SunnudagsMogginn

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Saqqummersitaq pingaarneq:

SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Qupperneq 43

SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Qupperneq 43
12. september 2010 43 Gatan mín S tundum hafa stóru fjölbýlishúsin hér í Breiðholtinu verið kölluð gettó, fátækra- bæli eða einhverjum enn óvirðulegri nöfn- un. Allar slíkar lýsingar eru hins vegar fjarri raunveruleikanum. Hér er býsna notalegt samfélag fjöskyldufólks. Samgangur er að vísu ekki ýkja mikill þó að slíkt sé raunar að miklu leyti manni í sjálfsvald sett. Flestir sem hér búa eru eldra fólk og ein þeirra kvenna sem hér búa fer víst reglulega um og heilsar upp á gamla fólkið hér eða þá sem einhverra hluta vegna treysta sér ekki mik- ið úr húsi. Í slíku felst mikið öryggi,“ segir Jónína Guðbjörg Jónsdóttir lyfjatæknir sem býr við Æsufell í Reykjavík. Framkvæmdir í Breiðholtinu í Reykjavík hófust laust fyrir 1970 og á rúmlega tíu árum reis þar eitt fjölmennasta hverfi borgarinnar. Og rétt eins og hver einn bær á sína sögu, „sigurljóð og rauna- bögu“ eins og forðum var ort gildir það einnig um húsin í borginni. Byrjað var að reisa stóru blokkina í Æsufelli, sem svo er gjarnan nefnd, síðla sumars 1970. Hún var kynnt í baksíðufrétt Morgunblaðinu í október það ár með þeim orðum að þetta yrði „langstærsta fjöl- býlishús á landinu og má ætla að íbúar verði ekki færri en eitt þúsund í þessari húsasamstæðu,“ og var inni í þeirri tölu líklegur íbúafjöldi í öðru sam- liggjandi húsi. Í blokkinni góðu, sem Breiðholt hf. byggði, eru alls 124 íbúðir í þremur stigagöngum, það er Æsufelli 2, 4 og 6. Húsið er sjö hæðir, að jafn- aði sex íbúðir á hverri þeirra. Má þess og geta að byggingin komst í fréttir fyrr á þessu ári þegar fulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar héldu blaðamannafund á þakinu og tilkynntu að þeir hefðu tekið höndum saman um meirihluta- samstarf í borgarstjórn. „Ég var að leita mér að íbúð snemma árs 2000. Kom þá hingað í Æsufellið og þurfi ekki að leita eftir það, ég átti strax heima hérna. Til marks um hve rólegt er hérna er að á þeim tíu árum sem ég hef verið hér hef ég aðeins tvisvar sinnum orðið vör við hávaða úr samkvæmi,“ segir Jónína sem hefur ágætt útsýni yfir bakgarð við blokkina þar sem er leikvöllur þar sem börnin una sér löngum stundum á góðum dögum. Skipulag Breiðholtshverfisins er með þeim hætti að öll sú helsta þjónusta sem fólk þarfnast í daglegu lífi sé skammt undan. Sú er líka raunin; í hverfinu er bensínstöð, lágvöruverðsverslun, bókabúð, skyndibitastaður og Pólska búðin hvar sá mikli fjöldi Pólverja sem í hverfinu býr fær sitthvað fyrir sinn snúð. Þá eru leik- og grunnskólar miðsvæðis í Fella- og Hólahverfinu, rétt eins og annars staðar í hinu víðfeðma Breiðholti. Einnig er íþróttaaðstaða með besta móti í hverfinu en Breiðholtið er bardagavöllur tveggja félaga; ÍR og Leiknis. Þegar Æsufellsblokkin var kynnt á sínum tíma var greint frá að þar yrði „húsnæði fyrir barna- gæzlu, gufubaðstofu, tómstunda- og fundaherbergi og hárgreiðlustofu,“ eins og Morgunblaðið sagði svo skilmerkilega frá. Rými þessu hefur að ein- hverju leyti verið fundið annað hlutverk en hár- greiðslustofan er þó enn á sínum stað. „Hársetrið er fyrsta flokks og og ég og krakkarnir höfum ekki farið annað síðan við fluttum hingað. Stofan er miðdepill mannlífs hér og margir sem áð- ur bjuggu í Æsufelli fara ekki annað í hárgreiðslu og klippingu og fá að auki fréttir af fornum slóðum.“ sbs@mbl.is Morgunblaðið/Ómar Ánægð í Æsufelli Reykjavík 1 2 Æsufell Seljabraut Ar na rb ak ki Ve st ur be rg Suðurfell Au st ur be rg Suðurhólar Hö fð ab ak ki 1. Elliðaárdalurinn er einstök útvistarperla og mér finnst afar gaman að ganga þar um og geri raunar talsvert af því. Hægt er að velja sér ýmsar leiðir á þessum slóðum, til dæmis að labba niður fyrir stíflu gömlu virkjunarinnar sem mér finnst skemmtilegt. Margar aðrar útfærslur má velja um. Þá spillir ekki fyr- ir hvað dalurinn er orðinn vel gróinn og trén þar há. Hafa dafnað vel í sumar enda hefur sumarið verið ein- staklega gott. Þessi reitur í miðri borginni er í raun paradís líkastur. 