SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Blaðsíða 26
26 12. september 2010
S
l. miðvikudagskvöld efndu Bar-
áttusamtökin Bót til fundar í
ráðhúsinu í Reykjavík, bar-
áttufundar gegn fátækt. Fund-
urinn var mjög fjölsóttur sem kemur
ekki á óvart. Á undanförnum misserum
hefur þrengt mjög að hag almennings og
ekki við öðru að búast, en eins og alltaf
gerist hefur það komið verst niður á
þeim sem minnst mega sín og hafa úr
litlu að spila. Hverjir eru það? Það eru
alltaf sömu hóparnir. Atvinnulausir,
aldraðir, öryrkjar, einstæðar mæður.
Umræðurnar í samfélaginu snúast um
lán og þá ekki sízt gengistryggð lán.
Vandi þeirra hópa, sem hér voru nefnd-
ir, er ekki fyrst og fremst lántökur held-
ur að eiga fyrir mat. Matarverð hefur
hækkað gífurlega á síðustu tveimur ár-
um. Áður fyrr gat fólk lifað lengi á fiski
og kartöflum af því að hvort tveggja var
ódýrt. Nú er fiskur í mörgum tilvikum
orðinn dýrari en kjöt.
Það hefur lengi verið til fátækt á Ís-
landi. Við höfum bara ekki viljað horfast
í augu við hana og lengi var hún nánast
ósýnileg. Nú er hún að verða sýnilegri
og nú er fátækt fólk að stíga fram á sjón-
arsviðið og vill ekki láta fara svona með
sig lengur. Baráttusamtökin Bót eru
bersýnilega sprottin upp úr grasrótinni.
Það eiga eftir að verða fleiri fjölmennir
baráttufundir í haust og vetur gegn fá-
tækt.
Það er langt síðan verkalýðshreyfingin
hefur tekið vandamál þessara þjóð-
félagshópa á dagskrá hjá sér. Hún hefur
verið upptekin við annað. Nú er hún að
vakna til lífsins. Því ber að fagna. Forseti
Alþýðusambandsins hefur greinilega
haft gott af því að ferðast um landið á
undanförnum vikum og tala við sitt
fólk. Hann hefur komizt í jarðsamband.
Á fundinum í ráðhúsinu sagði hann að
Alþýðusambandið mundi beita sér fyrir
bættum kjörum efnalítils fólks í haust.
Það er líka gott. Alþýðusambandið var
stofnað af efnalitlu fólki og á sér merka
sögu. Hann sagði á baráttufundi Bótar að
núverandi ríkisstjórn hefði staðið fyrir
aðför að þeim sem verst standa í sam-
félaginu. Það er þungur áfellisdómur yf-
ir stjórnmálaflokkum sem að hluta til
eiga sér rætur í verkalýðshreyfingunni.
En það er staðreynd að ríkisstjórnin hef-
ur haft hugann við ýmislegt annað en að
takast á við atvinnuleysið.
Á kreppuárunum 1967-1969 var ekk-
ert ofar á blaði hjá þeirri ríkisstjórn sem
þá sat en að leita leiða til að auka at-
vinnu. Halldór Blöndal, fyrrverandi for-
seti Alþingis, vakti athygli á því í út-
varpsþætti þeirra Ævars Kjartanssonar
og Ágústar Þórs Árnasonar á sunnu-
dagsmorgni fyrir nokkrum vikum að
sú ríkisstjórn hefði lagt áherzlu á að
skapa samstöðu með þjóðinni, m.a.
með því að ná samstarfi við verkalýðs-
hreyfinguna, sem var þeirri ríkisstjórn
mjög andstæð. Segja má að núverandi
ríkisstjórn hafi lagt sig fram um að
skapa sundrungu með þjóðinni á erf-
iðum tímum með þeirri áherzlu sem
lögð hefur verið á aðild Íslands að Evr-
ópusambandinu og leitt hefur til þess að
þjóðin hefur skiptzt í tvær fylkingar. Þá
er hætta á að vandi atvinnulausra og fá-
tæks fólks hverfi í skuggann.
