SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Side 20
20 12. september 2010
’
Þegar ákvörðun er tekin um að skera niður verður
að gera það á grundvelli háskólastarfsins í heild,
meta það sem best er gert, halda því og henda öðru.
Þá skiptir engu máli hvort við erum með tíu háskóla eða
einn. Við þurfum einfaldlega að tryggja að innan þeirra sé
rekið starf sem er nemendum okkar boðlegt.
um mjög vel á öllum hefðbundnum við-
miðum; við vorum sú deild í íslensku
háskólasamfélagi sem birti hvað flestar
vísindagreinar, nemendur okkar voru
mjög sáttir og við buðum þeim upp á
kennara víðs vegar úr heiminum til að
tryggja gæði menntunarinnar. Við vor-
um einfaldlega meðal þeirra bestu á
okkar sviði. Deildin var að auki vel rek-
in og aldrei í mínus. Einhverra hluta
vegna sáu skólastjórnendur samt ástæðu
til að loka henni.“
Það fer ekki milli mála að Inga Dóra
er mjög ósátt við þá ákvörðun og telur
að menntamálaráðuneytið hafi brugðist
í þessu sambandi. „Á fundi sem ég átti í
ráðuneytinu í vor sögðu þau það ekki
sitt hlutverk að skipta sér af því sem
gerðist innan skólanna. Það má til sanns
vegar færa en hins vegar ber ráðuneyti
menntamála ábyrgð á því að háskólarnir
uppfylli alþjóðleg viðmið um gæði
starfsins og háskólastarfið sé faglegt. Við
höfðum komið okkur upp ómetanlegum
tengslum við lærimeistara í virtum há-
skólum erlendis og ég hafði áhyggjur af
því að þegar deildinni yrði lokað þá
misstum við þetta fólk úr landi. Ég vildi
að því væri gefinn kostur á samstarfi
við aðra skóla því þannig hefðu þessi
tengsl nýst áfram íslenskum nem-
endum. En ráðherra bara yppti öxlum
og sagði að þetta kæmi sér ekki við.“
Litlan tillitssöm við „aldraða foreldra“
Inga Dóra segir að barátta hennar hafi
ekkert með eigin hagsmuni að gera,
enda taki hún nú við prófessorsstöðu
við Teachers College við hinn virta Col-
umbia-háskóla í New York. „Ég frétti af
því á aðfangadag í fyrra þegar við fjöl-
skyldan bjuggum úti í Kaliforníu tíma-
bundið. Við vorum við það að fara að
setjast niður og reyna að skapa jóla-
stemningu í 20 stiga hita þegar ég fékk
þetta dásamlega bréf inn um póstlúguna
frá Columbia-háskóla þar sem þeir
buðu mér prófessorsstöðu. Það var bæði
óvænt og skemmtilegt – mjög góð jóla-
gjöf.“
Í starfinu ytra mun hún starfa eftir
sömu grunnhugmynd og áður, um
tengsl heilsu og árangurs. „Minn bak-
grunnur er í félagsfræði en á erlendum
vettvangi hef ég helst birt rannsóknir
um forspárþætti hegðunar og heilsu
meðal ungs fólks. Ég mun halda því
áfram við Columbia. Þar er hópur sem
hefur unnið með mér að þessum ís-
lensku rannsóknum og við höldum því
áfram.“
Hún segir því mikilvægt að halda
áfram að vera tengd Íslandi. „Ísland er
vettvangurinn minn – hér geri ég mínar
rannsóknir þannig að ég verð að skila
til samfélagsins hér líka. Ég verð því
áfram prófessor við Háskólann í
Reykjavík og kem til með að kenna
nemendum í sálfræðinámi þar, auk þess
að fylgja rannsóknunum eftir. Það var
forsenda fyrir því að taka þessu boði að
ég gæti haldið áfram því sem ég er að
gera hér enda er ekkert skemmtilegra
en að vinna með fólki á vettvangi á Ís-
landi því það er svo vel upplýst.“
Nýr starfsvettvangur í nýju landi
þýðir augljóslega miklar breytingar á
högum Ingu Dóru og fjölskyldu hennar,
en hún er gift Símoni Sigvaldasyni,
dómara við Héraðsdóm Reykjavíkur.
„Ég man fyrst eftir honum þegar ég var
fjögurra ára og hann níu. Útlendingum
finnst þetta hryllilega fyndið og gott
dæmi um litla Ísland. Mæður okkar
voru saman í ljósmæðraskólanum þann-
ig að við heimsóttum þau alltaf á sumr-
in og fylgdumst að. Hann fylgdist t.d.
með mér þegar ég var í pönkinu og því
öllu og fannst ég ekkert rosalega spenn-
andi. Það var ekki fyrr en löngu seinna
sem leiðir okkar lágu saman til fram-
búðar en þá var hann orðinn þrítugur
og ég 25 ára. Það var mikið gæfuspor
því samband okkar er gott og við erum
miklir vinir.“
Þau eiga þrjár dætur, tvíburana Erlu
og Sonju sem eru tæplega 15 ára og svo
litlu Alöntu sem er nýorðin eins árs.
„Það var svolítið óvænt og skemmtileg
sending en sú litla er rosalega mikill
gleðigjafi og mikill karakter. Ég hugsa
að ef hún hefði komið á undan tvíbur-
unum þá ættum við miklu fleiri börn,
því þótt þær stóru hafi verið yndislegar
þá reyndi það mikið á fyrir óvana upp-
alendur að eignast tvíbura. Þær sváfu
lítið fyrstu þrjú árin þannig að við
þurftum að hafa okkur öll við til að
komast í gegnum þetta tímabil. Við ætl-
uðum ekkert að taka sénsinn á þessu
aftur en eignumst svo þetta litla barn
sem sefur allar nætur. Símon orðar það
svo að hún taki tillit til aldraðra for-
eldra sinna,“ segir Inga Dóra hlæjandi.
