SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Side 13

SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Side 13
12. september 2010 13 Oxford | Hvar er Guð í hugum Bandaríkjamanna? Sögulega hefur ávallt verið togstreita á milli ákvæða bandarísku stjórnarskrárinnar um aðskilnað kirkju og ríkis og reglu- legra trúaruppsveiflna, jafnvel trúaröfga, sem leita útrás- ar í hinu pólitíska ferli og reyna jafnvel að sölsa það undir sig. Þessi togstreita kemur hvergi jafn greinilega fram nú og í baráttunni um sál Teboðshreyfingarinnar [sem sækir nafn sitt til þess þegar andstæðingar breskrar skatt- heimtu hentu tefarmi í höfnina í Boston árið 1773 til að mótmæla teskatti á þeirri forsendu að aðeins fulltrúar, sem þeir hefðu sjálfir kjörið, mættu heimta af þeim skatt]. Ástæðan er sú að samhliða því að sundrung varð í samfylkingu hins kristilega hægrivængs, sem ráðið hefur lögum og lofum í bandarískri íhaldsstefnu síðan á níunda áratugnum, hafa öfl úr þessum sama kristna rétttrún- aðargeira reynt að seilast til áhrifa – sumir myndu segja yfirtaka – í Teboðshreyfingunni, sem upprunalega var óháð trúarbrögðum. Ást á frelsi – andúð á höftum Teboðshreyfingin á sér lofsverðan uppruna í grasrótinni. Frelsishyggjumenn, ákafir stuðningsmenn stjórnarskrár- innar og venjulegt fólk, sem hefur áhyggjur af skerðingu réttinda, hvort heldur er af hálfu George W. Bush eða Baracks Obama, átta sig vitaskuld á aðskilnaði kirkju og ríkis: Ef þú vilt ekki að stjórnvöld hafi afskipti af lífi þínu, vilt þú örugglega ekki að þau segi þér á hvað þú eigir að trúa. Þessi tortryggni gagnvart kerfinu á sér langa hefð í Bandaríkjunum þar sem málflutningur fyrir aðskilnaði kirkju og ríkis – sem þótti róttæk skoðun á seinni hluta átjándu aldar – helgaðist af reynslu trúarlegra minni- hlutahópa á borð við kvekara, húgenotta og púritana, sem allir urðu fyrir trúarlegum ofsóknum í Bretlandi og Frakklandi. Því miður á trúarleg þröngsýni sér einnig langa sögu í Bandaríkjunum og til eru öflugar hreyfingar, sem geta ekki sætt sig við að Guð skuli ekki hafa ætlað að Banda- ríkjamenn yrðu kristin þjóð. Ronald Reagan sá sér hag í að nýta sér þessa kjósendur með því að veita afli, sem kalla mætti „trúin gengur fyrir“, inn í hið „stóra tjald íhaldsmanna“ þar sem trúarbrögðin höfðu áður skipt frekar litlu máli. Síðan á níunda áratugnum hafa „menningarstríð“ (venjulega sviðsett) um samkynhneigð, fóstureyðingar og kynlífsfræðslu og önnur dulkóðuð málefni, sem varða trúarleg gildi, verið notuð til að fá hinn kristilega hægri- væng til að fylkja liði. Bush lýsti því hvernig hann snerist til trúar með orðalagi, sem hafði verið gengið úr skugga um að félli rétttrúuðum, kristnum Bandaríkjamönnum í geð með skoðanakönnunum. En þegar alvarleg kreppa og endalaus raunveruleg stríð blasa við hafa málefnin, sem „menningarstríðin“ hafa snúist um, ekki sama mátt og áður til að hvetja til að- gerða. Að auki er kristilega íhaldshreyfingin orðin stjórn- laus og margklofin og margir af leiðtogum hennar látnir, hafa misst trúverðugleika vegna kynlífshneylska eða eru jafnvel hreinlega taldir skrítnir. Þetta er ástæðan fyrir því að arkitektar hins kristilega hægrivængs – margir þeirra eru pólitískir atvinnuráðgjafar án nokkurra raunveru- legra tengsla við hreyfinguna – líta á Teboðshreyfinguna sem kjörna bráð til að snúa á sitt band og ná þar síðan yf- irráðum. Fingraför kristilega vængsins Fingraförin blasa við. Fyrstu uppákomur Teboðshreyf- ingarinnar snerust um málefni þar sem trúarbrögð skiptu ekki máli: Seðlabankann, peningastefnu, skatta, umfang ríkisvaldsins og einkum og sérílagi stjórnarskrána. Nú dæla hugveitur og hópar á hinum skipulagða hægri væng peningum bæði í vefsíður og uppákomur Teboðshreyf- ingarinnar og bragur „menningarstríðs“ eykst jafnt og þétt í málflutningi þeirra. Á Townhall.com og LibertyCentral.org má til dæmis sjá útskýringar á stjórnarskránni