Í fámenninu á Íslandi er fólgin mesti
veikleiki samfélags okkar en að sumu
leyti líka mesti styrkur þess. Við eigum
að geta vitað betur hvert af öðru vegna
fámennis og tryggja að fólk eigi fyrir
mat. Það brá mörgum mjög sl. sumar
þegar í ljós kom að sumarleyfi hjálp-
arstofnana hefði getað leitt til þess að
hópar fólks yrðu matarlausir.
Ein afleiðing fámennis okkar sam-
félags er að það hefur aldrei verið til far-
sældar að efnamunur yrði of mikill og
áberandi. Íslendingar hafa alltaf verið
sáttir við mikil uppgrip skipstjóra og
sjómanna á fiskiskipum, þegar svo hefur
borið undir, enda allir gert sér grein fyr-
ir að sjávaraflinn er svipull. Auðmenn
fyrri tíma höfðu flestir vit á því að láta
auð sinn ekki sjást. Auðmenn síðari tíma
lögðu áherzlu á að láta hann sjást. Af því
skapaðist ákveðið jafnvægisleysi í sam-
félaginu sem nú þarf að rétta af. Það er
mikill munur á því hvort launamunur er
þrefaldur, sem hann kannski hefur verið
upp úr miðri síðustu öld, eða hvort
hann er tífaldur eða hundraðfaldur eins
og gerðist á fyrstu árum þessarar aldar.
Samfélag okkar þolir ekki slíkan
launamun eða efnamun. Með því er ekki
sagt að fólk eigi ekki að njóta ávaxta erf-
iðis síns. En staðreynd er að rekstur
venjulegra fyrirtækja við venjulegar að-
stæður skapar engan stórgróða á
skömmum tíma þótt hann geti skapað
miklar eignir á löngum tíma, kannski
mörgum áratugum, ef vel er á haldið.
Eitt vinsælasta orðið í stjórnmála-
umræðum samtímans er að það þurfi að
forgangsraða rétt. Fátæka fólkið, sem
reis upp í ráðhúsinu sl. miðvikudags-
kvöld, er ekki að gera kröfu um stór-
gróða eða miklar eignir. Það er að gera
kröfu til þess að við skipum málum
samfélagsins á þann veg að það geti
aldrei verið álitamál að fólk eigi fyrir
mat og að fólk geti fengið vinnu. Það er
ekki til of mikils mælst að samstaða
skapist um þá forgangsröðun á Íslandi
21. aldarinnar.
Fyrir nokkrum dögum var athygli mín
vakin á því að yfirgnæfandi meirihluti
ráðherra í ríkisstjórn Bretlands væri
milljónamæringar og spurt hvort líklegt
væri að þeir gætu skilið áhrif þeirra að-
gerða sem þeir væru að beita sér fyrir á
líf venjulegs fólks. Svarið við þeirri
spurningu blasir auðvitað við. Þeir geta
það ekki.
Er hugsanlegt að hin ráðandi stétt á
Íslandi – en hana er að finna í öllum
flokkum – hafi það þrátt fyrir allt svo
gott að hún geti ekki, þrátt fyrir fá-
mennið, skilið stöðu þess fólks sem kom
saman í ráðhúsinu á miðvikudags-
kvöldið var?
Um fátækt og forgangsröðun
Af innlendum
vettvangi …
Styrmir Gunnarsson
styrmir@mbl.is
B
lað var brotið í sögu sjónvarpsins þegar fyrsti
framhaldsþátturinn sem sýndur var í lit fór í
loftið á NBC-stöðinni í Bandaríkjunum á þess-
um degi fyrir 51 ári. Bonanza hét þátturinn og
átti eftir að slá rækilega í gegn, gekk í heil fjórtán ár.
Síðasti þátturinn var sýndur 16. janúar 1973.
Bonanza var vestri og fjallaði um daglegt líf Cart-
wright-fjölskyldunnar á búgarðinum Ponderosa á
bökkum Tahoe-vatns í Nevada. Í öndvegi voru ættfað-
irinn, Ben Cartwright (leikinn af Lorne Green), sem átt
hafði og misst þrjár eiginkonur, og synir hans þrír, hver
með sinni konunni, arkitektinn Adam (leikinn af Pernell
Roberts), öðlingurinn og risinn Hoss (leikinn af Dan
Blocker) og hin hvatvísi og skapbráði Jói litli (leikinn af
Michael Landon). Hinn litríki matreiðslumaður fjöl-
skyldunnar, kínverski innflytjandinn Hop Sing (leikinn
af Victor Sen Yung), kom einnig talsvert við sögu. Einnig
lögreglustjórinn í næsta byggðarkjarna, Virginia City,
Roy Coffee að nafni (leikinn af Ray Teal).
