SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Side 40

SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Side 40
40 12. september 2010 E spresso og mjólkurdrykkir gerðir með espresso hafa verið samnefnari þess sem fellur í flokkinn gott kaffi hin síðustu ár. Gamaldags uppáhelling hefur þótt vera einmitt það, gamaldags, og hefur ekki átt upp á kaffipallborðið, ekki síst hjá yngri kynslóðinni. Á þessu er að verða breyting en kaffi sem hellt er upp á einn bolla í einu, svokölluð kaffihelling er að koma sterkt inn. Breytt viðhorf til uppáhellingar „Þessi uppáhellti kaffibolli með gömlu aðferðinni er að koma aftur,“ segir Stella Marta Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Kaffitárs. „Við erum að innleiða þetta á seðilinn okkar. Nú þegar er hægt að fá kaffihellingu á Kaffitári við Höfðatorg en hún kemur á hin kaffihúsin með haust- inu,“ segir hún. „Espresso er búið að vera ríkjandi í kaffiheiminum um nokkurt skeið. Við höfum samt alltaf lagt áherslu á uppáhellt kaffi hjá okkur en það hefur ekki þótt eins smart því það er enginn kaffibar- þjónn sem stendur á bak við það. Kaffi- barþjónn hellir núna upp á kaffihellingu bara fyrir þig. Hann spáir í hvaða kaffi- tegund hann vill bjóða þér. Hvort þú vilj- ir kaffi, sem er sýrnishátt eins og til dæmis frá Afríku, kaffi frá Indónesíu sem er með þungum jarðtónum eða viltu fá létt og skemmtilegt Kólumbíukaffi? Við- skiptavinurinn getur valið kaffibragðið,“ segir Stella og segir þessar hugleiðingar minna frekar á það sem fram fer í vín- smökkun því það er „spáð og spekúlerað í fyllingu og bragð“ og útskýrir nánar hvernig kaffihelling hefur breytt viðhorfi til uppáhellingar. „Með þessu er búið að setja uppáhellt kaffi á hærri stall því núna er bara verið að hella upp á einn bolla í einu. Kaffið er Héðinn Eiríksson, kaffibarþjónn Kaffitárs, að störfum í Höfðatorgi. Einkenni hverrar kaffitegundar fyrir sig koma svo vel í ljós þegar hellt er uppá með þessari aðferð. Morgunblaðið/Árni Sæberg Handverks- hefð í hellingu Kaffitár notar vörur frá japanska vörumerkinu Hario. Nýuppáhellt kaffihelling. Morgunblaðið/Árni Sæberg Úrvalskaffiheimurinn fer stækkandi, espresso víkur fyrir nýrri tegund af uppáhellingu þar sem aðeins er hellt upp á einn bolla í einu eftir kúnst- arinnar reglum. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Matur Á ensku heitir uppáhellt kaffi fyrir einn í kaffifræðunum „pour over“. Kaffitár vildi að sjálfsögðu nota gott og gilt íslenskt orð yfir þessa aðferð og leitaði því til Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Stofnunin kom með tillögu um að kalla þetta „hellingu eða kaffihell- ingu. Dæmi: Hann fær sér (kaffi) hellingu á hverjum morgni. (Ein hell- ing, margar hellingar (myndað af sögninni að hella), sbr. ein fylling, margar fyllingar (af sögninni að fylla)).“ Orðið er mjög við hæfi og á áreið- anlega eftir að festa sig í sessi um leið og aðferðin. Kaffihelling

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.