SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Qupperneq 48

SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Qupperneq 48
48 12. september 2010 U mræða á mállögreglusviði samfélagsins skilar sér illa til hins upplýsta almennings. Í hinum þrönga hópi málrækt- enda ríkir frjálslyndi og skilningur á því að svokallaðar málvillur séu miklu sjald- heyrðari í mæltu máli en ætla mætti af útbreiddum viðhorfum almennings. Fólk talar að jafnaði ekki vitlaust vegna þess að tungumálið er þeirrar náttúru að við skilgreinum hið rétta mál út frá því sem er sagt. Málið kemur fyrst og málfræðin svo. Málfræðin byggist á greiningu á hinu talaða og ritaða máli og fæst við að setja fram reglur sem lýsa því. Misskilningurinn er sá að halda að málfræðin sé rétt en málið vitlaust. Al- menna reglan er sú að ef fullþroska mál- hafar beygja orð með tilteknum hætti, tala til dæmis um „vísira“ á klukkum og hringja í „læknira“ (í stað þess að tala um „vísa“ og „lækna“), er rétt að skrá það í málfræðina sem viðurkennda beyging- armynd. Sömu sögu er að segja um fallanotkun. Þegar sagt er „mér langar“ og „mig/mér hlakkar“ (í stað „mig langar“ og „ég hlakka“) er ógjörningur að halda því fram að það sé vitlaust. Sérstaklega þegar þau sem svo tala sinna kennslu eða mat- reiða barnaefni á mynd- og hljóðdiskum. Við í mállögreglunni (sem ólumst upp við strangar leiðréttingar á þessum atriðum) eigum að sjálfsögðu erfitt með að tileinka okkur hinn nýja sið, hvað þá að hemja okkur þegar við heyrum börn tala svona. Í stað þess að kyngja þessu þegjandi læð- um við að setningum í kjölfarið þar sem þau og hann og hana og mig langar til að ég hlakki til. En þessi viðleitni hefur sömu áhrif og veðurspá á veðrið. Setn- ingar okkar ríma ekki við máltilfinningu barnanna og þau halda sínu striki – enda nógar málfyrirmyndir meðal fullorðinna henni til stuðnings. Í margra munni er „mér langar“ rétt mál og þau mál- fræðirök eru ekki til sem hrekja það. Þessi litlu dæmi um „að langa“ og „hlakka“ hafa orðið að allsherjarviðmiði um hvaðeina sem lýtur að málvöndun. Fyrir skömmu var ég meðal góðra vina á sveitasetri. Þar komu upp ýmis verkefni sem sérfræðingar í hópnum hefðu getað látið til sín taka en þau kepptust við að lýsa því yfir að þau væru í fríi og myndu ekki sinna neinu sem tengdist vinnu þeirra. Ég gat ekki stillt mig um að segja að þar sem ég væri líka í fríi myndi ég ekki taka að mér að leiðrétta tungutak þeirra. Viðstödd tóku þessu fagnandi og hófu þegar að ryðja út úr sér því sem þeim hafði verið kennt að væru mál- villur. Og viti menn: Út úr þeim komu eingöngu tilbrigði af „mér langar“ og „mig hlakkar“ sem rugluðust fljótlega í „mig langar“ og „mér hlakkar“ – sem varð tilefni framíkalla um að sumt af þessu væri alveg rétt. Í asanum sem hið nýfengna málfrelsi olli talaði hvert upp í annað en fljótlega hættu þau að tala „vit- laust“ – enda reyndist það álíka erfitt og fyrir lagvisst fólk að syngja falskt. Leiðréttingar á mæltu máli gera oft ekki annað en að rugla fólk í ríminu og fæla það frá tungumáli sínu. Þannig hef- ur til dæmis farið fyrir „hver/hvor ann- ar“, „hvor/hvort tveggja“ og fleiri slík- um samsetningum, sem margir leiðrétta í ræðu og riti með rökfast og tilbúið regluverk að vopni. Menn eiga til dæmis ekki að lemja „hvorn annan“ heldur „hvor annan“ og ef samband fólks ein- kennist af umhyggju „fyrir hvort öðru“ væri „betra“ ef það væri „hvors fyrir öðru“. Leiðréttingar í þessum anda skapa svokallaðan málótta. Hann lýsir sér í því að fólk veigrar sér við að segja það sem því er eiginlegt af ótta við að það verði leiðrétt í eitthvað sem hefur aldrei hljómað í mæltu máli – þótt það lúti ákveðinni rökhugsun tilbúinna mál- fræðireglna. Þannig heyrist hið eðlilega málfar æ sjaldnar og verður að lokum framandi nýjum kynslóðum. Til er saga af kassanum í kjörbúð þar sem við- skiptavinur þurfti að gera upp við sig hvað hún ætlaði að kaupa af því sem lá á færibandinu. Á endanum sagðist hún ætla að fá hvorutveggja. Ungi aðilinn á kassanum kannaðist ekki við að hafa hvorutveggja til sölu og sneri sér því að verslunarstýrunni fyrir aftan sig og spurðist fyrir. Sú var skjót til svars: „Já, það var ein svona hér í gær, hún meinar bæði.