SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Síða 16
A
tvinnuleikhús hélt innreið
sína í menningarhúsið Hof á
Akureyri í gær, föstudags-
kvöld. Áður höfðu áhugaleik-
arar stigið á svið og tónlistin hefur ómað
um báða sali hússins, Hamraborgina og
Hamra. Sinfóníuhljómsveit Norðurlands
eignaðist loks eigið heimili og kom fram
opnunarhelgina og nú er hinn risinn sem
aðstöðu mun hafa í húsinu sem sagt
fluttur inn – Leikfélag Akureyrar.
Upphaflega átti að frumsýna söngleik-
inn Rocky Horror í gamla samkomuhús-
inu á síðastliðnum vetri en ákveðið var
að fresta því; sýningin komst ekki að
með góðu móti vegna vinsælda annarra
verka og einnig þótti mun meira spenn-
andi að setja þessa miklu sýninga upp á
stóru sviði og í 500 manna sal í Hofi.
Leikfélagið verður áfram til heimilis í
samkomuhúsinu en setur upp eitt stórt
verk á hverjum vetri í Hofi.
Tuttugu ár eru síðan þessi sívinsæli
söngleikur var fyrst settur á svið hér-
lendis, þegar Páll Óskar Hjálmtýsson fór
með aðalhlutverkið, Frank N. Furter, í
uppfærslu Menntaskólans við Hamra-
hlíð.
Fimmtán ár eru síðan verkið var síðast
sýnt á Íslandi og nú stíga á hið nýja
sparisvið Akureyringa þeir óhefðbundnu
karakterar sem Richard O’Brien skóp á
öndverðum áttunda áratug síðustu aldar.
Jón Gunnar Þórðarson leikstýrir Rocky
Horror hjá LA og með helstu hlutverk
fara söngvarinn og leikarinn Magnús
Jónsson (Frank N. Furter), rokksöngv-
arinn kunni Eyþór Ingi Gunnlaugsson
(Riff Raff), Bryndís Ásmundsdóttir (Ma-
genta) og Andrea Gylfadóttir (Columbia),
en Andrea er jafnframt tónlistarstjóri
sýningarinnar. Aðrir leikarar eru Jana
María Guðmundsdóttir, Atli Þór Alberts-
son, Matthías Matthíasson (þekktur sem
söngvari Papanna) Guðmundur Ólafsson
og Hjalti Rúnar Jónsson. Auk þess koma
við sögu kór og dansarar og hljómsveit er
á sínum stað í gryfjunni.
Að vera eða ekki vera! Jana María Guðmundsdóttir býr sig undir eina af lokaæfingunum. Matthías Matthíasson söngvari Papanna stígur nú á svið sem leikari. Heldur ófrýnilegur!
Atli Þór Albertsson klár í slaginn. Sigyn Blöndal sýningarstjóri setur punktinn yfir i-ið.
Hryllingurinn
um Rocky í Hofi
Frank N. Furter, Riff Raff og aðrar kynjaverur
í söngleiknum Rocky Horror eru fluttar inn í
Hof, menningarhúsið nýja á Akureyri.
Texti og myndir Skapti Hallgrímsson skapti@mbl.is
Bak við tjöldin
Það er ekki
alltaf tekið út
með sældinni
að leika á há-
hæla skóm.
Hugað að fæti
Magnúsar
Jónssonar..