SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Blaðsíða 27

SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Blaðsíða 27
12. september 2010 27 S veppi, eða Sverrir Þór Sverrisson eins og hann heitir víst, fæddist í Reykjavík 5. ágúst 1977. Hann ólst upp í Breiðholti, gekk í Breiðholtsskóla og síð- ar meir í Fjölbrautaskólann í Breiðholti. Þar nam hann í fimm ár án þess að útskrifast sem ku vera einhvers konar met. Hann æfði fótbolta og handbolta með ÍR, þótti gríðarlegt efni í handboltanum og var af sumum kallaður „örvhenta undrið“. Frægðarferill Sveppa hófst sumarið 2000 þegar hann gekk hringinn í kringum landið fyrir útvarpsþáttinn SjöTíu á útvarpsstöðinni Mono, en þátturinn var í umsjón tvíeyk- isins Simma og Jóa. Ekki varð aftur snúið og í kjölfarið fylgdi þátturinn 70 mínútur, sem sýndur var á Popptíví og var frá 2000-2005 í umsjón Simma, Jóa, Sveppa og Auðuns Blöndal, Strákarnir, þar sem Sveppi, Auddi og Pétur Jó- hann Sigfússon fóru á kostum, og Auddi og Sveppi, sem nú er á dagskrá Stöðvar 2. Sveppi heldur góðu sambandi við félaga sína og hafa þeir meðal annars stofnað matarklúbb eins og fullorðnu fólki sæmir en Sveppi er í dag ábyrgur tveggja barna fjöl- skyldufaðir. Í síðastliðinni viku var hann viðstaddur frum- sýningu þrívíddarmyndarinnar Algjör Sveppi og dularfulla hótelherbergið en á döfinni er að fara með leiksýninguna Algjör Sveppi til Akureyrar. Pirraður á koppnum tveggja ára gamall. Um það bil fjögurra ára með Fiffa bróður. Jól í Eyjabakkanum. Sveppi segist sakna lokkanna hans Ingvars bróður. 14 ára á jólunum með Ingu frænku. Flottur í rauðum Levi’s 501. Sveppi fékk slaufuna í gjöf frá pabba sínum en hún skartaði alvöru ljós- um. Hjólabrettið var hann hæstánægður með en kunni ekkert á það. Með Villa vIð tökur á Algjörum Sveppa, barnamorgunþætti Stöðvar 2. Meiriháttar Sveppi Úr myndaalbúminu Sveppi er löngu landsþekktur fyrir trúðslæti sín og dáður bæði af börnum og fullorðnum. Við tökur á auglýsingu fyrir Símann í LA. Við Wipeout brautina margfrægu. Þórsmörk, fyrsta helgin í júlí. Í myndatöku hjá pabba og með sár á nebb- anum eftir einhver strákapör. Í fjölskyldufríi í Bandaríkjunum 1985. Söguleg stund. Síðasti þáttur Simma í 70 mínútum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

SunnudagsMogginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.