„Þetta var svosem ekkert til að einfalda
hlutina fyrir okkur en það er bara
skemmtileg flækja.“
Og flækjustigið eykst enn við flutn-
ingana nú. „Ég fer út með stelpurnar en
Símon verður áfram hér svo við verðum
eitthvað að flakka á milli,“ segir hún en
bætir því við að flutningarnir leggist vel
í þær mæðgur. „Eldri stelpurnar eru nú
dálitlir heimsborgarar því þær hafa
ferðast töluvert með mömmu sinni. Við
höfum líka búið erlendis áður svo þær
eru ekki alveg óvanar.“
Meiðandi og skemmandi pólitík
Hún hefur ekki miklar áhyggjur af því
að gegna prófessorsstöðu og vera ein-
stæð með þrjú börn. „Það er nú þannig
í þessu lífi mínu að ég er alltaf um-
kringd góðu fólki. Við fáum einhvern til
að koma og hjálpa okkur og stóru stelp-
urnar eru líka drjúgar við að aðstoða
með þá litlu. Svo er svolítið Íslendinga-
samfélag þarna úti; tveir fyrrverandi
nemendur mínir eru þarna í dokt-
orsnámi og munu búa í næstu götu.
Þannig að þetta verður bara skemmti-
legt. Það er þó ljóst að litlan þarf að
vera í einhvers konar dagvist á daginn.
Hún fer ekki í leikskóla í New York því
þeir kosta einhver hundruð þúsunda
króna á mánuði. Við erum svo ótrúlega
heppin með svo margt á Íslandi og
megum ekki gleyma því að vera þakklát
fyrir það sem vel er gert. Þar er t.a.m.
hvernig séð er um litlu börnin okkar á
leikskólum.“
Hún segist ekkert á leiðinni í stjórn-
málavafstur á ný. „Pólitíkin er auðvitað
vettvangur fyrir fólk sem hefur þörf
fyrir að skapa betra samfélag,“ segir
hún. „En hún er meiðandi og skemm-
andi eins og hún er rekin á Íslandi í
dag. Þar er líka skortur á faglegum
vinnubrögðum og viðmiðum sem leiðir
til þess að pólitíski vettvangurinn skilar
ekki þeim árangri til samfélagsins sem
hann ætti að gera.“
Inga Dóra útskýrir þetta betur. „Í
hjarta mínu er ég hægrimanneskja en
pólitíkin er of mikið byggð á þessum
gömlu flokkadráttum sem eru oft ófag-
legir og ekki til framdráttar fyrir sam-
félagið. Mínir bestu vinir eru t.d. í öðr-
um stjórnmálaflokkum þótt ég eigi
vissulega góða vini í Sjálfstæð-
isflokknum. Í grundvallaratriðum finnst
mér skortur á fagmennsku við ráðn-
ingar í íslenska stjórnkerfinu. Fólk
horfir of mikið á flokksskírteinin og ég
óttast að þegar við lendum í svona
klemmu eins og við erum í núna förum
við aftur í pólitíska farið. Það er okkur
hins vegar ekki til framdráttar.“
Faglegar ráðningar voru einmitt með-
al þess sem Inga Dóra beitti sér fyrir í
ráðherratíð Guðlaugs Þórs auk þess sem
hún leiddi mótun heilsustefnu á Íslandi.
„Út úr þeirri vinnu kom ákaflega fag-
legt og gott plagg rétt áður en rík-
isstjórnin fór frá. Næsti ráðherra tók
plaggið og stakk því ofan í skúffu. Slík
vinnubrögð eru okkur ótrúlega mikið til
vansa og við munum ekki komast lönd
eða strönd hér á Íslandi fyrr en við
breytum þessu.“
Og hún telur þetta brenna á fólki.
„Alls staðar sem maður kemur talar fólk
um hvernig við getum rekið þetta sam-
félag okkar á lífvænlegan máta. Það er
margt sem við gerum mjög vel en eitt
og annað sem við þurfum að breyta og
við þurfum að vera faglegri, ekki síst í
ráðningum, ef við ætlum ekki að missa
okkar besta fólk úr landi.“
Sem vekur þegar spurninguna hvort
Íslendingar séu ekki einmitt að missa
hana sjálfa úr landi?
„Æi, nei, ég vona ekki,“ svarar Inga
Dóra. „Ef aðstæður væru aðrar er ekk-
ert víst að ég væri að fara. Þær eru ekk-
ert sérstaklega ákjósanlegar, það er svo
mikil neikvæðni í umhverfinu og nið-
urrif, og ég þrífst ekki í slíku umhverfi.
Ég verð að vera í umhverfi þar sem
hægt er að byggja upp.“
„Ég man fyrst eftir honum þegar ég var fjögurra ára og hann var níu. Útlendingum finnst
þetta hryllilega fyndið.“ Inga Dóra og Símon á brúðkaupsdaginn, 19. júní 1993.
„Þetta var svosem ekkert til að einfalda hlutina fyrir okkur en það er bara skemmtileg flækja,“ segir Inga Dóra um yngstu dótturina Alöntu
sem er eins árs og var „óvænt sending“ 14 árum eftir að eldri systur hennar, tvíburarnir Erla og Sonja fæddust.
Morgunblaðið/Ómar