SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Síða 14
14 12. september 2010
Þ
egar Drew Barrymore gengur inn í glæsi-
legan salinn á Claridges hótelinu í Mayfair
snýst athygli allra viðstaddra að þessari
ungu og glæsilegu konu. Hún fær sér sæti og
byrjar á því að biðjast afsökunar á því að vera of sein.
„Umferðin var algjör martröð en ég leik mér ekki að
því að láta fólk bíða. Ég ber virðingu fyrir tíma ann-
arra!“
Það virðist ótrúlegt að þessi unga kona sé búin að
vera meira en þrjátíu ár í kvikmyndabransanum en
hluti útskýringarinnar felst auðvitað í því að Drew
byrjaði barnung að vinna við kvikmyndaleik. Sjö ára
gömul skaust hún upp á stjörnuhimininn þegar hún
lék í kvikmynd guðföður síns, Stephens Spielberg,
E.T. The Extra Terrestrial.
Þegar hún lítur yfir farinn veg segist hún heilt á lit-
ið vera ánægð með afrekin. „The Wedding Singer“ og
„50 First Dates“ finnast mér mjög skemmtilegar
myndir og „E.T.“ er meistaraverk í kvikmyndasög-
unni.“ Hún segist líka vera stolt af „Donnie Darko“,
sem hún framleiddi sjálf og mjög hrifin af „Charlie’s
Angels“, þótt ekki væri fyrir annað en hvað það var
gaman að gera hana. „Ég myndi ekki hafna tilboði um
aðra „Charlie’s Angels“-mynd þótt ég væri komin í
hjólastól. Ekki þótt við þyrftum að kalla hana „Char-
lie’s Angels; Þvagleggsárin!“
Ekki of fín fyrir grín
Drew Barrymore er nánast fædd í kvikmyndaverinu.
Foreldrar hennar voru John Barrymore leikari og fyr-
irsætan Ildiko Jad Jaid. Amma og afi voru stórstjörnur
þöglu myndanna, Dolores Costello og John Barrymore
Sr. en óskarsverðlaunahafinn Ethel frænka Drew,
hafnaði bónorði Winstons Churchill. Guðforeldrarnir
eru svo Sophia Loren og Stephen Spielberg. Það þurfti
því ekki að koma neinum á óvart að Drew yrði leik-
kona en auk þess rekur hún sitt eigið kvikmyndafyr-
irtæki, Flower Films, og hefur því einnig spreytt sig á
leikstjórn og kvikmyndaframleiðslu.
„Ég hef lært mikið á því að reyna fleira í kvik-
myndagerð en bara leikarastarfið en ég er samt fyrst
og fremst leikkona,“ segir Drew og laumar tyggjóinu
sínu ofan í vatnsglasið. „Ég bý líka yfir meiri sjálfsaga
og hef þroskast í starfinu að því leyti að nú vinn ég
heimavinnuna mína og þegar á þarf að halda get ég
slökkt á símanum og lokað einkalífið úti til að ein-
beita mér. Samt er ég dauðhrædd við hrokann og
sjálfsánægjuna sem getur stundum fylgt leikarastétt-
inni. Eins og þegar leikarar verða of fínir og alvarlegir
til að leika í gamanmyndum.“ Hún belgir sig alla út af
mærðarlegu oflæti og segir; „Ég er í faginu, sko…“
Drew er hálffertug og fer ekki varhluta af því að
hún mun ekki endalaust geta leikið sömu hlutverkin.
Hún segir sér þó ekki verða svefns vant vegna þess.
„Maður þarf auðvitað að vera heiðarlegur við sjálfan
sig og horfast í augu við að maður getur ekki leikið
sömu hlutverkin að eilífu. Það þarf heldur ekkert
endilega að þýða að starfsferillinn sé á enda þótt mað-
ur leiki ekki alltaf hlutverk kynbombunnar. Meryl
Streep og fleiri fullorðnar konur drottna yfir miðasöl-
unni.“
Hún lítur sem snöggvast ofan í vatnsglasið sitt, eins
og til að fullvissa sig um að tyggjóklessan sé þarna
ennþá. Ropar lágt og hlær ofurlítið vandræðalega.
„Þetta er nú meira,“ segir hún. Útskýrir svo að við-
horfið skipti öllu máli þegar leiklistarframinn er í
húfi. „Þegar ég var yngri og stóð frammi fyrir stjórn
kvikmyndaversins að reyna að telja þá á að framleiða
kvikmynd sem ég vildi gera hefði lítið þýtt að ákveða
að 22 ára gemlingur í gallabuxum og stuttermabol ætti
örugglega ekkert upp á pallborðið hjá þessum stór-
löxum. Lína Langsokkur hefði sko ekki verið hrædd
við að berjast fyrir því sem hún tryði á og ég held að
besta leiðin til að ná árangri sé að vera bara nógu
öruggur með sig.“ Seinna sama dag verður mér hugs-
að til þessara orða. Gúgla Drew Barrymore og Línu
Langsokk og fæ staðfestingu á grunsemdum mínum.
Á skrifstofu leikkonunnar hangir stór mynd af Línu!
