SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Qupperneq 31
12. september 2010 31
Þ
að hlýtur að vekja fólk til umhugsunar hvert stefnir í menntamálum þjóðarinnar,
að lesa viðvörunarorð Ingu Dóru Sigfúsdóttur í Sunnudagsmogganum, en hún er
nýráðin prófessor við Columbia-háskóla og brautryðjandi í rannsóknum á grunn-
skólanemum landsins. Í viðtalinu varar hún við því að gæðakröfum verði kastað
fyrir róða í niðurskurðinum sem framundan er.
„Þegar ákvörðun er tekin um að skera niður verður að gera það á grundvelli háskólastarfs-
ins í heild, meta það sem best er gert, halda því og henda öðru. Þá skiptir engu máli hvort við
erum með tíu háskóla eða einn. Við þurfum einfaldlega að tryggja að innan þeirra sé rekið starf
sem er nemendum okkar boðlegt. Þá er ekki gott að byrja á því að loka því sem best er gert.“
Hún gagnrýnir að kennslufræði- og lýðheilsudeild við HR, sem hún veitti forstöðu, hafi
verið lögð niður og telur að menntamálaráðuneytið hafi brugðist.
„Á fundi sem ég átti í ráðuneytinu í vor sögðu þau það ekki sitt hlutverk að skipta sér af því
sem gerðist innan skólanna. Það má til sanns vegar færa en hins vegar ber ráðuneyti mennta-
mála ábyrgð á því að háskólarnir uppfylli alþjóðleg viðmið um gæði starfsins og háskólastarfið
sé faglegt. Við höfðum komið okkur upp ómetanlegum tengslum við lærimeistara í virtum há-
skólum erlends og ég hafði áhyggjur af því að þegar deildinni yrði lokað þá misstum við þetta
fólk úr landi. Ég vildi að því væri gefinn kostur á samstarfi við aðra skóla því þannig hefðu
þessi tengsl nýst áfram íslenskum nemendum. En ráðherra bara yppti öxlum og sagði að þetta
kæmi sér ekki við.“
Auðvitað er langþægilegast fyrir menntamálaráðherra að láta sem hún hvorki heyri né sjái.
En í þessu sem öðru er vandinn til þess að takast á við hann. Nauðsynlegt er að taka mennta-
kerfið í heild til skoðunar, yfirbygginguna þar og forgangsröðun, þannig að þeir gífurlegu fjár-
munir sem ríkissjóður leggur í menntun þjóðarinnar nýtist sem best og skili nemendum sem
mestum ávinningi. Það þýðir ekkert fyrir ráðherra menntamála að yppta öxlum og láta sem
það komi sér ekki við.
Sprelllifandi og leitandi fyrirbæri
Í
samtali sem Orri Páll Ormarsson átti við Ilan Volkov, sem er líklegur til að verða næsti að-
alstjórnandi Sinfóníunnar, kemur fram að hann hefur framsækna sýn á hlutverk sinfón-
íuhljómsveita. Er það vel. Ekki er heldur annað að heyra en íslenskt tónlistarlíf, sem Vol-
kov þykir mjög áhugavert, falli vel að hugmyndafræði hans.
„Mín tilfinning er sú að hér hafi fólk skilning á því að ekki eigi að binda klassíska tónlist-
armenn á klafa,“ segir hann.
„Hefðin er að sjálfsögðu rík – og hana ber að virða – en það þýðir ekki að bannað sé að
plægja nýja akra. Minn persónulegi metnaður stendur til þess að vinna að hlutum sem eru að-
kallandi og skipta máli. Í því sambandi þykir mér skipta alveg jafnmiklu máli að vinna með
samfélaginu og vinna með börnum og að vinna með tónskáldum. Í starfi mínu í Glasgow hef
ég lagt áherslu á samstarf við tónlistarfólk sem stendur utan hins klassíska geira og í Ísrael
stend ég fyrst og fremst fyrir tónleikum af öðru tagi, svo sem raftónlist, þjóðlagatónlist og
spuna. Í mínum huga er sinfóníuhljómsveit ekki safn, heldur sprelllifandi og leitandi fyr-
irbæri.“
Ráðherra ypptir öxlum
„Ögrun.“
Jenis av Rana, leiðtogi kristilega Miðflokksins í
Færeyjum, um heimsókn Jóhönnu Sigurð-
ardóttur, vegna samkynhneigðar hennar.