2. Góð íþróttaaðstaða er nokkuð sem þarf að vera til staðar í hverju samfélagi. Ég fer talsvert með krökk- unum mínum í sund og þá er fínt að hafa Breiðholts- laugina við Austurberg hér örskammt frá. Erum líklega ekki nema tíu mínútur að labba þangað. Litlu lengra er í Víðidalinn þangað sem við krakkarnir mínir, sem eru sjö og tíu ára, hjólum stundum á sumrin. Uppáhaldsstaðir H vort sem okkur líkar betur eða verr þá erum við Íslendingar mjög líkir Norðmönnum. Við Íslendingar höfum hins vegar verið mjög dug- legir við það í gegnum tíðina að gera grín að Norðmönnum. Okkur hefur fundist þeir svolítið hallær- islegir. Það er auðvitað ýmislegt hallærislegt í Noregi. En líka á Íslandi. Sjónvarpsstöðin ÍNN er til dæmis svolítið hallærisleg. Og landbúnaðarráðherrann okkar. Hann vinn- ur nú engin tískuverðlaun. Í bráð. Persónulega finnst mér að hann ætti að fara að skila Emil í Kattholti-húfunni sinni. Það er hins vegar margt sem Norðmenn geta verið stoltir af. Þeir eiga töluvert af peningum. Við eigum ekki töluvert af peningum. Í augnablikinu. Enda hafa Norðmenn ennþá efni á þulum í ríkissjónvarpinu sínu. Við höfum ekki efni á þulum lengur. Þeir eiga eitt flottasta óperuhús í Evrópu. Óperuhúsið í Kópavogi er fjarlægur draumur. Og Frið- arverðlaun Nóbels eru veitt í Noregi. Við erum auðvitað með Hlustendaverðlaun FM 95,7. Og Norðmenn gera vel við sig. Þeir nenna ekki að vinna nema til klukkan þrjú á daginn. Við Íslendingar erum flestir í tveimur til þremur vinnum og komum heim til okkar seint á kvöldin. Norðmenn taka reyndar með sér nesti í vinnuna. Það er svolítið hallærislegt verð ég að segja. Íslendingar taka ekki með sér nesti í vinnuna. Ekki að ræða það. Það finnst okk- ur hallærislegt. Við förum á næstu bensínstöð og fáum okkur Sómasamloku. Það eru ekki til neinar Sóma- samlokur í Noregi. Það er hallærislegt. Auðvitað getum við Íslendingar verið mjög stoltir af ýmsu. Til dæmis Björk. Hún fékk Polar-tónlistarverðlaunin um daginn. Og skildi Svaninn eftir heima í þetta skiptið. Við Íslendingar fyllumst miklu stolti þegar vel gengur á er- lendri grundu. Hvort sem það er handbolti, boccia eða út- saumur. Skiptir ekki máli. Smáralindin er pöntuð og hálf þjóðin fylgist með. Agndofa. Og af stolti. Það er hins vegar eitt sem við Íslendingar eigum sameig- inlegt með Norðmönnum. Það er minnimáttarkenndin. Þrátt fyrir að vera ein ríkasta þjóð í heimi eru Norðmenn með minnimáttarkennd. Væru alveg til í að vera aðeins stærri, eiga fleiri fræga íþróttamenn og vera teknir alvar- legar í alþjóðlegu samhengi. Ég held reyndar að þetta með nestið sé að skemma dálítið fyrir þeim. Hugsið ykkur ef aðalritari Sameinuðu þjóðanna væri norskur. Og alltaf með nestisbox með sér. Hann væri að reyna að koma á friði í Afganistan og væri svo alltaf að fá sér nesti. Það sér það hver maður að það bara gengi ekki upp. Norðmenn eiga nokkra þekkta þrjóta. Til dæmis Arne Treholt. Sem var njósnari og sveik þjóð sína og sat í tutt- ugu ár í fangelsi. Við Íslendingar eigum enga njósnara. Ekki svo vitað sé. Reyndar væri það nú svolítið fyndið. Ef það kæmi allt í einu á daginn. Að við Íslendingar ættum njósnara út um allar trissur. Tvær eldri konur hittast í Melabúðinni. „Hvað er að frétta af honum dóttursyni þínum?“ „Honum Pétri?“ „Já.“ „Ég bara má ekki segja það. Hann er vinna ákveðin verkefni. Fyrir íslensku þjóðina.“ „Jee minn. En spennandi!“ Það er hins vegar tvennt sem við Íslendingar mættum læra af Norðmönnum. Í fyrsta lagi er það skipulag. Norð- menn eru töluvert skipulagðir. Í Noregi er allt niðurneglt. Norðmenn segja aldrei „Þetta reddast“. Við Íslendingar er- um svolítið í því. Að redda hlutunum. Getiði ímyndað ykkur ef Íslendingur yrði settur í embætti aðalritara Sam- einuðu þjóðanna. Þyrfti kannski að stilla til friðar milli einhverra þjóða. Segjum milli Bandaríkjanna og Írans. Ís- lendingurinn myndi mæta á svæðið, klappa á axlirnar á Barack Obama og Mahmoud Ahmadinejad, líta djúpt í aug- un á þeim og segja svo, með miklum alvöruþunga: „Strák- ar mínir, ekki hafa neinar áhyggjur af þessu. Gjöriði svo vel og fáið ykkur hérna Sómasamlokur. Þetta reddast allt saman!“ Norðmenn, nesti og njósnarar Pistill Bjarni Haukur Þórsson Mæðgurnar Jónína Jónsdóttir og Steinunn dóttir hennar fyrir utan hamraborgina í Æsufellinu.

x

SunnudagsMogginn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.