SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Blaðsíða 9

SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Blaðsíða 9
12. september 2010 9 Þ jóðardagur Íslands á heimssýningunni í Sjanghæ verður hald- inn hátíðlegur í dag, laugardag, og verður forseti Ís- lands viðstaddur, en hann er í opinberri heimsókn í Kína. Fjórar sýningar voru opnaðar í Norræna húsinu í Sjanghæ í gær til heiðurs Íslandi. Þar er sýnd fatahönnun Steinunnar Sigurð- ardóttur, myndlist og vídeóverk Guðrúnar Kristjánsdóttur, hönnun sem áður var sýnd á Kjarvalsstöðum og ljós- myndasýning Ragnars Axels- sonar af jökulís. „Þessar sýningar eru unnar í samstarfi við Expo-verkefnið og við vinnum með þessum lista- mönnum að uppsetningu þeirra með það að markmiði að efla menningartengsl Íslands og Kína,“ segir Unnur Birna Vil- hjálmsdóttir, sem er viðburða- og kynningarstjóri Íslands á heimssýningunni. Mikil aðsókn Yfirskrift íslenska sýningarskál- ans er „Hrein orka – heilbrigt líf- erni“ og er ætlað að endurspegla náið samband Íslendinga við náttúruöflin, en skálinn er um 500 fm að stærð. Nærmyndir af jökulís eru prentaðar á striga og hengdar upp í skálanum og eru baklýstar að kvöldlagi. Mynd- irnar eru úr myndaröð Ragnars Axelssonar af ís úr Jökulsárlóni og þekja ytra byrði skálans. Hitastigið í skálanum hefur verið kælt niður og ilmur af íslenskum fjallagrösum fyllir loftið. Unnur segir íslenska skálann hafa fengið frábærar viðtökur frá fyrsta degi. „Það hefur verið stöðugur straumur fólks. Um 10- 12 þúsund gestir fara í gegnum skálann daglega og þeim hefur ekkert fækkað þrátt fyrir mikinn hita hér í sumar.“ Áhugi fjölmiðla Eldgos braust út í Eyjafjallajökli rétt fyrir opnun heimssýning- arinnar. „Fjölmiðlar ytra sýndu Íslandi mikla athygli í tengslum við gosið,“ segir Unnur. „Við svöruðum spurningum um gosið og efnahagshrunið en reyndum að snúa umræðunni Íslandi í hag með því að draga fram áhuga- verðar staðreyndir um landið okkar og menningu. Umfjöllunin var okkur í raun hliðholl og við nýttum hana til góðs.“ Dvölin ytra hefur að hennar sögn verið lærdómsrík og ánægjuleg. Hún er jafnvel farin að spreyta sig á tungumáli heimamanna, mandarín. „Ég er aðeins farin að bjarga mér í tungumálinu enda eru ekki nærri allir hér enskumælandi.“ Og hún hlakkar til að hitta fjölskyldu sína á Íslandi eftir hálfs árs fjarveru. „Það væri hægt að búa hvar sem er í veröldinni svo lengi sem maður gæti tekið fjöl- skylduna með,“ segir hún að lokum og býr sig undir vænt- anlega heimför í næstu viku. Mikið um dýrð- ir í Sjanghæ Þjóðardagur Íslands verður haldinn hátíðlegur á heimssýningunni í Sjanghæ í dag, laugardag. Ingunn Eyþórsdóttir Unnur Birna Vilhjálmsdóttir er kynningarstjóri Íslands í Sjanghæ. Heimssýningin í Sjanghæ er sú stærsta og umfangsmesta sem haldin hefur verið með þátttöku 197 þjóða. Sýningin stendur yfir frá 1. maí til 1. nóvember 2010. Sýningarsvæðið þekur 5,28 fer- kílómetra. Búist er við að 70 milljónir manna heimsæki sýninguna, eða um 380.000 gestir á dag. Næsta heimssýning mun fara fram í ítölsku iðnaðarborginni Míl- anó árið 2015. Stærsta heims- sýningin til þessa EXPO: 2010 www.bluelagoon.is a n to n & b e rg u r 2 fyrir 1 í Bláa Lónið Gildir gegn framvísun miðans til 20. september 2010 Gildir ekki með öðrum tilboðum Lykill 1561 VETRARKORT Vetrarkortin veita ótakmarkaðan aðgang fram til 1. júní 2011 og 2 fyrir 1 í júní, júlí og ágúst Í september verða vetrarkort Bláa Lónsins á sérstöku tilboðsverði Einstaklingskort kosta 8.500 krónur (fullt verð 10.000 krónur) og fjölskyldukort 13.000 krónur (fullt verð 15.000 krónur) Frítt fyrir börn 13 ára og yngri í fylgd með forráðamönnum Vetrarkortin eru fáanleg í Bláa Lóninu, Hreyfingu og í verslun Bláa Lónsins að Laugavegi 15
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.