SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Síða 24
24 12. september 2010
hringinn og þar þýðir ekkert að vera með út-
sölu. Það þarf að vera dulúð í samskiptum
kynjanna. Fésbókin og bloggið hafa skemmt
dulúðina í samskiptum kynjanna. Þarna verður
ungt fólk alveg sérstaklega að passa sig, það
setur allt á netið og ef það gerir mistök þá á það
svo til enga útgönguleið. Við lifum á tækniöld
og erum höfundar hraðans. Við ættum aðeins
að draga úr hraðanum.
Kynlífið í samskiptum kynjanna þarf líka að
vera gott. Kynlífið er byggingarefni mannkyns-
ins. Kirkjan segir að Guð sé sterkasta aflið í
heimunum, en prestarnir hafa afsannað það.
Þeir hafa setið við fótskör Guðs en tekið kyn-
lífið framyfir. Um leið hafa þeir logið að þjóðum
heims og sagt að Guð sé sterkastur. Þeir eru
búnir að eyðileggja kirkjuna.“
Trúir þú á Guð?
„Ég trúi á jákvæðni. Maður á að halda sig við
jákvæðni. Það fer svo mikil orka í neikvæðni að
„Nei, til hvers að gera það. Ég hef mínar
skoðanir en er ekki að þröngva þeim upp á
aðra. Ég hef alltaf haft þá skoðun að konur eigi
að vera kvenlegar og sinna því kvenlega. Þær
skoðanir fóru í taugarnar á einhverjum og það
er allt í lagi. Það er munur á kynjunum og því
meiri sem munurinn er því betra. Kynin eru
ólík. Konan á að leyfa sér að vera kona og karl-
inn karl og þá smellur allt saman.“
Fann stóru ástina
Þú hefur aldrei gifst.
„Ég var sjálfstæð móðir. Það var ekki erfitt,
mér fannst það miklu heiðarlegra en að vera í
sambandi þar sem allt væri í báli og brandi.
Fólk hleypur saman og svo er sambandið allt í
einu búið og engin dýpt reyndist vera á bak við
það. Til hvers að vera saman í áratugi ef inni-
leikinn er enginn? Þá er fólk ekki bara að gera
sjálfu sér mikinn óleik heldur líka börnunum
sínum. Ég á tvær dætur. Ég ól þær upp í glað-
lyndi, lét ævintýrið ráða miklu, fór með þær út
um allan heim og sýndi þeim margar dásemdir.
Ég er mjög stolt af þeim, þær eru yndi mitt og
gleði.“
Hefurðu ekki fundið stóru ástina?
„Jú, ég hef fundið stóru ástina en ég er ekk-
ert að segja frá henni. Sem fjölmiðlakona verð
ég að hafa mín einkamál í friði. Þau koma eng-
um við.“
En þessi stóra ást …
„Hún er bara stóra ástin og ég vil hafa hana
fyrir mig.“
Það er þá maður í lífi þínu?
„Já.“
Þú trúir á ástina?
„Já, fólk þarf bara finna hana og vinna í
henni. Ekki vera síhlaupandi út á galeiðuna. En
allt hefur sinn tíma. Hvernig átti ég að geta
verið í hjónabandi þegar ég var í erilsömu
starfi? Ég varð að velja og hafna.“
Kynlífið er byggingarefni
Hver heldurðu að sé lykillinn að góðu sam-
bandi?
„Gott samband er stanslaus vinna allan sólar-
R
ósa Ingólfsdóttir hefur undanfarin tíu
ár unnið við markaðssetningu hjá
fyrirtækjum, auk þess sem hún er
markaðsstjóri hjá tímaritinu Heima er
best. „Það er nóg að gera,“ segir Rósa. „Á
hverjum morgni fer ég út í eyðimörkina og tek
því sem að höndum ber. Þannig hefur líf mitt
alltaf verið. Ég vann í áratugi í fjölmiðlum og
þar mætti maður og tókst á við það sem þurfti
að gera og vissi aldrei hvað næsti dagur bæri í
skauti sínu. Þetta hentaði mér vel. Ég hef enda-
lausan áhuga á lífinu og því sem er að gerast í
kringum mig. Ég er síforvitin og það hefur
haldið mér gangandi.“
Hvernig finnst þér íslenskt þjóðfélag vera?
„Alveg hræðilegt. Ég vil reka allt þetta fólk út
úr Alþingishúsinu, það hefur ekkert að gera
þar. Alþingishúsið á að gera að safni og láta
skólabörn landsins koma þangað reglulega og
skoða þetta stórmerka hús og selja útlendingum
aðgang að því. Þjóðfélagið er eins og hvert ann-
að heimili sem þarf að reka og við höfum ekk-
ert við allt þetta fólk að gera þarna. Landið á að
gera að einu kjördæmi og það á að láta hóp fag-
manna sjá um að reka þjóðfélagið.“
Finnst þér of mikil neikvæðni og tortryggni í
þjóðfélaginu?
„Fólk hefur rétt á því að vera reitt. Við eigum
að láta í okkur heyra því svo margt hefur farið
úrskeiðis. Þjóðfélag okkar er ungt og fæst okkar
kunna að mótmæla. Við erum ekki eins og
Frakkar og Grikkir sem fara út á götu og mót-
mæla með látum þegar matarverð hækkar. Guði
sé lof fyrir fólkið í búsáhaldabyltingunni, það
velti stórum björgum. Flest kunnum við ekki að
mótmæla á þann hátt sem þessir Íslendingar
gerðu, en það er kominn tími til að við lærum
það.
Núna er svo margt vont að gerast hjá þessari
stórmerku þjóð, en við erum víkingar og dugleg
að berjast við mótlætið. Ég er hissa á því að
þjóðin skuli enn vera á lífi eftir allt sem hefur á
henni dunið.“
Hvað með sjálfa þig. Þú varst á árum áður
afar umdeild vegna skoðana þinna. Tókstu
gagnrýni inn á þig?
Viðtal
Kolbrún Bergþórsdóttir
kolbrun@mbl.is
Sinni því að
vera kona
Hin landsþekkta fyrrverandi sjónvarpsþula Rósa Ingólfs-
dóttir hefur alltaf haft ákveðnar skoðanir á mönnum og
málefnum. Í viðtali ræðir hún um ástina, kynin sem hún
segir að eigi að vera ólík, starf sitt og lífsskoðanir.
’
Jú, ég hef fundið stóru ástina en ég
er ekkert að segja frá henni. Sem
fjölmiðlakona verð ég að hafa mín
einkamál í friði. Þau koma engum við.“