Bonanza þótti frábrugðinn fyrri vestrum í sjónvarpi að
því leyti að meiri áhersla var á samskipti persónanna og
baráttu þeirra fyrir betri heimi en bústörfin sjálf. Þátt-
urinn gerði meira að segja tilraun til að taka afstöðu til
málefna líðandi stundar. „Það var mjög vandasamt í
sjónvarpi á þessum tíma,“ útskýrir Stephen Battaglio,
aðalritstjóri TV Guide magazine. „Flestir þættir sem
reyndu þetta höfðu ekki erindi sem erfiði vegna þess að
styrktaraðilarnir voru því andvígir. Sjónvarpsstöðv-
arnar voru líka smeykar við að fá athugasemdir.“
Eins gott að Boston Legal kom ekki fram fyrr en löngu
seinna.
Tilhugalífið var ekki látið sitja á hakanum en vestra-
höfundar forðuðust jafnan hnapphelduna eins og heitan
eldinn. Þar af leiðandi: Í hvert sinn sem einhver þeirra
Cartwright-feðga komst á séns veiktist konan og dó, var
ráðin af dögum eða lét sig hverfa inn í tómið.
Aðdráttarafl Jóa litla
Framan af var feðgunum fjórum gert jafnhátt undir
höfði í þáttunum en þegar á leið fór hver og einn að fá
meira vægi, hinir komu þá minna við sögu í viðkomandi
þætti. Þetta fyrirkomulag gaf handritshöfundum aukið
svigrúm til persónusköpunar, auk þess sem aðalleik-
ararnir fengu meiri frítíma.
Aðalleikararnir í þáttunum voru lítt þekktir þegar
Bonanza hóf göngu sína en urðu snemma fjölskylduvinir
á heimilum fyrstu sjónvarpskynslóðarinnar.
Stjarna seríunnar, að öðrum ólöstuðum, var Michael
Landon. Allir karlar vildu vera hann og allar konur vildu
vera með honum. Þannig lagað séð. Fyrirferð hans á
tökustað jókst með árunum og leikstýrði Landon meira
að segja þónokkrum þáttum af Bonanza. Sumar heim-
ildir herma að hann hafi verið orðið sífellt snúnari í
samstarfi er á leið og ragast í smámunum.
Eftir Bonanza-ævintýrið var Landon í tæpan áratug,
frá 1974 til 1983, aðalsprautan í annarri þáttaröð sem er
þessari þjóð afskaplega kær, Húsinu á sléttunni. Lék þar
sannkallað karlmenni með gott hjartalag, Charles Ing-
alls, föður Láru litlu. Maður kemst hér um bil við þegar
maður færir þessar upplýsingar í letur!
Vorið 1991 greindist Landon með krabbamein og
þremur mánuðum síðar var hann allur, aðeins 54 ára.
Dan Blocker, sem fór með hlutverk hins geðþekka
Hoss í Bonanza, féll líka frá langt fyrir aldur fram árið
1972, aðeins 43 ára. Banamein hans var blóðkökkur í
lungum í kjölfar einfaldrar skurðaðgerðar til að fjarlægja
nýrnasteina. Bonanza var enn í framleiðslu á þessum
tíma og í stað þess að ráða nýjan leikara í hlutverk Hoss
var karakterinn einfaldlega látinn deyja líka. Við það dró
verulega úr vinsældum Bonanza sem lagði upp laupana
árið eftir. Þættirnir urðu alls 430 talsins.
orri@mbl.is
Bonanza
hefur
göngu sína
Cartwright-feðgarnir fjórir, söguhetjurnar í Bonanza.
’
Í hvert
sinn sem
einhver
þeirra Cartw-
right-feðga
komst á séns
veiktist konan
og dó, var
ráðin af dög-
um eða lét sig
hverfa inn í
tómið.
Michael Landon eins og við
munum best eftir honum.
Á þessum degi
12. september 1959