SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Qupperneq 36
36 12. september 2010
Y
fir yljandi heitum drykkjum
ræða blaðamaður og Sigga um
árin hjá Ikea, komandi fram-
tíð og tækifæri í hönnun á Ís-
landi og yfirgripsmikla yfirlitssýningu á
verkum hennar sem verður opnuð í
dag, hinn 11. september, í Hönn-
unarsafni Íslands.
„Eftir að hafa verið búsett erlendis í
15 ár var ég orðin dálítið landlaus og var
sjaldan með í sýningum þegar haldnar
voru samsýningar Íslendinga. Samt er
ég eins mikill Íslendingur og hægt er að
hugsa sér og má segja að það jaðri við
fasisma hvernig ég læt; Ísland er besta
land í heimi, ég el upp mín börn sem
Íslendinga og hef alltaf ætlað mér heim.
Þrátt fyrir að hönnun mín hjá Ikea hafi
verið keypt af Íslendingum vissu fáir
nákvæmlega hvað ég var að gera. Nú er
tækifærið til að sýna það sem ég hef
verið að gera síðastliðin 15 ár. Þær öfl-
ugu konur sem halda utan um Hönn-
unarsafnið eru að gera frábæra hluti og
ég er ánægð með að taka þátt í þeirra
starfi á þennan hátt,“ segir Sigga.
Handblásin glerlíffæri
Árið 1998 hóf Sigga störf hjá Ikea í Sví-
þjóð og verður langstærsti hluti sýn-
ingagripanna frá þeim tíma. Þó verða
einnig til sýnis eldri hlutir sem hún
gerði með GKS og Pennanum áður en
hún flutti til Svíþjóðar og hlutir sem
hún hefur hannað fyrir ýmiss konar
sýningar. Af nýrri hönnun Siggu verða
til sýnis lampar sem hún hefur unnið í
samstarfi við indverskt fyrirtæki og
óvenjuleg glerlíffæri sem unnin eru í
samstarfi við Vitra hönnunarsafnið í
Þýskalandi. Sigga hefur unnið mikið
fyrir Corning Museum of Glass í Banda-
ríkjunum, stærsta glerlistasafn heims.
Námskeið á vegum safnsins eru algeng
en vinnustofan sjálf ferðast um heiminn
í gámi með öllu sem til þarf í glerblást-
urinn. „Þetta er algörlega á skjön við
það sem ég hef gert fyrir Ikea þar sem
líffærin eru ekki nytjahlutir heldur ein-
stakir hlutir sem eru handblásnir og því
engir tveir hlutir eins. Ég hef einbeitt
mér að líffærum mannsins og búið til
stór augu, hjörtu, nýru og fleira. Ég er
hrifin af gleri, það er spennandi efni
sem þarf að vinna eftir nákvæmum
tímasetningum. Ferlið er flókið á svo
einföldu efni. Mér finnst vera samnefn-
ari á milli lífæranna og glersins að þessu
leyti, hvort tveggja er sterkt en samt
svo viðkvæmt. Mér finnst gaman að
hinu skapandi ferli sama hvort heldur
það er fyrir fjöldaframleiðslu þar sem
maður setur sér vissan ramma en nýtir
sér síðan sköpunargáfuna til hins ýtr-
asta, eða að gera einstaka, rándýra
hluti. Það að skapa er skemmtilegt
sama hvar maður gerir það. Eins er
ánægjulegt að sjá hönnun mína í notk-
un á heimilum fjölskyldu og vina. Allt í
einu er mjólkurkannan sem ég hannaði
þannig komin á borð hjá vinkonu
minni. Þetta er skemmtilegur fylgi-
fiskur fjöldaframleiðslunnar og ég er
því þakklát að hafa fengið að vinna á
mismunandi sviðum,“ segir Sigga.
Englarnir voru í lagi
Út frá þessari umræðu
berst talið að ljósa-
krönsunum frægu
frá Ikea sem
urðu mjög
vinsælir
hér heima
og sjást nærri í
hverjum glugga fyrir
jólin. Sigga segir að sér
hafi þótti mjög vænt um
að koma heim um jólin og sjá
kransana í mörgum gluggum.
Sér hafi fundist eins og fólk vildi
bjóða hana velkomna heim. Sömu
sögu var að segja þegar hún hélt eitt
sinn fyrir jólin til Lyon í Frakklandi,
sem er vinabær Gautaborgar. Þar var
hún fengin til að skreyta jólatré í bæn-
Lifað af
sköpun
sinni
Blaðamaður hittir Sigríði Heimisdóttur hönnuð,
betur þekkta sem Siggu Heimis, í ekta, íslenskri
haustrigningu. En Sigga lætur rigninguna ekki á
sig fá og er hæstánægð með að vera flutt til
landsins með sænskum eiginmanni og þremur
börnum þeirra eftir 15 ára búsetu erlendis.
María Ólafsdóttir maria@mbl.is
Glerlíffæri eru meðal því nýjasta í hönnun
Siggu.
Skemmtilegir litríkið
púðar úr smiðju Siggu.
’
Ég er stolt af því að
vinna fyrir Ikea og er
persónulega ósam-
mála því að það sé t.d. ekki
hægt fyrir fatahönnuði að
byrja í H&M og vinna sig
síðan upp frá því.
Aðspurð hvort hugmyndirnar séu endalausar
segist Sigga alltaf eiga nóg til af hug-
myndum. Hugmyndaauðurinn hafi aukist
verulega við barneignirnar en vinir og vanda-
menn hafi líka áhrif. Stærsta uppsprettan
sé þó náttúran, blóm, fiskar, veðrið og ýmiss
konar litir og litabrigði. Svo sé sagan mikil-
væg og skemmtilegt þegar saga spinnst á
bakvið hönnunina. Annars segist Sigga vera
bjartsýn varðandi framtíðina og ekki sé
annað hægt en að vera jákvæður. Hún
geri ekki lítið úr kreppunni en eftir að
hafa ferðast mikið til Indlands og horft
upp á eymdina þar geti maður ekki kvart-
að.
„Þegar Ísland var á yfirsnúningi fyrir
nokkrum árum, hvarflaði ekki að mér að
koma heim. Það var þó þannig að ég var tal-
in bitur af Svíþjóðardvölinni ef ég dirfðist að
nefna það, sem öllum er augljóst í dag. Okk-
ur sem Íslendingum er nauðsynlegt að halda
jarðtengingu og einblína á það jákvæða og
þá komumst við í gegnum þetta, rétt eins og
íslenska veturinn,“ segir Sigga.
Yfirsnúningurinn
heillaði ekki
Sigga hefur hannað ótal húsgögn
og skrautmuni fyrir heimilið