SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Síða 45
12. september 2010 45
Lífsstíll
H
austlitaferðir verða vinsælar þegar líða tekur
á haust og fara heilu rútufarmarnir af fólki á
Þingvelli og fleiri staði til að sjá fallega lit
laufblöð og náttúruna breyta um svip. En
haustlitaferð þarf ekki endilega að innihalda bíltúr, nesti
og nýja skó. Höfundi hefur þannig
t.d. dottið í hug að fara í haustlitaferð
í verslanir og bar þá hugmynd undir
systur sína nýverið. Í slíka ferð er gott
að fara snemma áður en allt rýkur úr
hillunum og jafnvel bara athuga í
fyrstu umferð hvaða liti sé að finna á
slánum og hvort það taki því yfirleitt
fyrir mann að leita að ákveðnu sniði á
jakka eða skóm. Stundum er tískan
einfaldlega ekki hliðholl manni og þá
er bara að fara heim og semja frið við
gömlu skóna sem þú ætlaðir að henda
með því að nostra við þá og gera enn
fallegri. Eða sverma fyrir svarta
kjólnum sem þú keyptir ódýran um árið með litríku
glingri.
En oft getur þetta verið erfitt því að haustinu fylgir
gjarnan þessi kitlandi æsingur sem fylgir nýjum varningi
í verslunum og þegar bæði þarf að vera vel til hafður í
skóla og vinnu er enn mikilvægara að fataskápurinn
samanstandi ekki bara af þægilegu drasli síðan í fyrra
heldur líka af skvísulegu stöffi síðan á morgun.
Það er bæði þreytandi og skemmtilegt að ráfa búð úr
búð, óa og æja yfir fegurð og verði, engjast yfir eldheitu
vísakorti og töpuðu fé sem aldrei kemur aftur en er vel
geymt í ull, bómull, leðri eða hverju
því sem flíkin eða fylgihluturinn er
úr. Oftast er betra að vera ekki einn í
slíkum ferðum til að geta fengið álit
annarra og eins til að láta stoppa sig
séu slæm kaup í uppsiglingu. Stund-
um er samt líka skemmtilegt að fara
einn á stjá og njóta þess að kaupa sér
algjöra vitleysu út í loftið.
Sama hvernig maður skipuleggur
slíka haustlitaferð þá takast yfirleitt
á hið góða og illa þegar heim kemur.
Hið góða klappar manni á bakið fyrir
að hafa gert vel við sig en hið illa
hvíslar kvikindislega að manni að
farið hafi féð betra. Best er að blása á allt slíkt og vera
ánægður með að hafa fundið sér eitthvað vel passandi og
flott fyrir haustið. Það er það minnsta sem maður getur
gert eftir að hafa lagt það á sig að máta ótal flíkur. Móður
og másandi inni í allt of þröngum og heitum mátunar-
klefa.
Skvísu-
haust-
litaferð
Haustlitaferðir í verslanir eru
nauðsynlegar til að sjá það
nýjasta nýtt. Hefðbundnar
haustlitaferðir eru líka nær-
andi fyrir líkama og sál.
María Ólafsdóttir maria@mbl.is
Tískan bæði
heillar mann og
tryllir á haustin.
Reuters
’
Stundum er tísk-
an einfaldlega
ekki hliðholl
manni og þá er bara að
fara heim og semja frið
við gömlu skóna sem
þú ætlaðir að henda
með því að nostra við
þá og gera enn fallegri
Eitt af því sem afar notalegt er að gera á haustin er að
skella sér í sumarbústaðaferð með bestu vinkon-
unum. Takið með ljúffengan mat og eitthvað gott í
glas, spil, nokkrar góðar bíómyndir og jafnvel handa-
vinnu. Svo er um að gera að búa sér til heimaspa í bú-
staðnum, lakka og snyrta á sér neglurnar og gera allt
þetta dúllerí sem maður hefur ekki tíma fyrir dags dag-
lega. Annars bara að sitja í pottinum eða inni, spjalla,
fara í göngutúr og hafa það kósí og gott saman í sveita-
sælu.
Haustdekur og heimaspa
Heimaspa í sumarbústaðnum er notalegt.
Alvöru haustlitaferð út í
náttúruna er ósköp
notaleg. Gott er að
finna sér laut með ilm-
andi berjalyngi, tína
kannski eins og nokkur í
dós ef einhver eru eftir
og anda að sér fersku
loftinu. Náttúran okkar
er falleg og um að gera
að njóta hennar allan
ársins hring. Þegar líða
tekur á haust og vetur
þarf bara að klæða sig
aðeins betur og eftir
veðri. Hægt er að fara í
bíltúr og ganga dálítinn
spöl eða heimsækja lít-
inn bæ og njóta þess
sem þar er í boði, enda
margt skemmtilegt að
gerast á haustin. Síðan
má alltaf finna sér skemmtilega sundlaug og slappa af
í heitum potti í hauströkkrinu. Grilla síðan eitthvað gott
í anda nýliðins sumars og hafa það notalegt innan dyra
við spjall og afslöppun. Haustlitaferð gæti nú ekki orð-
ið mikið meira kósí en það.
Í rauðri og gulri lautu
Gott er að fleygja sér í
fallega lautu.
Morgunblaðið/Ómar
Það getur komið fyrir að maður kaupi
aðeins meira en maður ætlar sér. Þá
dæsir maður yfir kaupæði þegar heim
er komið og reynir að hemja sig í
eyðslu næstu vikurnar. Það er ósköp
eðlilegt að öðru hvoru nái eyðslu-
skrímslið tökum á manni en hjá sum-
um er kaupæðið viðvarandi vandamál.
Kaupæði eður ei?
Kaupæðið er líka vandamál sem erfitt
getur verið að höndla því undir fátt er
ýtt meira í samfélaginu en einmitt það
að kaupa sér eitthvað. Auglýsingar,
sjónvarpsþættir og tímarit hafa sín
áhrif en líka fólkið í kringum okkur. Það
er fremur auðvelt að flokka í sundur þá
sem eru venjulegir kaupendur, þá sem
splæsa duglega á sig öðru hvoru og
loks þá sem eiga einfaldlega við kaup-
fíkn að stríða. Mörkin liggja við það að
það að kaupa sér eitthvað verður leið
viðkomandi til að höndla stress og
keypt er svo mikið að kaupin eru í raun
farin að hafa neikvæð áhrif á líf við-
komandi á ýmiss konar hátt. Kaup-
fíklar eru oft skuldum vafnir en líkt og
með aðrar fíknir getur verið afar erfitt
að hemja sig og ná tökum á kaupfíkn-
inni. Ekki eru allir læknar á eitt sáttir
um að hér sé um raunverulega fíkn að
ræða en mörgum einkennum kaup-
fíknar svipar til annarrar fíknar. Til að
mynda að hugsa mikið um næstu
verslunarferð og skipuleggja hana í
þaula, líkt og átröskunarsjúklingar
hugsa oft um mat og matarinnkaup.
Deilt um hvort
kaupfíkn sé til
Kaupfíknin getur náð algjörum tökum á fólki og það verður skuldum vafið.
Ljósmynd/Neil Beckerman