SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Síða 28

SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Síða 28
28 12. september 2010 Flatey er einstakur staður á Íslandi. Þar stendur tím- inn í stað og hefur gert lengi. Það má segja að 21. öldin verði eftir á bryggjunni á Stykkishólmi og órætt sé hvaða öld maður stígur inn í þegar út í eyju er komið. Það er sem hægist á úrverki líkamans, hjartslætt- inum, því gangur tilverunnar er hægur og þægilegur fjarri skarkala borgarlífsins. En svo koma augnablik þegar lifnar yfir eyj- arskeggjum og gestum þeirra. Það eru nefnilega stundum haldin böll á sumrin. Þá fyllist eyjan af fólki og ungir sem aldnir fjölmenna, hvort sem það er í sparifötum eða lopapeysu og gönguskóm. Um leið er kynslóðabilið brúað. Fjörið verður enn fjörugra þegar andstæðurnar mætast og kyrrðin er rofin á þessum afvikna stað. Þetta sumarkvöld var það Skárren ekkert sem reif upp stemmninguna. Vikuna á undan hafði verið 17 til 20 stiga hiti alla Yndisreitur Kjartan Þorbjörnsson golli@mbl.is Allir dansa konga

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.