögum. Flestir vaxa upp úr slíkum barnaleikjum, en þeir
sem gera það ekki ganga í leynireglur í háskólum, eins og til að
mynda frægan félagsskap í Yale-háskóla. Leyndin sem hvílir yfir
slíkum leynifélögum gefur færi á að ljúga upp á þau alls kyns at-
hæfi, löglegu, en þó aðallega ólöglegu, og í The Faculty Club
stundar leynifélagið V and D ógurlega iðju, eða svo er í það
minnsta gefið í skyn framan af bókinni, en þá kemst ungur mað-
ur í rómaðan háskóla og virðist vera á leið inn í eftirsótt leyni-
félag. Fyrri hluti bókarinnar er býsna vel skrifaður, en eftir því
sem líður á hana verður söguþráðurinn ævintýralegri og um leið
hallærislegri og endar í einskonar dulspekilegri þríþraut. Leynd-
armálið sem flett er ofan af í lokin, uppgjörið dramatíska, er svo
hallærislegt að það hálfa væri nóg.
arnim@mbl.is
Erlendar bækur
Undanfarnar vikur hafa ævisög-
ur víðförulla kvenna verið of-
arlega í bunkanum við nátt-
borðið þar sem ég hef verið að
vinna að útvarpsþáttum um
þær, þar innan um er mörg
snilldin, til dæmis er hægt að
mæla með ævisögu Aðalheiðar
Hólm Spans eftir Þorvald Krist-
insson sem er afar bitastæð, Að-
alheiður var merkileg kona, til
dæmis varð hún fyrsti formaður
starfsstúlknafélagsins Sóknar
aðeins 18 ára gömul.
Annars er ég oftast að lesa
nokkrar bækur í einu, þessa
stundina eru skáldsögurnar The
Brief Wondrous Life of Oscar
Wao eftir Junot Díaz sem er frá
Dóminíska lýðveldinu og svo
The Thousand Autumns of Jacob
de Zoet eftir breska rithöfundinn
David Mitchell í aðalhlutverki á
náttborðinu, ég er nýlega byrjuð
á þeim báðum en þær lofa góðu.
Mitchell er einn af mínum uppá-
haldshöfundum, ég hugsa mér
því gott til glóðarinnar næstu
kvöld.
Svo er ég aðeins að glugga í
sænska bók sem heitir Mel-
ankoliska rum: om ångest, leda
och sårhet i förfluten tid og nu-
tid eftir Karin Johannisson, hún
fjallar um melankólíu, leiða og
þunglyndi ýmiss konar í sögu-
legum skilningi, merkilega
hressandi lestur, svona miðað
við umfjöllunarefnin. Svo les ég
smábrot úr The Book of Disquiet
eftir portúgalska rithöfundinn
Fernando Pessoa áður en ég fer
að sofa, hann hef ég ætlað að lesa
lengi og nú er tími hans bless-
unarlega runninn upp, þessa bók
hefði ég átt að vera búin að lesa
fyrir löngu.
Ekki má gleyma töskubókinni
sem er dregin upp þegar bíða
þarf eftir strætó, nú er ég á síð-
ustu sentimetrum spennusög-
unnar Varúlfurinn eftir Fred
Vargas og hún er býsna glúrin og
hressandi tilbreyting frá skand-
inavísku spennudoðröntunum,
sögusviðið er smáþorp í frönsku
ölpunum og hinn grunaði er
meintur varúlfur.
Svo er ég að velta fyrir mér
hvað ég á að lesa næst. Mér
þykir líklegt að skáldsagan
Darling River eftir hina sænsku
Söru Stridsberg verði fyrir val-
inu, mér lá að minnsta kosti svo
á að eignast hana þegar ég var í
Stokkhólmi í vor að ég keypti
mér hana innbundna og þaraf-
leiðandi fokdýra en hún liggur
samt ennþá ólesin á náttborð-
inu. Úr því þarf að bæta
Lesarinn Þorgerður E. Sigurðardóttir
dagskrárgerðarmaður
Hressandi melankólía,
leiði og þunglyndi
Sænski rithöfundurinn Sara
Stridsberg bíður á náttborðinu.
Eymundsson
1. Alex Cross’s Trial - James
Patterson
2. The Snowman - Jo Nesbø
3. Black Hills - Nora Roberts
4. Eat, Pray, Love - Elizabeth
Gilbert
5. Tough Customer - Sandra
Brown
6. Breathless - Dean Koontz
7. Knockout - Catherine Coul-
ter
8. Last Night in Twisted River -
John Irving
9. The Lost Symbol - Dan
Brown
10. Angel’s Game - Carlos Ruiz
Zafon
New York Times
1. The Girl Who Kicked the
Hornet’s Nest - Stieg Lars-
son
2. The Postcard Killers -
James Patterson og Liza
Marklund
3. Spider Bones - Kathy
Reichs
4. The Help - Kathryn Stockett
5. Bearers of the Black Staff -
Terry Brooks
6. Star Island - Carl Hiaasen
7. Tough Customer - Sandra
Brown
8. The Red Queen - Philippa
Gregory
9. The Cobra - Frederick For-
syth
10. Three Stations - Martin Cruz
Smith
Waterstone’s
1. Heartstone - C. J. Sansom
2. I Shall Wear Midnight - Terry
Pratchett
3. A Dance with Dragons -
George R. R. Martin
4. A Journey - Tony Blair
5. Mockingjay - Suzanne Coll-
ins
6. Breaking Dawn - Stephenie
Meyer
7. Mini Shopaholic - Sophie
Kinsella
8. The Girl Who Kicked the Hor-
nets’ Nest - Stieg Larsson
9. Mortal Coil - Derek Landy
10. Empire of Silver - Conn Iggul-
den
Bóksölulisti