SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Blaðsíða 12

SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Blaðsíða 12
12 12. september 2010 Miðvikudagur Rúnar Freyr Gíslason glímir við breska hreiminn. Úff. Styttist í frumsýningu á Faust í London. Fimmtudagur Elísabet Kristín Jök- ulsdóttir Ég fór að sjá Íslandsklukkuna, og sagði írskum vini mín- um að hún væri um mann sem stæði í réttarhöldum allt sitt líf fyrir glæp sem hann hefði ver- ið of fullur til að muna hvort hann hefði drýgt eða ekki. Þessi írski vinur minn ætlaði aldrei að geta hætt að hlæja og sagði svo: Hljómar einsog það hefði gerst á Írlandi. Föstudagur Ingibjörg Elfa Bjarnadóttir Fékk boð um að sitja Þjóðfund um stjórn- arskrá Íslands. Þórlaug Ágústsdóttir Orð dagsins er: Sjálfviti. Íslenskun á nafnorðinu ’besserwisser’: manneskja sem þykist alltaf vita best. Nýyrði í stíl við hálfviti, fáviti og óviti. (stolið og sjálf- vitabætt frá AxAx) Ingibjörg Sigurjónsdóttir dreymdi í nótt að það væri haldið nostalgíu- ball á Casablanca og allir reyktu inni í tilefni dagsins. Mér fannst frekar fáir á ballinu. Fésbók vikunnar flett M erkilegt er það að númer á vegi sé, a.m.k. í huga sumra, stærsta mál okkar Austfirðinga þessi misserin. Mikið er nú gott að við eigum ekki stærri vandamál til þess að takast á við í dag. Gott ef satt væri. Að loknu því sem kallað hefur verið mesta uppgangstímabil Austurlands stöndum við því miður enn frammi fyrir byggðum í varnarbaráttu. Jaðarbyggðir Austurlands eiga enn undir högg að sækja og nýjasta dæmið er frá Stöðvarfirði. Á dögunum héldu Stöðfirðingar fund, þar sem þeir voru að vekja máls á þeirri samfélagslegu eyðileggingu sem er í gangi í þorpinu á Stöðvarfirði með lokun banka og póstafgreiðslu. Á þeim fundi var aðal- tillaga fulltrúa Fjarðabyggðar til íbúa sinna á Stöðvarfirði nauðsyn þess að færa núm- erið á þjóðvegi 1 til. Sú tillaga í stöðunni er með svo miklum ólíkindum að í huga kemur læknir sem fær til sín sjúkling með hálsbólgu og til þess að gera eitthvað ákveður hann að skella röri í eyrað á hon- um. Ekki er alveg ljóst hvað menn telja sig fá með því að færa veganúmerið 1 niður á þjóðveginn með fjörðum. Betri þjónustu! Varla! Ekki er hún svo glæsileg á þeim kafla sem færa á númerið frá. Fleiri ferða- menn. Vel má vera, en ljóst er þó af um- ferð víða um landið að númerið á þjóðvegi ræður greinilega ekki öllu um fjölda ferða- manna á hverju svæði. Nefnt hefur verið að þetta sé öryggis- atriði, þar sem þjóðvegur 1 með fjörðum verði þá allur á láglendi. Einmitt! Byrjar þá væntanlega, og endar á Reyðarfirði. Hér er rétt að hafa í huga að Breiðdalsheiði er ör- stuttur fjallvegur og þekkt er að veð- urskilyrði þar eru allt önnur en á Fagradal. Nú er svo að verða komið að eini kaflinn á þjóðvegi 1 sem eftir á að leggja bundið slitlag er á umræddum kafla. Því eru það mikil vonbrigði að stærsta sveitarfélagið á Austurlandi, sveitarfélag sem hvað mest- an stuðning hefur fengið á liðnum árum, skuli þá einmitt setja það í forgang að færa þjóðveganúmerið 1 þaðan. Ljóst er að við þann gerning yrðu enn minni líkur á að framangreindur kafli verði nokkurn tím- an kláraður. Falleg hugsun gagnvart ná- grönnum sínum. Segjum sem svo að yfirvöld vegamála færu nú að