“ Málvillur, málótti og málfátækt ’ Fólk talar að jafnaði ekki vitlaust vegna þess að tungumálið er þeirrar náttúru að við skilgreinum hið rétta mál út frá því sem er sagt. Málið kemur fyrst og málfræðin svo. Hvað kostar kílóið af hvorutveggja í Bónus? Morgunblaðið/Árni Sæberg Tungutak Gísli Sigurðsson gislisi@hi.is V ið erum eins og allir sannir íþróttamenn og listamenn í sömu grein, í senn keppendur og samherjar,“ segir Þórarinn Eldjárn rithöfundur um sameiginlega ár- áttu sína og æskuvinar síns, Sigurðar Árnasonar læknis: að safna undarlegum eldhúsáhöldum. Undanfarið ár hafa grip- irnir verið til sýnis í Safnarahorni Gerðu- bergs undir yfirskriftinni „Um eldhús- áhöld eru áhöld“ og hlotið verðskuldaða athygli. „Við uppgötvuðum hvor í öðrum þessa áráttu – að hafa gaman af því að safna eldhúsáhöldum, og fórum upp úr því að skiptast á slíku dóti sem við höfum rekist á, sérstaklega erlendis. Við höfum alltaf dálitlar athafnir í kringum þetta, rífum umbúðirnar utan af áhaldinu og svo á þiggjandinn að giska til hvers það er ætlað. Þá koma fram margar tilgátur sem geta verið mjög skemmtilegar.“ Þeir fé- lagar skemmta sér líka við að finna við- eigandi heiti á gripina, s.s. gúmmíhringsgripill, ítroð, merjari, egg- los, meðtak og íhald svo eitthvað sé nefnt. „Þar að auki eigum við til fullt af ónotuðum nöfnum sem bíða eftir sínu verkfæri,“ bætir Þórarinn við. Gripirnir á sýningunni eru af ýmsum toga; sumir myndu flokkast sem „eðli- legir“ í huga flestra, aðrir eru fyrst og fremst sérkennilegir í útliti en svo eru þeir sem hafa ákaflega sérhæfð not og „kannski ekki alveg lífsnauðsynleg“ eins og Þórarinn orðar það svo hóflega. „Að baki þeirra áhalda liggur oft mikill sköp- unarkraftur og hugmyndaflug því annars gætu menn ekki látið sér detta í hug að þörf sé á slíkum grip. Mér dettur nú t.d. í hug ostgrip, sem eru litlir hnúðar sem stungið er inn í sitthvorn endann á osti og ætlað að virka sem handföng til að lyfta ostinum upp með.“ Flókið eldhúslíf Og dæmin af slíkri sérhæfingu eru fleiri. „Sem leiðir okkur að því að ef einhver hefði hug á að halda öllum þessum áhöldum í notkun í eldhúsinu sínu yrði erfitt og mjög flókið mál að vinna í því.“ Þórarinn segir líka mega líta á þetta út frá listrænu sjónarhorni. „Mér dettur í hug til samanburðar frábær sýning sem ég sá fyrir nokkrum árum á verkfærum sem Guðjón Ketilsson myndlistarmaður hafði búið til. Þetta eru einstaklega falleg, merkileg, vel smíðuð og dularfull áhöld Yfirvofandi framfarastökk í eldhúsinu Viðhald, uppgrip, flagari, skankaskaft, smjör- grefill og álag eru meðal misnauðsynlegra og -hagnýtra eldhúsáhalda sem hafa verið til sýnis í Gerðubergi undanfarið ár. Eigendur amboðanna ljúka sýningunni á morgun með uppistandi á safninu, sem gæti krafist viðveru lögreglu að sögn annars þeirra. Bergþóra Njála Guðmundsdóttir ben@mbl.is Lesbók Eldhúsáhöldin nýtast Þórarni ekki bara í eldhúsinu, heldur einnig í starfi því smá- saga hans, Ómerkingurinn, fjallar einmitt um mann sem safnar eldhúsáhöldum af ástríðu. „Þar er nú tekið á vandamáli sem við Sigurður þekkjum mjög vel og það er þegar maður hefur eignast áhald, fleygir umbúðunum utan af því og setur það síð- an ofan í skúffu. Svo er maður að leita að einhverju í skúffunni mörgum árum seinna og rekst á áhaldið og hefur steingleymt til hvers það er ætlað. Það eru til nokkur slík áhöld sem ég er með heima sem ég hef ekki hugmynd um hvað eru.“ Slíkt atvik varð Þórarni að yrkisefni í sögunni, en áhaldið sem um ræðir – lítinn, kúptan spaða með klemmu eins og á penna – hafði hann fengið í gjöf frá Sig- urði. „Mér datt í hug að Sigurður myndi kannski muna til hvers það væri og hann var fljótur að ljúga því að mér að þetta væri smakkari, til að smakka mat með. Ég trúði því auðvitað og skrifaði svo söguna út frá því. Stuttu fyrir útgáfu bókarinnar sem sagan var í vorum við konan mín stödd í útlöndum. Ég hafði fengið senda próförk til mín á hótelið og var að fara yfir hana þegar við ákváðum að fara út að borða. Á veitingastaðnum var þjónn sem kom að borðinu okkar til að taka pantanir. Þar sem hann stóð þarna greip hann upp úr brjóstvasanum nákvæmlega samskonar áhald og sagan mín fjallar um, og strauk því fimlega yfir borðdúkinn til að skafa af honum brauðmylsnuna frá gestunum á undan. Þá mundi ég allt: Þetta var enginn smakkari heldur mylsnuskafa!“ Þetta varð til þess að Þórarinn varð að endurskrifa söguna í flýti. „Þetta var merkilegt – það var engu líkara en að græjan væri að vitja nafns og minna á hlutverk sitt á ögurstundu.“ Gripurinn sem vitjaði nafns

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.