SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Síða 54

SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Síða 54
54 12. september 2010 F yrir hálfum fjórða áratug gáfu Guðmundur Jör- undsson útgerðarmaður og Marta Sveinsdóttir, kona hans, Akureyrarbæ listaverk sem smíðað var af einum af okkar merkustu myndhöggv- urum landsins, Ásmundi Sveinssyni. Listaverkinu, sem fékk nafnið „Harpa bænarinnar“, var komið fyrir á grasbletti á Hamarkotstúni á Akureyri og hefur staðið þar upp frá því. Listaverkið hefur látið nokkuð á sjá á undanförnum árum að sögn Guðrúnar Hörpu Örvarsdóttur myndlist- arkonu sem hefur beitt sér fyrir því að listaverkið verði flutt og leggur til að því verði komið fyrir við menning- arhúsið Hof. „Ég minnist þess sem lítil stelpa, hvað það var notalegt að sitja á bekk hjá Hörpu bænarinnar og borða nestið mitt með barnfóstrunni og leika á túninu. Frá þeim tíma hef ég haft mikla og sterka tengingu til verksins en það var ekki fyrr en síðar, þegar að ég varð eldri og forvitnari að ég fór að kynna mér málið og komst þá að því að þetta var verndarvættur.“ Guðrún Harpa segir að það komi ávallt yfir hana sér- stök tilfinning í hvert sinn sem hún kemur í heimabæ- inn, sest hjá Hörpunni „og finn kraftinn og friðinn sem hún gefur frá sér. Ég er sannfærð um að hér er dulræn vera á ferðinni sem okkur ber að virða og umgangast með virðingu“, segir Guðrún Harpa og segir sorglegt hvað verkinu sé sýndur lítill sómi. „Að mér vitandi hef- ur Harpan staðið útkrotuð með sama krotinu síðastliðin 10 ár. Þetta er eitthvað sem ég kalla vanvirðingu við list- menninguna og eins vanvirðingu við þá sem gefa okkur slíkar gjafir, því svona gjafir eru ekki á allra færi að gefa. Hafa Akureyringar gleymt Hörpu bænarinnar eða vita Akureyringar ekki af henni þar sem hún stendur í dag? Eins kom mér það mjög á óvart að ekki er einu orði á hana minnst á sýningu sem nú stendur yfir í Listasafn- inu á Akureyri yfir samantekt á verkum Ásmundar Sveinssonar myndhöggvara.“ Guðmundur Jörundsson og Marta Sveinsdóttir, kona hans, sem gáfu Akureyrarbæ verkið, voru bæði fædd og uppalin í Eyjafirði og búsett þar um tíma. Guðmundur var mikill áhugamaður um dulræn efni og einn af hvat- mönnum að stofnun Sálarrannsóknarfélagsins á Ak- ureyri og formaður þess um skeið. Síðar tók hann þátt í störfum hjá Sálarrannsóknarfélagi Íslands, bæði í stjórn og fullrúaráði. Hann var farsæll skipstjóri og útgerð- armaður og stóð meðal annars fyrir komu fyrsta dís- iltogara Íslendinga hingað 1949, Jörundi, sem var með vökvadrifinni togvindu og síðar að Narfa 1960 fyrsta togaranum sem frysti aflann um borð. Vitrun á Vaðlaheiðarbrún Guðmundur lýsir tilurð verksins í bók sinni Sýnir og sálfarir og rekur það meðal annars er hann var staddur á Vaðlaheiðarbrún að honum vitraðist verndarvættur Eyjafjarðarbyggða. Er hann síðar kom á vinnustofu Ás- mundar Sveinssonar veturinnn 1970 sá hann þar verkið Hörpu bænarinnar. „Um leið og ég snerti listaverkið, varð ég fyrir sömu áhrifum og forðum á Vaðlaheið- arbrúninni,“ segir í bók Guðmundar og í framhaldi af þessari upplifun fékk hann samþykki Ásmundar fyrir að reisa verkið á Akureyri. Eins og getið er hefur Guðrún Harpa lagt til að lista- verkið verði sett upp við menningarhúsið Hof. „Væri ekki táknrænt og virðingarvert við Guðmund sjálfan að hafa verndarvættinn í faðmi hafs og fjarðar og gefa hon- um stað við nýja menningarhúsið Hof þar sem hjarta menningar á Akureyri kemur til með að slá í framtíð- inni?