SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Side 41

SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Side 41
12. september 2010 41 Á rið 1855 var örlagaríkt ár í vínheiminum. Það stóð til að halda heimssýningu í París og að vanda vildu Frakkar gera hlutina svolít- ið smart. Napóleon III sem þá var við völd fór þess á leit að í tilefni af heimssýningunni yrðu bestu vín Bordeaux flokkuð og ef þessi pistill væri ritaður á ensku myndi væntanlega næsta setning vera: The rest is history. Heimssýningar þessa tíma voru svolítið ólíkar þeim sem haldnar eru í dag. Þetta voru ekki risa- vaxnar sýningar þar sem allar þjóðir heims komu saman. Þetta var fyrst og fremst eins konar pissukeppni á milli Breta og Frakka. Bretar höfðu haldið til- komumikla sýningu í Crystal Pa- lace árið 1851 og Frakkar gátu að sjálfsögðu ekki verið minni menn. Það gefur líka augaleið að þegar þeir settust niður og veltu fyrir sér hvar þeir gætu nú virkilega slegið Bretana út hafi þeir staðnæmst við bestu vín Frakklands. Vínin sem valin voru til flokkunar voru annars vegar rauðvínin frá Médoc- skaganum norður af borginni Bordaeux og hins vegar sætvínin frá Sauternes og Barsac suður af Bordeaux. Bestu vín þessara svæða voru flokkuð sem Grand Cru Classé eftir því hvaða verði þau höfðu verið seld á undanfarin ár og úr varð kerfi sem enn í dag gegnir lykilhlutverki um allan heim. Bordeaux- flokkunin frá 1855 er viðmiðið sem allir styðjast við, hvort sem þeir við- urkenna það ekki. Allir þeir sem framleiða rauðvín í hæsta gæðaflokki eru beint og óbeint að keppa við vínin sem mega kalla sig Grand Cru Classé. Þessi vín hafa alltaf ver- ið dýr en fyrir nokkrum árum var þó enn á valdi venjulegra einstaklinga að nurla saman fyrir flösku af einhverju þeirra fimm vína sem sköruðu framúr: Chateau Latour, Mouton-Rothschild, Lafite-Rothschild, Margaux og Haut- Brion. Það er ekki nema rúmur áratugur frá því að Hótel Holt var með sérstök kvöld á fimmtudögum þar sem hægt var að fá þessi vín á hófstilltu verði. Nú kostar flaska af nýlegum árangri hátt á annað hundrað þúsund krónur hjá vínmiðlurum í London. Það eru ekki bara kreppusnauðir Íslendingar sem hafa ekki lengur efni á því að njóta þessara vína. Hinir sögulegu markaðir þessara vína í Bretlandi og Frakklandi kvarta sáran yfir því að einungis nýrík- ir Rússar og Kínverjar geti keypt vínin – og kunni þar að auki ekki að njóta þeirra. Meira að segja bandaríski markaðurinn hefur tekið að ókyrrast. En um hvað snýst þetta allt? Jú, það er einfaldlega þannig að á þessu svæði á hinum svokallaða Médoc-skaga norður af Bordeaux eru líklega fullkomn- ustu aðstæður til vínræktar sem hingað til hafa verið uppgötvaðar í heim- inum, hvergi annars staðar nær Cabernet Sauvignon sömu fullkomnum. Þetta er ekki nýr sannleikur. Vínhúsin eða chateau-in á þessu svæði eru oft sann- kallaðar hallir sem bera þess vitni að öldum saman hafa vínin ekki verið ókeypis. Það er vissulega ekki hægt að treysta fullkomlega á aðstæður í Médoc – sveiflurnar milli árganga geta verið verulegar – en það er líka hluti af galdr- inum. Ef allir árgangar í Bordeaux væru eins myndi enginn nenna að lesa heilu doðrantana um muninn á árgöngunum og vínheimurinn stæði ekki á öndinni á hverju vori þegar blaðamenn og vínkaupmenn mæta á staðinn til að taka út nýjasta árganginn. Þetta eru líka einu vínin sem eru seld löngu, löngu áður en þau eru komin á flösku. Uppskeran er að hausti. Um vorið mynda menn sér skoðun á árgang- inum og vínhúsin verðleggja sig og í kjölfarið geta almennir neytendur keypt vínin „en primeur“ í kassavís og fengið þau afhent hátt í tveimur árum síðar. Stundum hafa vínin þá hækkað í verði og fyrirhyggjan getur borgað sig. Reynslan sýnir hins vegar einnig að það er allt eins líklegt að þau séu ódýrari þegar þau koma loks í almenna sölu. Er eitthvert vit í þessu eða eru neyt- endur í sömu stöðu og frændinn sem Þórunn tróð í …? Kannski skiptir það ekki öllu máli. Bordeaux ber ábyrgð á stórum hluta þess dýrðarljóma og þeirrar dulúðar sem umlykur góð vín. Þegar best lætur eru vínin frá þorpunum Pauillac, St. Julien, Margaux og St. Estephé áþekk sinfóníum stórmeistaranna. Þau láta engan ósnortinn. Og þótt topp-vínin fimm séu álíka fjarlægur draumur vínáhugamönnum og Ferrari og Aston- Martin bílaáhugamönnum þá er af nógu