SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Side 37

SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Side 37
um og segir að það hafi komið sér á óvart að sjá kransinn og jólasokka sem hún gerði víða. Jólalínan hafði fram að því fengið að vera með og selst ágætlega þrátt fyrir að vera lítt áberandi en árið 2002 var ákveðið að gera alvöru jólalínu með mörgum nýjum hlutum. Þá þótti Sigga tilvalin til verksins, enda frá norðlægum slóðum og ekki spillti það fyrir að hún er mikið jólabarn. Sigga hannaði 80 hluti af ýmsum gerðum og að mörgu þurfti að hyggja. Þannig hefði t.d. munstur með Davíðs- stjörnunni sem Sigga hannaði ekki ver- ið tekið inn í verslanir í arabalöndunum en hraðkönnun leiddi í ljós að englar voru í lagi og fóru í allar verslanir. Sigga segir það vera vissa áskorun að vöruúrval Ikea sé það sama um allan heim þrátt fyrir ólíka menningarheima. Það sé því oft flóknara að hanna ein- falda hluti. Virðing fyrir ítökum Ikea „Mörgum fannst það nú ekki alveg nógu fínt þegar ég byrjaði að teikna fyrir Ikea en viðhorfið hefur breyst mikið í heiminum því fyrirtækið er stærsta húsgagnafyrirtæki heims í dag. Þegar Ikea var opnað á Ítalíu var gerð könnun þar sem fólk var beðið að greina frá þeirri ímynd sem það hafði af fyrirtækinu. Þá voru yfir 70% sem töldu það vera hönnunarfyrirtæki sem var viss bylting fyrir fyrirtækið því Ikea byrjaði á öðrum forsendum. Ég er stolt af því að vinna fyrir Ikea og er per- sónulega ósammála því sem ég las t.d. í grein um daginn að það væri ekki hægt fyrir fatahönnuði að byrja í H&M og vinna sig síðan upp frá því. Það er mik- ill misskilningur finnst mér því þetta eru sterk fyrirtæki sem hafa ítök. Ég tel það vera minn styrkleika að hafa bæði unnið fyrir Ikea, sem er stærst á sviði ódýrari húsgagna og fjöldaframleiðslu sem og hjá Fritz Hansen sem er eitt af toppfyrirtækjunum þegar kemur að dýrri eðalvöru. Það kom mér því ekki á óvart að skynja þá miklu virðingu sem eigendur og stjórnendur Fritz Hansen báru fyrir Ikea því þessi stóru fyrirtæki stýra markaðnum að miklu leyti. Ikea er t.d. búið að opna margar verslanir í Kína og þar með að innleiða ákveðinn innréttingastíl í einu stærsta við- skiptaveldi heims á eftir Bandaríkj- unum. Þannig að við erum að tala um kraft sem mjög fá fyrirtæki geta beitt. Ég kann vel við Ikea þar sem unnið er á hreinan og beinan hátt og er fyrirtækið samkvæmt sjálfu sér,“ segir Sigga. Frá Lundi til Mexíkó Nú er Sigga flutt heim en verður áfram með skrifstofuna sína í Malmö þar sem hún vinnur mest fyrir fyrirtæki í Sví- þjóð og annars staðar á Norðurlönd- unum, þar með talið Ikea. Þá ætlar hún einnig að opna vinnuaðstöðu hér heima. Hjá Ikea sá Sigga alfarið um samstarf við hönnunarskóla í heiminum og nýtur þess að sinna kennslu. Það sé frábært og gefandi að vinna með ungu, kraftmiklu fólki sem hafi sköp- unargleðina að leiðarljósi. Hún sinnir enn kennslustörfum fyrir ýmsa háskóla í heiminum og fer til að mynda til Lundar í septemberlok til að kenna þýskum hönnunarnemendum um framleiðsluferlið og hönnun hjá Ikea. Að því loknu heldur hún síðan til Mexíkó þar sem hún heldur vikukúrs í glersmiðju fyrir mexíkóska hönn- unarnema. Hérlendis hefur hún átt í viðræðum við Háskólann í Reykjavík um að kenna þar í nánustu framtíð. „Þrátt fyrir að hönnunarstarfið sé list- grein í eðli sínu lít ég fremur á það sem þjónustugrein. Ég er stolt af því að hafa haft lifibrauð af hönnun