SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Qupperneq 10
10 12. september 2010
Þ
að eru bráðum þrettán ár síðan smásagnasafn eftir
Davíð Oddsson, þá forsætisráherra, kom út undir
heitinu Nokkrir góðir dagar án Guðnýjar. Þessi bók-
artitill kom mér í huga fyrr í vikunni þegar skyndi-
lega ruddist fram í morgunfréttum Ríkisútvarpsins Ólafur
Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sem staddur var í Kína. Mér
varð á að hugsa hvort ekki væri tilefni til þess að skrifa bók
undir heitinu Nokkrir góðir mánuðir án Ólafs.
Ég man vel eftir þessu smásagnasafni, sem fékk afar góðar
viðtökur hér á landi. Mikið var gantast með bókartitilinn, sem
er heiti einnar smásög-
unnar. Við sem vorum að
skrifa og flytja fréttir af
stjórnmálum og stjórn-
málamönnum fífluðumst
með það í kaffistofu Alþing-
is, hvort titillinn væri jafn-
vel dulbúin árás á einn
kvennalistaþingmanninn,
sem hét einmitt Guðný, en
þetta var nú bara hálfkær-
ingur og fíflaskapur sumra
fréttamanna og þingmanna,
því þegar sagan er lesin
kemur á daginn að hann
Bergur í Nokkrum góðum
dögum án Guðnýjar er að
velta því fyrir sér hvort
Guðný elski hann enn eða
hvort hún hafi í raun elskað
hann nokkurn tíma í rúm-
lega átján ára hjónabandi.
Ólafur Ragnar hefur und-
anfarna mánuði verið bless-
unarlega fámæltur; hann
hefur hvílt þjóðina á innihaldslausu orðagjálfri sínu; hann hefur
haldið í skefjum mikilmennskubrjálæði sínu, þannig að bjargv-
ættarheilkennið hefur lítið látið á sér kræla; honum tókst að
stórbæta vinsældavísitölu sína, með því að vísa nauðungar-
samningnum um Icesave, sem hefði sent þjóðina í skuldafang-
elsi til margra ára, í þjóðaratkvæðagreiðslu.
Vitanlega veitti manninum ekki af, því hann var kominn á
botninn og eitt prósent þjóðarinnar, kvaðst, samkvæmt skoð-
anakönnun, bera traust til forsetans.
En nú getur hann ekki meir. Klappstýra útrásarvíkinganna
fór til Kína og hitti Xi Jinping, varaforseta Kína, og sagði svo
þjóðinni í morgunfréttum RÚV að fundurinn hefði verið afar
árangursríkur.
„Forsetinn sagði sérstaklega mikilvægt að heyra varaforseta
Kína lýsa þeirri stefnu að kínversk yfirvöld teldu það burðarás í
samstarfi við Ísland að íslenskir aðilar og fyrirtæki yrðu þátt-
takendur í nýtingu jarðhita á mörgum svæðum og borgum í
Kína. Bæði með því að leggja hitaveitur í fjölmörgum millj-
ónaborgum í Kína og nýta jarðhita til orkuframleiðslu, gróð-
urhúsaræktunar, heilsulinda og annarra þátta,“ sagði orðrétt í
frétt RÚV.
Er þetta ekki hálfvandræðalegt?! Er það næsta útrásarverk-
efni forsetans að gera litla Ísland að aðalverktökum í Kína, ríki
þar sem búa 1.300 milljónir Kínverja, 1,3 milljarðar Kínverja?
Hver bað forsetann um að fara til Kína og leita eftir jarðhita-
verktöku fyrir Íslendinga? Ætlar forsetinn kannski að koma
heim með samning upp á vasann? Heldur hann að þjóðin sé bú-
in að gleyma klappstýruhlutverki hans í útrásarloftbólunni sem
sprakk með skelfilegum afleiðingum framan í alla þjóðina?
Þótt oft sé sagt um okkur Íslendinga að við höfum einskonar
gullfiskaminni, sem ég held að nái til þriggja sekúndna aftur í
tímann, held ég að fæst okkar hafi gleymt hlutverki forsetans í
útrásinni – klappstýruhlutverkinu sem hann var svo ofur-
stoltur af á meðan hann gegndi því. Því held ég að það viturleg-
asta sem Ólafur Ragnar Grímsson getur gert sé að hafa hljótt
um sig, láta lítið á sér bera og ef sýndarmennskuþörfin ætlar að
bera hann ofurliði, eigi hann einfaldlega að spjalla við sjálfan sig
í speglinum og rifja upp „afrek“ sín frá undanförnum árum.
