SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Blaðsíða 27
12. september 2010 27
S
veppi, eða Sverrir Þór Sverrisson eins og hann
heitir víst, fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1977. Hann
ólst upp í Breiðholti, gekk í Breiðholtsskóla og síð-
ar meir í Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Þar nam
hann í fimm ár án þess að útskrifast sem ku vera einhvers
konar met. Hann æfði fótbolta og handbolta með ÍR, þótti
gríðarlegt efni í handboltanum og var af sumum kallaður
„örvhenta undrið“.
Frægðarferill Sveppa hófst sumarið 2000 þegar hann
gekk hringinn í kringum landið fyrir útvarpsþáttinn SjöTíu
á útvarpsstöðinni Mono, en þátturinn var í umsjón tvíeyk-
isins Simma og Jóa. Ekki varð aftur snúið og í kjölfarið
fylgdi þátturinn 70 mínútur, sem sýndur var á Popptíví og
var frá 2000-2005 í umsjón Simma, Jóa, Sveppa og Auðuns
Blöndal, Strákarnir, þar sem Sveppi, Auddi og Pétur Jó-
hann Sigfússon fóru á kostum, og Auddi og Sveppi, sem nú
er á dagskrá Stöðvar 2.
Sveppi heldur góðu sambandi við félaga sína og hafa þeir
meðal annars stofnað matarklúbb eins og fullorðnu fólki
sæmir en Sveppi er í dag ábyrgur tveggja barna fjöl-
skyldufaðir. Í síðastliðinni viku var hann viðstaddur frum-
sýningu þrívíddarmyndarinnar Algjör Sveppi og dularfulla
hótelherbergið en á döfinni er að fara með leiksýninguna
Algjör Sveppi til Akureyrar.
Pirraður á koppnum tveggja ára gamall. Um það bil fjögurra ára með Fiffa bróður. Jól í Eyjabakkanum. Sveppi segist sakna lokkanna hans Ingvars bróður.
14 ára á jólunum með Ingu frænku. Flottur í rauðum Levi’s 501.
Sveppi fékk slaufuna í gjöf frá pabba sínum en hún skartaði alvöru ljós-
um. Hjólabrettið var hann hæstánægður með en kunni ekkert á það.
Með Villa vIð tökur á Algjörum Sveppa, barnamorgunþætti Stöðvar 2.
Meiriháttar
Sveppi
Úr myndaalbúminu
Sveppi er löngu landsþekktur
fyrir trúðslæti sín og dáður bæði
af börnum og fullorðnum.
Við tökur á auglýsingu fyrir Símann í LA. Við Wipeout brautina margfrægu.
Þórsmörk, fyrsta helgin í júlí.
Í myndatöku hjá pabba og með sár á nebb-
anum eftir einhver strákapör.
Í fjölskyldufríi í Bandaríkjunum 1985.
Söguleg stund. Síðasti þáttur Simma í 70 mínútum.