síðan ég út- skrifaðist. Ég vann fyrst í hús- gagnaverslun og vann mig síðan smám saman upp í sífellt skemmtilegri verk- efni. Ég er þeirrar skoðunar að mennta eigi einstaklinga með það í huga að starf fylgi í kjölfar lokaprófs. Því tel ég samstarf við fyrirtæki af hinu góða en þessu eru ekki allir sammála og telja að hönnun sé listgrein sem eigi að halda utan við fyrirtækin. Mín reynsla er hins vegar sú eftir vinnu með 18 listaháskól- um víðs vegar um heim að það er öllum í hag að kynnast atvinnulífinu og getur skipt sköpum t.d. í atvinnuleit að námi loknu. Þarna hefur HR staðið sig vel varðandi nýsköpun. Ég veit að Listahá- skólinn og HR hafa unnið saman í þessu og nú er starfandi Hugmyndasmiðja Háskólanna. Ég hefði gjarnan viljað að starfskraftar mínir, þekking, reynsla og tengslanet gætu nýst í þessu umhverfi. Þess vegna sótti ég um stöðu fagstjóra hjá Listaháskóla Íslands, en taldi fram hjá mér gengið í ráðningarferlinu. Lík- lega hafa þessar skoðanir mínar haft eitthvað um það að segja, en ég er gall- hörð á því að skapa eigi hér vettvang í skólaumhverfinu til að nýútskrifaðir hönnuðir geti lifað af sköpun sinni án þess að taka þátt í styrkjakerfinu. Styrkir geta verið af hinu góða en eiga að vera árangursbundnir og bundnir verkefnum þannig að þjóðfélagslega hagkvæmt sé. Menn lifa ekki af sýn- ingum einum saman,“ segir Sigga. Þá segir hún að það geti einnig verið kostur að vera með hönnunar- og ný- sköpunarfyrirtæki hérlendis. Vegna gengismála sé vinnuafl hagstæðara en oft áður, Íslendingar séu vel menntaðir, sveigjanlegir og opnari fyrir nýjungum. Hún haldi því stundum fram að þeir séu Ítalir norðursins. „Við þurfum að nýta öll tækifæri, hvort heldur eru sýningar eða önnur tækifæri. Ég fæ vikulega fyr- irspurnir frá ungu fólki sem hefur ný- lokið námi eða gengur með góðar hug- myndir í maganum. Draumurinn væri náttúrlega að geta opnað eins konar hugmyndasmiðju fyrir þetta fólk í framtíðinni,“ segir Sigga. Sigga Heimis situr hér í stólnum Faro, sem innblásinn er af fiski- netum en hugmyndina fékk hún út frá því hvað litlum börnum finnst gott að láta rugga sér. Morgunblaðið/Kristinn 12. september 2010 37 Í Morgunblaðinu á þriðjudaginn var, 7. september, er frétt þess efnis að golfarar á Seltjarnarnesi hafi málað rauða hringi í kring- um flatirnar og gæsirnar þori ekki að fara yfir línurnar. Golf- ararnir hafa háð langt stríð við gæsirnar sem skemma flatirnar á golfvellinum. Þetta er skemmtileg frétt einkum ef það er haft í huga að nú er gæsaveiðitíminn að hefjast. Gæsir eru nefnilega góðum gáfum gæddar eins og margir veiðimenn hafa reynt. Það er kannski ekki rétt að tala um gáfur dýra en dýr virðast þó vera misjafnlega skynsöm ef svo má að orði komast. Hreindýr viðast ekki vera mjög greind. Þá virðast rjúpur oft á tíðum ekki vera neitt sérlega klárar. Þessi dýr fylgja ákveðinni eðlishvöt sem virðist nú samt duga þeim ágætlega. Refurinn er gott dæmi um einstaklega gáfað dýr og eru mörg dæmi um kænsku rebba. Þegar hann fer í fjöruna á nóttinni leggur hann ekki af stað fyrr en það er komin háfjara, hvernig veit hann þetta? Theódór Gunn- laugsson refaskytta og höfundur hinnar merku bókar Á refaslóðum sem kom út 1955 var ekki í nokkrum vafa um að tófan velti vandamálum fyrir sér og drægi ályktanir til að finna lausn á vanda. Hann getur þess einnig að refurinn hafi þroskað með sér varnarhæfileika og eflist þeir ef ekki er beitt hinum