að taka. Pichon-Longueville, Talbot, Cantenac-Brown, Gruaud-Larose, Durfort-Vivens, Montrose, Issan og Lynch Bages...listinn er ansi langur yfir vín sem slaga hátt í þau bestu en kosta ein- ungis brot af verði þeirra. Vissulega ekki ódýr en nokkurn veginn viðráðanleg til hátíðabrigða. Margir fussa og sveia yfir Bordeaux-snobbinu. Slíkir menn þagna yfirleitt eftir glas af góðu 1982. Jú, jú, menn kunna að sparka bolta í Stoke. En hafið þið séð hvernig þeir gera þetta í Barcelona? Næst: Rhone Einfaldlega best Vín 101 Tuttugasti og fimmti hluti Steingrímur Sigurgeirsson Chateau d’Agassac á Médoc-skaganum. alltaf nýuppáhellt, ekki staðið í brús- anum.“ Bragðið af kaffihellingu er að mörgu leyti margslungnara en af espresso. „Með kaffihellingu er hægt að framkalla hina ýmsu bragðeiginleika. Úrvalskaffi- iðnaðurinn hefur gert út á þetta, að stilla fram mismunandi tegundum, kaffi er ekki bara kaffi. Einkenni hverr- ar kaffitegundar fyrir sig koma svo vel í ljós þegar hellt er upp á með þessari að- ferð,“ segir Stella og útskýrir hvernig hinn ítalski espresso er öðruvísi. „Í espressoinum er vatnið stuttan tíma að fara í gegnum kaffið og þrýst- ingurinn er mikill. Þú ert alltaf að reyna að ná fram ákveðnum bragðgæðum í espresso, þessu góða kraftmikla kaffi- bragði, sem kemur svo vel í gegnum mjólkina í cappuccino og latte.“ Kaffibarþjónninn þarf að hafa margt í huga við kaffihellingu. „Þetta eru nokkrar breytur, eins og hitastigið á vatninu, magn og grófleiki af kaffinu, og auðvitað magnið af vatni sem þú hleypir í gegn,“ segir hún en sumir hella upp á ofan á vog til að hafa full- komna stjórn á magninu. Það er vegna þess að dökkristun stækkar baunina svo hún þenst út. Því er ein skeið af slíku kaffi léttari en af ljósara kaffi og þarf meira magn til að ná sömu þyngd. Einnig skiptir miklu máli að skola filterinn til að ná pappírsbragðinu úr. Þarf nákvæmni og vandvirkni „Það er hægt að nota hvaða filter, könnu og hraðsuðuketil sem er en við erum að nota vörur frá Hario, japönsku vörumerki, sem eru nýlega komnar á markað. Þetta er stálketill með löngum rana,“ segir hún en lestur á erlendum kaffivefsíðum staðfestir að vörunar frá Hario eru sjóðandi heitar í kaffiheim- inum um þessar mundir. Svo spillir ekki fyrir að Hario V60-ketillinn er lögulegur með sínum langa, bogna stúti. Það þarf að vanda sig við svona uppá- hellingu svo útkoman verði góð og við fljóta leit á netinu kemur upp fjögurra síðna PDF-skjal með myndum með leið- beiningum hvernig hella skal upp á einn Hario-bolla. Þá er ekki verra að hafa þjálfaðan kaffibarþjón við höndina! Það er því ákveðinn handverksblær yf- ir kaffihellingu, vélin kemur minna við sögu en áður. Næstum er hægt að hugsa sér að kaffihelling haldist hönd í hönd við prjónabyltinguna, hjólreiðarnar og ann- að kreppuvænt á meðan gljáandi krómuð espressovél minnir á nýbónaðan sportj- eppa góðærisins. Espressovélin, líkt og jeppinn, er jafn flott og áður, hún er bara ekki alveg eins mikið í tísku. Bandaríkjamenn fagna hellingu Bandaríkjamenn virðast hafa tekið kaffi- hellingu sérstaklega vel, líkt og þeim finnist sitt uppáhellta kaffi og jafnvel americano, vatnsblandaði espressoinn, hafa fengið einhvers konar uppreisn æru. En eins og ofangreindar lýsingar segja til um er þetta þó eins langt frá þeim leiða, bandaríska sið að skilja könnuna eftir á kaffivélinni með kveikt á hellunni allan daginn. Stumptown Coffee Roasters, ellefu ára gömul kaffihúsakeðja í Bandaríkjunum ætlar meira að segja að opna kaffihús í Brooklyn í mánuðinum þar sem verður ekki einu sinni boðið upp á espresso heldur aðeins hellingu, bruggaða eftir nokkrum mismunandi leiðum, þar á meðal Hario. Fyrir þá sem vilja kynna sér málið nánar heldur Kaffitár úti ágætisheima- síðu á www.kaffitar.is og til viðbótar má benda á afbragðs tenglasíðu www.brew- methods.com þar sem hægt er að lesa um kaffihellingu og fleiri nýjar uppá- hellingarleiðir, sem eru í bruggun í kaffi- heiminum. Úr Árbæjarsafni. Hið klassíska Mávastell. Krómuð espressovél. Dæmigerð kaffivél. Kanna frá Bialetti. ’ Næstum er hægt að hugsa sér að kaffi- helling haldist hönd í hönd við prjónabyltinguna, hjólreiðarnar og annað kreppuvænt á meðan gljá- andi krómuð espressovél minnir á nýbónaðan sportjeppa góðærisins.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.