Flókið fjölskyldulíf
Drew var aðeins níu ára þegar hún fékk Golden Globe
verðlaun fyrir leik sinn í Irreconcilable Differences. Í
einu atriði myndarinnar drekkur hún kampavín en
það var ekki bara á hvíta tjaldinu sem hún var farin að
neyta áfengis. Móðir hennar tók dóttur sína með sér í
partý og næturklúbba og þegar Drew var tólf ára var
hún byrjuð að reykja marijuana og neyta kókaíns milli
þess sem hún vann í kvikmyndaverinu. Hún lauk
aldrei gagnfræðaskóla.
Eftir nokkrar meðferðir sótti hin fimmtán ára gamla
Drew um „skilnað“ við móður sína á þeim forsendum
að mamma hennar hefði slæm áhrif á hana. Dómarinn
dæmdi Drew í hag, sem frægt er orðið. Það er varla að
maður kunni við að spyrja út í þessi einkamál en þeg-
ar þar að kemur talar hún um þetta af fyllstu ein-
lægni. „Við mamma erum enn að vinna í samband-
inu,“ segir hún og tekur sér smástund til að hugsa
málin áður en hún heldur varlega áfram. „Það er erfitt
að eiga flókið fjölskyldulíf og fjölskyldan mín hefur
aldrei verið einföld eða dæmigerð. Ég veit hinsvegar
að ég er ekki ein um að finna til sársauka eða sam-
viskubits gagnvart mínum nánustu. Fjölmargir horf-
ast í augu við óleyst, óendurgoldin, óútkljáð allskonar
eitthvað í samböndum sínum. Svona fjölskylduflækjur
geta verið átakanlegar og harmþrungnar en maður
verður bara að horfast í augu við raunveruleikann og
reyna að gera það besta úr stöðunni.“
Þegar fjölskyldumálin eru flókin getur vináttan
skipt einstaklinginn miklu máli og Drew Barrymore
segir að sú sé raunin í hennar lífi. „Það er ekkert já-
fólk í kring um mig. Ég þekki kjaftæði og vil það ekki
í mínu lífi. Ég rugla heldur ekki í öðru fólki. Raun-
veruleg vinátta, styrkur og heiðarleiki, það eru kostir
sem ég kann að meta.“
Samkvæmt Drew hafa samstarsfélagar hennar hjá
Flower Films, Nancy Juvonen og Chris Miller, fyllt
skarð fjölskyldunnar í lífi hennar. „Þetta fólk er bestu
vinir sem ég gæti óskað mér. Þau eru heiðarleg og
segja mér blákaldan sannleikann, jafnvel þegar hann
er óþægilegur. Við framleiddum einmitt mynd sem
heitir „He’s Just Not That Into You“ og fjallar um slíkt
vinarþel. ‘Hættu að blekkja sjálfa þig. Hann er ekkert
að fara að hringja. Hann er ekki hrifinn af þér!’ eða
‘Þú þarft að sýna ábyrgðartilfinningu í vinnunni. Þér
mun ekkert ganga sem leikstjóra ef þú ert tíu mín-
útum of sein á hverjum degi.’ Það getur verið erfitt að
heyra svona hluti en þetta eru bestu ráðin sem maður
getur fengið. Sannir vinir þurfa að segja sannleikann
en ekki bara það sem mann langar til að heyra.“
Skrautlegt einkalíf
„Ég hef átt alveg yndisleg sambönd við frábæra menn
og það hefur verið mikil blessun að fá að vera hluti af
lífi þeirra um eitthvert skeið,“ segir Drew. Einkalíf
leikkonunnar hefur oft verið milli tannanna á fólki,
enda skrautlegt með eindæmum. Hún hefur verið
orðuð við bæði karla og konur og til gamans má nefna
að hún átti í stuttu sambandi við Eric Erlandson, gít-
arleikara hljómsveitarinnar Hole, en þau kynntust
þegar hún gubbaði á skóna hans.
Hún heldur ótrauð áfram. „Ég hef verið gift tvisvar,
í annað skiptið frábærum manni. Hitt skiptið – og ég
verð kannski handtekin beint eftir þetta viðtal – hefði
líklega aldrei átt að ná fram að ganga en við giftumst
nú samt. Mennirnir gera mistök og ég er mannleg, ég
hef aldrei þóst vera gersneydd göllum.“
Þessa dagana segist Drew vera að hlúa að samband-
inu sem skipti hana mestu máli; sambandi hennar við
sjálfa sig. „Ég er farin að kynnast sjálfri mér betur,“
segir hún. „Ég eyði miklum tíma ein, ferðaðist ein til
Indlands og borða ein, vinir mínir eiga erfitt með að
draga mig út á kvöldin. Sjálfsþekking hlýtur að
gagnast einstaklingnum,“ segir konan sem lengi var
Til erfiðari
störf en
að kyssa
„Ég hef lært mikið á því að reyna fleira í
kvikmyndagerð en bara leikarastarfið en
ég er samt fyrst og fremst leikkona,“ segir
Hollywoodstjarnan Drew Barrymore í
samtali við Sunnudagsmoggann í London.
Auðna Hödd Jónatansdóttir