vönduðustu veiðiaðferðum. Sleppi refurinn frá veiðimanninum „gefst honum tækifæri til þess að brjóta heilann í næði ásamt ráð- gjöfum sínum og með tímanum fer þessi rannsókn í vana og þau eldri kenna þeim yngri“. Theódór segir einnig í bók sinni að sumir refanna „beittu brögðum sem mér kom ekki til hugar, að gætu átt upptök sín annars staðar en í mannsheila, og það óvenju snjöllum mannsheila“. Líklegast eru gæsir ekki eins slungnar og útsjónarsamar og refurinn. Reyndar gæsir geta þó verið býsna klókar. Fyrir um 10 árum voru veiðimenn á veiðum á Laxárdalsheiði í Dölum. Stór gæsahópur var í miðri mýri og hugðust veiðimennirnir læðast að hópnum. Skriðu þeir eftir lækjarfarvegi til að komast að gæsunum. Þegar þeir voru um það bil að komast í færi flugu þrjár gæsir yfir þá. Ein þeirra sneri við og flaug aftur yfir skytturnar. Skipti það engum togum að gæsin gaf frá sér hávær hljóð og hækkaði flugið með miklum látum. Það er skemmst frá því að segja að allar gæsir á svæðinu tóku til vængjanna og flúðu í ofboði. Gæsirnar hafa gríðarlega gott sjónminni og virðast greina af mikilli nákvæmni allt umhverfi sitt. Veiðimenn nota gjarnan gervigæsir til þess að tæla gæsirnar í færi. Ef gervigæsunum er illa stillt upp þá forð- ast gæsirnar túnið eða akurinn sem þeim er stillt upp á. Það þarf raun- ar lítið til að fæla gæsirnar frá. Fyrir talsvert mörgum árum vorum við félagar að veiðum austur í Öræfasveit. Þegar við stilltum gervigæsunum upp um morguninn var smáfrost. Í birtingu fóru gæsirnar á stjá og höfðu þær talsverðan áhuga á gervigæsunum okkar og veiddum við ágætlega. Þegar líða tók á morguninn hættu þær að koma yfir okkur. Raunar flugu þær í löngum sveig fram hjá túninu sem við vorum á, þeim stóð greinlega stuggur af gervigæsunum okkar. Við vorum hissa á þessu því þær, eins og áður sagði, höfðu komið ágætlega yfir okkur um morguninn. Þegar við fórum að athuga málið kom í ljós að smáhéla hafði sest á gervigæsirnar þegar við settum þær upp um morguninn og þegar tók að hlýna bráðnaði hélan á gæsunum og þær fóru að glansa í sólinni, þetta leist gæsunum alls ekki á og flúðu þær í ofboði frá okkur. Afar reyndir veiðimenn voru búnir að stilla upp gervigæsum sínum á kornakri og koma sér vel fyrir í skurði við akurinn. Þeir voru vel faldir og snjallir að kalla á gæsirnar með gæsaflautunum. En allt kom fyrir ekki, gæsirnar sýndu engan áhuga og forðuðust að fljúga yfir akurinn. Eins og áður sagði voru þarna á ferð mjög reyndir veiðimenn, þegar þeir fóru að kanna málið kom í ljós að einn veiðimannanna hafði stillt upp byssu sinni í skurðinum þannig að hlaupið stóð upp úr honum. Þegar veiðimaðurinn svo tók hlaupið niður svo að það sást ekki fóru gæsirnar að fljúga yfir akurinn, það þurfti ekki meira til. Þó að gæs- irnar séu greindar og varkárar þá eru þær einstaklega forvitnar og verður forvitnin þeim oft að fjörtjóni. Þær hafa mikinn áhuga á því hvað aðrar gæsir eru að gera og svara oft kalli annarra gæsa sem stundum eru þá veiðimenn með gæsaflautur. Athyglisvert verður að fylgjast með þróun mála á golfvellinum á Seltjarnarnesi. Mér segir svo hugur að eftir nokkra daga muni gömul og reynd gæs hætta sér yfir rauðu línuna og þá verður ekki langt að bíða þess að allar hina komi á eftir. Gáfaðar gæsir og önnur dýr Gæsir Sigmar B. Hauksson ’ Líklegast eru gæsir ekki eins slungnar og út- sjónarsamar og refurinn.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.