“ arnim@mbl.is Harpa bænarinnar á Hamarkotstúni Útkrotuð Harpa bænarinnar eftir Ásmund Sveinsson. Skapti Hallgrímsson M yndlistarmenn eru oft kímnir í verkum sínum, stundum í bland við kaldhæðni. Það var heilmikil spaugsemi í Kjarval, ekki síst í látbragði hans. Þó er eins og húm- orinn stimpli sig ekki „fyrir alvöru“ inn í íslenska myndlist fyrr en upp úr miðjum 7. áratugnum með SÚM-hópnum; hópi ungra myndlistamanna sem að- hylltust hugmyndalist og flúxus – og þessum hreyf- ingum fylgdi leikur; t.a.m. leikur með tungumálið, vitsmunalegur leikur eða merkingarleikur, oft á tíðum með gagnrýnum undirtónum. Það bar líka á gam- ansemi í verkum Errós á þessum árum, en hann starf- aði í hringiðu listarinnar úti í heimi. Dieter Roth var í framvarðasveitinni; skrefi á undan þegar hann hóf að hræra upp í íslensku menningarlífi laust fyrir 1960 með róttækri og frumlegri leikgleði sem átti rætur að rekja til evrópskrar framúrstefnu frá fyrri helmingi síðustu aldar. Það er vel til fundið að skoða þátt kímninnar í innlendri samtímamyndlist eins og nú er gert í Hafn- arborg á sýningunni „Að elta fólk og drekka mjólk“. Það er líklega engin tilviljun að yfirskrift sýning- arinnar vísar beint í heiti gjörningatengds ljós- myndaverks eftir Sigurð Guðmundsson frá 1972, en hann tilheyrði SÚM-hópnum. Verkið byggist á orðaleik og frásagnarlegum fáránleika sem hristir ekki aðeins upp í hversdagsleikanum, heldur einnig upp í listinni sjálfri. Svipað má segja um endurgerð verks eftir Þórð Ben Sveinsson sem upprunalega var gert fyrir sýn- inguna SÚM III árið 1969. Þriðji SÚM-arinn á sýning- unni er Magnús Pálsson en í verkinu Ljóshirsla frá 1977 sækir hann í spaugilegan sagnabrunn og „færir“ ímyndað ljós úr sögu um Bakkabræður inn í sýning- arrýmið. Getur kímnin leikið lausum hala í myndlistarverki? Ilmur Stefánsdóttir sýnir myndbandsverk þar sem hversdagslegir hlutir öðlast nýja og skondna merkingu, t.d. breytist straubretti í fiðlu og bók í harmonikku, eða öfugt. Raunar virðist myndlistarsköpun oft snúast um slíka iðju – sem getur opnað nýja sýn á lífið og til- veruna. Verk Egils Sæbjörnssonar, Strokleður og reglu- stika, virðist stríða gegn þyngdaraflinu en fjallar þegar betur er að gáð um skynblekkingu af ýmsu tagi, ekki síst þá sem tengist rými kvikmynda. Og Darri Lorenzen leikur á sýningargestinn sem er „staðinn að verki“ þeg- ar hann sér framlengingu af sér í öðru rými (ljósmynd). Löng hefð er fyrir því að nota húmor sem pólitískt vopn, eða tæki til samfélagsgagnrýni. Ásta Ólafsdóttir spyr áleitinna spurninga í fjarstæðukenndu verki af Maó formanni sem ber barmmerki með mynd af Stokkseyringnum og skörungnum Þuríði formanni. Gjörningaklúbburinn veltir líka fyrir sér stöðu (list) kvenna með því að vera fyndnar og dömulegar en í myndbandsverkinu Dynasty snerta þær jafnframt á sambandi manns og náttúru og brýnum umhverf- ismálum sem tengjast hagnýtingu og hnattrænni hlýn- un. Snorri Ásmundsson bregður sér í gervi trúðsins og nýtir rými Hafnarborgar skemmtilega með innsetningu sem minnir í senn á kosningaskrifstofu og forsetastofu. Þar er sviðsetning sem tengist grínframboði hans fyrir nokkrum árum – sem öðlast hefur nýja og „háalvar- lega“ merkingu í ljósi atburða undanfarinna missera. Og bróðir Snorra, Ásmundur, á sprenghlægilegt úti- listaverk skammt frá listamiðstöðinni. Í heild er hér á ferðinni vel heppnuð sýning frísklegs hóps sýnenda en sumir þeirra hafa ekki verið áberandi á sýningum stærri listasafna. Höfðað er til hláturtauga, eða a.m.k. brosvöðva, sýningargesta með ágætum ár- angri, auk þess sem þeir fá skýrari mynd af tengslum myndlistar og húmors – tveggja fyrirbæra sem erfitt er að henda reiður á en sem óneitanlega auðga mjög til- veruna. Leikgleði Myndlist Að elta fólk og drekka mjólk bbbbn Ásmundur Ásmundsson, Ásta Ólafsdóttir, Darri Lorenzen, Egill Sæbjörnsson, Erling Klingenberg, Eva Ísleifsdóttir, Geirþrúður Finnbogadóttir Hjörvar, Gjörningaklúbburinn, Hallgrímur Helga- son, Ilmur Stefánsdóttir, Magnús Pálsson, Sara Björnsdóttir, Sig- urður Guðmundsson, Sigtryggur Berg Sigmarsson, Snorri Ás- mundsson, Stefán Jónsson, Steingrímur Eyfjörð, Unndór Egill Jónsson, Þórður Ben Sveinsson. Hafnarborg. Til 24. október 2010. Opið kl. 12-17 alla daga og fimmtudaga til kl. 21. Lokað á þriðjudögum. Aðgangur ókeypis. Sýningarstjóri: Kristín Dagmar Jóhannesdóttir. Ljóshirsla eftir Magnús Pálsson (1977). Anna Jóa Morgunblaðið/Árni Sæberg Lesbók

x

SunnudagsMogginn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.