í frekar vandræðalegri sambúð við greinar, þar sem skorað er á borgarana að grípa til aðgerða gegn mosku þar sem tvíburaturnarnir stóðu í New York. Annars staðar er að því er virðist lofs- verð grasrótaráskorun um að endurvekja gildi stjórn- arskrárinnar í einstökum ríkjum Bandaríkjanna, en þegar smáa letrið er skoðað er um að ræða herferð til að festa kristileg gildi í lög ríkjanna. Að sama skapi beitir Teboðshreyfingin, sem í upphafi sýndi engan áhuga á að nota orðfæri og táknmyndir kyn- þáttafordóma, nú í auknum mæli slíku lýðskrumi í mál- flutningi sínum. Frelsismálstaður hreyfingarinnar víkur nú reglulega fyrir vænisýki í garð múslíma og er í beinni mótsögn við málefni á borð við stuðning við að smala saman ólöglegum innflytjendum í Arizona án tillits til réttinda þeirra. Pólitísku ráðgjafarnir á bak við þessa breytingu vita að rembuháttur hefur áhrif í Bandaríkjunum – sérstaklega á tímum efnahagserfiðleika og pólitískrar ólgu. En kannski munu nógu margir Bandaríkjamenn hafa augun opin í þetta skiptið og læra af sögunni. Pólitísk ofstækissótt í vöggu lýðræðis Fyrir rúmri öld greip um sig pólitísk sótt í landinu, sem markaði upphaf nútímalýðræðis, og varð til þess að venjulegt fólk varð að taka afstöðu á forsendum, sem byggðust á kynþáttafordómum og lýðskrumi. Kaldhæðn- ir pólitískir skipuleggjendur mótuðu almenningsálitið – með áróðri í fjölmiðlum, sem þóttust vera frjálsir, og markvissum hatursræðum – þannig að það styddi grófa misnotkun réttvísinnar og tæki undir tilraun til að mála trúarlegan minnihlutahóp djöfullegum dráttum til póli- tísks framdráttar. Það segir sitt að þessi móðursýki var búin til í nafni baráttu gegn „landráðum“ í þágu „þjóðaröryggis“. Einn- ig er athyglisvert að sá einstaklingur, sem borinn var sökum, úr hinum hataða minnihlutahópi, var dæmdur í lífstíðarfangelsi og sætti refsingu – einangrun á eyju í 4500 km fjarlægð – sem búin var til sérstaklega fyrir hann eftir að dómur féll. Þjóðin, sem hafði skilgreint sjálfa sig á forsendum trúar sinnar á frelsi og skynsemi í rúmlega hundrað ár, lét draga sig á tálar af hinni villimannlegustu birtingarmynd þjóðrembunnar. Jafnvel siðmenntaðir, lærðir ein- staklingar tóku þátt. Þessi rasíska vænisýki greip ekki um sig í Bandaríkjunum, heldur Frakklandi, vöggu „frelsis, jafnréttis og bræðralags“. Og hinn „svikuli, trúarlegi minnihlutahópur“ var ekki múslímar heldur gyðingar. Reyndar er mikilvægasta bók, sem sá sem vill kynna sér Bandaríkin og skilja hið sjúka pólitíska andrúmsloft í landinu hin aðdáunarverða nýja greining Ruth Harris á Dreyfus-málinu í bókinni The Man on Devil’s Island. Harris fer að nýju ofan í hin frægu réttarhöld til að sýna hvernig jafnvel hin mestu lýðræðisríki geta hrasað þegar gott fólk snýr baki við grundvallarsjónarmiðum sínum og leiðtogar eru með hræðsluáróðri knúnir til að vega að hornsteinum lýðræðisins í nafni „þjóðaröryggis“. Sér- staklega þarf að minna bandaríska gyðinga á að þegar spjótum er beint að einum trúarlegum minnihlutahópi eru allir trúarlegir minnihlutahópar í hættu. Frakkar endurheimtu sál sína að lokum - en það gerð- ist löngu eftir að almyrkvinn skyggði á þeirra hjartfólgn- ustu lýðræðisgildi. Bandaríkjamenn – og Teboðshreyf- ingin – ættu að horfa til þess þegar trúarremba tók stjórnarskrárhyggjuna herskildi og líta síðan rækilega í eigin barm. Höfundur er aðgerðasinni og þjóðfélagsrýnir og höfundur bókarinnar Give Me Liberty: A Handbook for American Re- volutionaries. ©Project Syndicate, 2010. www.project- syndicate.org Guð gerist boðflenna í teboðinu Nú dæla hugveitur og hópar á hinum skipulagða hægri væng peningum bæði í vefsíður og uppákomur Teboðshreyfing- arinnar og bragur „menning- arstríðs“ eykst jafnt og þétt í málflutningi þeirra. Félagar í teboðshreyfingunni mótmæla í bænum Flagstaff í Ariziona. Veröldin Naomi Wolf Reuters

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.