„Aðallega klám.“
Jón Gnarr, borgarstjóri í Reykjavík, þegar
fréttamaður AFP spurði á hvað hann
horfði helst á netinu.
„Ummælin voru tekin úr
samhengi. Ég sagði að-
allega klám – nei, djók.“
Jón Gnarr borgarstjóri.
„Kúbanska módelið
virkar ekki lengur fyr-
ir okkur.“
Castro, fv. forseti Kúbu.
„Það þarf að hætta
að slátra köttum en
fara á fullt í að veiða
mýs.“
Vilhjálmur Egilsson fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins.
„Ég hef alltaf verið óviðeigandi …“
Jón Gnarr borgarstjóri.
„Ég er með tourette. Ég er með
athyglisbrest. Ég get ekki breytt
því. Ég er sá sem ég er, þess vegna
var ég kosinn sem borgarstjóri.“
Jón Gnarr borgarstjóri.
„Mér þykir vænt um Jón
Bjarnason, hæstvirtan
landbúnaðar- og sjáv-
arútvegsráðherra.“
Össur Skarphéðinsson utanrík-
isráðherra.
„Í framtíðinni, á jarð-
sögulegum tíma, mun
Bakkafjara teygjast enn
lengra suður og að lokum
umlykja Vestmannaeyjar
[…]. Þá þurfa Vestmanna-
eyingar ekki jarðgöng til að
aka til Reykjavíkur. “
Haraldur Sigurðsson
eldfjallafræðingur
Ummæli vikunnar
Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík.
Stofnað 1913
Útgefandi: Óskar Magnússon
Ritstjórar: Davíð Oddsson Haraldur Johannessen
Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal
þjóðagjaldeyrissjóðinn gera á hinn bóginn ekki,
þótt lán hans geti ýtt undir tímabundið traust.
Þegar umheimurinn færi að átta sig á þessu
myndu skuldatryggingarálög fara lækkandi og
matsfyrirtækin sem eru seinþroska mjög myndu
þá ekki komast hjá að sigla í kjölfarið. Nánast allt
þetta, sem sagt var þá, hefur gengið eftir. Og það
er athyglisvert að ríkisstjórnin í landinu og yf-
irstjórn peningamála hefur ekkert haft með þessa
þróun að gera. Vextir hafa verið lækkaðir of hægt
enda hefur verðbólguþróunin orðið í meg-
indráttum sú sem spáð var þegar í febrúar 2009.
Skipta stjórnvöld ekki máli?
Er þá verið að halda því fram í þessu bréfi að hlut-
ur efnahagsstjórnar ríkisvaldsins hafi verið með
öllu óþarfur. Nei, öðru nær. Sá hlutur hefði þurft
að vera eins og hinna góðu lækna og hjúkrunarliðs
er gagnvart sjúklingnum sem verður fyrir áfalli og
nefndur var hér í upphafi. Það hefði flýtt mjög
fyrir bata þjóðarlíkamans eins og sjúklingsins. En
því miður hafa þeir sem áttu að liðsinna þjóðarlík-
amanum í baráttu hans algjörlega brugðist. Al-
mennt er nú viðurkennt að yfirlæknir efnahags-
kerfisins er með öllu óhæfur til verka, enda er
hann sá fyrsti sem formlega hefur ýtt öllum slík-
um verkum frá sér. Hann er eins og skurðlæknir
sem ratar ekki á skurðstofuna og heldur að bestu
hnífarnir til aðgerða komi úr mötuneytinu. Og
aðstoðarlæknarnir eru skottulæknar flestir hverj-
ir. Þeir hafa íþyngt sjúklingnum en ekki linað
kvalir hans. Hvernig? Jú, þeir hafa lagt á hann
auknar byrðar þegar hann þurfti síst á því að
halda. Þeir hafa því veikt hreyfigetu hans og lífs-
vilja, en eins og allir vita er baráttuvilji og góð
hreyfing forsenda fyrir góðum bata. Stórkostlegar
skattahækkanir á öllum sviðum draga úr vilja til
sjálfshjálpar og frumkvæðis og veikja allan þrótt.
Hvar sem menn þreifa fyrir sér um framtak er
flækst fyrir. Þeir sem áttu að styðja þjóðarlíka-
mann til bata og endurhæfingar hafa gerst sekir
um stórkostleg efnahagsleg læknamistök. Þeirra
ábyrgð er því mikil.
Nú býðst almenningi að fara
í bátsferðir út frá Gríms-
staðavör við Ægisíðu.
Morgunblaðið/Ernir
namistök