leggja hlustir við raddir núm- eraflutningsmanna, þá er spurning hvar eigi að stinga sér niður næst. Um mán- aðamótin verða Héðinsfjarðargöng tekin í notkun. Þjóðveganúmerið 1 hlýtur því að flytjast yfir á Tröllaskaga. Aðrar leiðir koma svo í kjölfarið, enda einungis rétt- lætismál ef menn byrja á annað borð, Vopnafjörður, Borgarfjörður eystri, Seyð- isfjörður, Suðurstrandavegur, Snæfells- nes, Vestfirðir… MÓTI Páll Baldursson sveitarstjóri Breiðdalshrepps U mræðan um þjóðveg 1 um firði og Fagradal hefur und- anfarnar vikur verið mikið í umræðunni hér á Austur- landi. Borið hefur á þeim misskilningi að blanda saman tveimur óskyldum hlutum, þjóðvegi 1 um firði og Fagradal hins vegar og Axarvegi annars vegar. Allar nýframkvæmdir á vegum Vegagerðar ríkisins miðast við það að koma umferð af fjallvegum á láglendi. Fyrir því eru bæði öryggis- og hagræð- ingarrök. Öryggi vegfarenda er helstu rök fyrir færslu þjóðvegarins um firði. Það liggur í augum uppi að það er mun öruggara að keyra malbikaðan þjóðveg á láglendi, í nágrenni við þétt- býliskjarna, heldur en að beina um- ferðinni um ómalbikaðan fjallveg á köflum í 480 m hæð. Í sparnaðarskyni hefur Vegagerðin ákveðið að halda Breiðdalsheiðinni, þjóðvegi 1, ekki op- inni yfir vetrartímann heldur hefur beint umferðinni um firði. Flutnings- aðilar á landi hafa nú þegar valið – öll umferð flutningabíla fer um firði og Fagradal. Fyrir sveitarstjórnarmenn í Fjarða- byggð er færsla þjóðvegarins einnig mikið hagsmunamál. Stöðvarfjörður, einn af byggðakjörnum Fjarðabyggðar, hefur átt undir högg að sækja. Nú á dögunum tilkynnti Landsbankinn lok- un á útibúi og Íslandspóstur hefur skert þjónustu sína til muna. Fjarða- byggð hefur sett sér það markmið að reyna að aðstoða einstaklinga og fyr- irtæki á Stöðvarfirði í uppbyggingu á þjónustu við vegfarendur og ferða- menn. Einn liður í því er að þjóðvegur 1 liggi um firði og þá í framhaldinu muni umferð í gegnum Stöðvarfjörð aukast. Ég trúi ekki öðru en að ná- grannar Stöðfirðinga, þ.e. Breiðdæl- ingar og íbúar Djúpavogs, hafi skilning á þessum aðstæðum og séu tilbúnir að leggja lóð á vogarskálarnar fyrir til- færslu þjóðvegarins með íbúum Fjarða- byggðar. Sá misskilningur hefur líka verið í gangi að sveitarstjórnarmenn í Fjarða- byggð séu að berjast gegn vegi um Öxi. Það er rétt að við höfum ekki séð rökin fyrir því að þjóðveg 1 ætti að flytja yfir á Öxi í 530 m hæð – en hins vegar höf- um við fullan skilning á því að Öxi er mikilvæg tenging milli Djúpavogs og Fljótsdalshéraðs. Þess vegna er mik- ilvægt að sveitarstjórnarmenn á Aust- urlandi snúi bökum saman í sameig- inlegri hagsmunabaráttu fyrir bættum samgöngubótum á öllu Austurlandi. Betri og öflugri samgöngur í fjórð- ungnum styrkja alla byggðakjarna og eru hvetjandi til enn frekari samvinnu og samstarfs sveitarfélaga á milli. MEÐ Jens G. Helgason formaður bæj- arráðs Fjarða- byggðar Á að færa vegnúmerið 1 af veginum yfir Breiðdalsheiði yfir á veginn með fjörðum? ’ Flutningsaðilar á landi hafa nú þegar valið – öll umferð flutningabíla fer um firði og Fagradal ’ Því miður er það ekki alveg ljóst hvað menn telja sig fá með því að færa veganúmerið 1 niður á þjóðveginn með fjörðum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.