Slík upprifjun ætti að verða honum víti til varnaðar.
Góðir mán-
uðir án Ólafs
Agnes segir
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Ólafur Ragnar Grímsson
’
Heldur hann að
þjóðin sé búin
að gleyma
klappstýruhlutverki
hans í útrásarloftból-
unni, sem sprakk
með skelfilegum af-
leiðingum framan í
alla þjóðina?
6:30 Vakna og fer á fætur
enda get ég ekki sofið lengur.
Næ í blöðin og vek konuna ef
hún sefur enn. Við spjöllum
saman yfir kaffibolla.
8:00 Mæti til vinnu. Byrja
þennan miðvikudagsmorgun á
að fara yfir öll þau skilaboð
sem hafa borist. Í minni umsjá
eru kvartanir og ábendingar
sem okkur berast. Einnig viðtöl
við farþega og aðra sem vantar
upplýsingar um ferðir vagn-
anna. Hef einnig umsjón með
biðskýladeildinni sem sér um
viðhald og þrif á biðstöðvum
Strætó.
9:00 Fæ mér kaffibolla með
samstarfsfólki mínu. Við spjöll-
um um daginn og veginn og
ber margt og merkilegt á góma.
10:30 Fer upp í Leirvog-
stungu að skoða aðstöðu við
biðskýli. Fyrir mistök hefur
verið búið svo um að vagninn
kemst ekki lengur að biðstöð-
inni. Leysi málið í samvinnu
við verktaka á svæðinu.
12:00 Matur. Við erum svo
heppin að vera með ráðskonu
af gamla skólanum sem er al-
veg frábær og eldar fyrir okkur
góðan og hefðbundinn heim-
ilismat. Alveg yndislegt.
12:45 Fer að Hafnarfjarð-
arvegi þar sem vinna hefur
staðið yfir við að sameina tvær
biðstöðvar í eina. Athuga frá-
gang og annað.
14:00 Á fund með borg-
arstarfsmanni á fram-
kvæmdasviði um að aðstoða
mig við að setja upp bekki ut-
andyra á Hlemmi. Gömlu
bekkirnir voru fastir við húsið
og voru teknir niður á sínum
tíma en nú stendur til að fá
frístandandi bekki til að fólk
geti tyllt sér. Einnig rætt að
endurnýja bekkina inni á
Hlemmi sem eru komnir til ára
sinna.
15:00 Aftur kominn á skrif-
stofuna til að klára það sem
liggur fyrir. Fer yfir skilaboð og
hringi í þá sem hafa sent er-
indi.
16:45 Fer heim. Vinnudag-
urinn er stundum til 17 og
stundum til 18. Yfirleitt er
matur á borðum klukkan 18 og
svo sest ég yfir fréttirnar 18:30.
Oftar en ekki sé ég yfirlitið en
dorma síðan fram að seinni
fréttum.
Í dag er þó annað upp á ten-
ingnum, svili minn kemur með
bíl sem hann er að gera upp og
ég aðstoða hann í bílskúrnum
fram eftir kvöldi.
22:00 Á notalega stund með
konunni og fer síðan í háttinn.
Dagur í lífi Þórhalls Halldórssonar, deildarstjóra farþegaþjónustu Strætó
Morgunblaðið/Golli
Bekkir og biðskýli
Þessar stúlkur tóku þátt í tísku-
sýningu sem haldin var í Nor-
ræna húsinu í maí 1976 í tilefni
af norrænu barþjónaþingi.
Morgunblaðið greindi frá þess-
um viðburði: „Fulltrúarnir eru
allir með eiginkonur með sér og
þeim til dægrastyttingar var í
gær haldin tízkusýning á sum-
ar- og sportfatnaði,“ segir í
greininni. Fötin voru frá Guð-
rúnu á Rauðarárstíg, Ramma-
gerðinni og Íslenskum heimilis-
iðnaði. Sýningarstúkurnar voru
í það minnsta meiriháttar flottar
og hafa áreiðanlega skemmt
eiginkonunum.
Úr myndasafni
Morgunblaðið/Ólafur K. Magnússon
Konunum
skemmt