SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Síða 4
4 12. september 2010
Franck Ribéry er frá hafnarborginni Boulogne-sur-
Mer við Ermarsund. Hverfið, sem hann ólst upp í,
heitir Chemin Vert. Þá var það í niðurníðslu og helm-
ingur íbúanna atvinnulaus. Og þannig er það enn.
Ribéry er með stórt ör í andlitinu, sem hann hlaut í
bílslysi þegar hann var barn. Honum gekk illa í skóla
og var uppnefndur Frankenstein út af örinu, en mun
hafa kunnað að svara fyrir sig.
19 ára gamall fékk hann fyrsta atvinnusamninginn
hjá Alés í þriðju deildinni. Þegar liðið gat ekki borgað
honum fór hann aftur heim og vann með föður sínum
í byggingarvinnu í nokkra mánuði þar til hann komst
á samning hjá Brest, þaðan til Metz, svo Galatas-
aray, Olympique Marseille og loks Bayern München.
Hver jól fer hann heim í einkaflugvél. Þar er hann
dáður fyrir að hafa brotist úr fátæktargildrunni, sem
flestir íbúanna eru fastir í.
Kona Ribérys heitir Wahiba Belhami og er dóttir
innflytjenda frá Alsír. Hún er æskuástin. Hennar
vegna gerðist Ribéry múslími og tók upp nafnið Bilal
Yusuf Mohammed. Þau eiga saman tvær stúlkur.
Dáður í heimaborginni
og nýtur stuðnings
þrátt fyrir erfiðleika
Félagarnir Franck Ribéry og Miroslav Klose hjá Bay-
ern München fagna marki.
Reuters
É
g leik ekki tveimur skjöldum eins og
franska pressan lætur líta út fyrir,“ sagði
Franck Ribéry, leikmaður Bayern Münc-
hen, við upphaf keppnistímabilsins í
þýsku deildinni. Hann á yfir höfði sér þriggja ára
fangelsi fyrir að hafa sofið hjá vændiskonu, sem var
undir lögaldri.
Ribéry er í eldlínunni þessa dagana. Auk yfirvof-
andi ákæru var hann settur í þriggja leikja bann
með franska landsliðinu, sem er í molum eftir ófar-
ir og uppnám á HM í S-Afríku í sumar.
Bayern München hefur staðið á bak við leik-
manninn þrátt fyrir þessi mál, en nú virðist komið
að skuldadögunum. „Franck skuldar okkur, hann
veit það sjálfur,“ segir Uli Hoeness, forseti Bayern
München. „Klúbburinn hefur alltaf staðið 100% á
bak við hann. Franck veit að þessi stuðningur var
ekki sjálfgefinn vegna allra hans vandamála.“
Ribéry hefur leikið með Bæjurum í þrjú ár. Að
sögn blaðsins Bild er hann launahæsti leikmað-
urinn í búndeslígunni, þénar 833 þúsund evrur
(tæpar 126 milljónir króna) á mánuði, rúmum 200
þúsund evrum meira en Raúl, sem kemur næstur.
Nokkrir franskir landsliðsmenn komust í sigti
lögreglunnar þegar nöfn þeirra komu fram á upp-
tökum, sem tengdust rannsókn á vændishring í
París. Þar á meðal voru Ribéry og Karim Benzema,
sem leikur með Real Madrid. Benzema neitar, en
Ribéry hefur gengist við að hafa haft mök við
stúlkuna.
Ribéry kynntist stúlkunni, sem heitir Zahia Deh-
ar, í næturklúbbi í París. Dehar flutti með móður
sinni og bróður til Frakklands frá Alsír 2002. 16 ára
fór hún að stunda vændi. Samkvæmt Der Spiegel
kostar nótt með henni 2000 evrur. 7. apríl 2009 – á
afmælisdaginn sinn – lét Ribéry fljúga með hana til
Münchenar og átti ástarfund með henni á Kemp-
inski-hótelinu á flugvellinum. Dehar var þá 17 ára.
Ribéry kveðst hvorki hafa vitað að hún væri undir
lögaldri, né að kynlífið væri gegn borgun, en hann
hafi látið hana hafa hundrað evrur í vasapeninga.
„Ég borgaði flugið, hótelið og veitingastaðinn,“
sagði hann. „Það var nógu dýrt fyrir mig.“
Ribéry segir að vinur sinn hafi séð um útgjöldin.
Hann hafi síðan látið kunningjann hafa reiðufé til
þess að „skilja ekki eftir spor og konan mín tæki
ekki eftir neinu“. Svo virðist sem starfsmaður hjá
Bayern München hafi séð um greiðslurnar.
„Þetta er sárt hér, djúpt inni í mér,“sagði Ribéry
á blaðamannafundi, lagði hönd á hjarta og spurði
fjölmiðla hvort þeir áttuðu sig á sárindunum sem
þeir hefðu valdið konu hans. Ferill Ribérys gæti
verið í húfi, en stúlkan, sem hann svaf hjá, er nú
víðfræg, komst á forsíðu Paris Match og á aðdáen-
dasíðu á Netinu.
Það er ekki gott fyrir orðspor knattspyrnu-
manna að vera í fréttum í sömu andrá og vænd-
iskonur. Der Spiegel segir að kynlífshneykslið hafi
skaðað Bayern og sýnt að enn séu til knatt-
spyrnumenn sem geri sér ekki grein fyrir að þeir
séu fyrirmyndir.
Ribéry átti að verða arftaki Zinedine Zidane í
franska landsliðinu. Það verður tæplega úr þessu. Í
skoðanakönnun eftir HM í sumar kváðust 90%
Frakka ekki einu sinni vilja að hann léki aftur fyrir
landsliðið. Í fyrra rann tímabilið út í sandinn hjá
honum vegna þess að í mikilvægasta leik liðsins,
úrslitunum í meistaradeild Evrópu, var hann í
banni vegna heimskulegs brots. Nú hefur hann
tækifæri til að sanna sig á vellinum, en þrýsting-
urinn verður mikill og tímabilið fer illa af stað.
Franck Ribéry liggur í grasinu í 2-0 tapleik Bayern München gegn ný-
liðum Kaiserslautern í þýska boltanum 27. ágúst.
Reuters
Snillingur á
villigötum
Brostin ímynd knattspyrnu-
mannsins Francks Ribérys
Vikuspegill
Karl Blöndal kbl@mbl.is
Zahia Dehar var slegið upp á forsíðu Paris Match.
Fréttir af fótboltamönnum og
vændiskonum hafa verið tíðar
undanfarið. Wayne Rooney má
búast við köldum kveðjum þeg-
ar hann kemur með Manchest-
er United á sinn gamla heima-
völl hjá Everton um helgina. Ástæðan er ekki síst ágengur
fréttaflutningur um að hann hafi sofið hjá vændiskonu og nú
hafa hann og Coleen, kona hans, beðið fjölmiðla að láta sig í
friði til að þau fái næði til að laga hjónabandið.
Reuters
Rooney biður
um næði