SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Qupperneq 25
12. september 2010 25
það borgar sig ekki að þjóna henni. Ég lærði já-
kvæðni strax í barnæsku, hjá foreldrum mínum.
Ég kem frá góðu og traustu menningarheimili.
Pabbi var lögregluþjónn, listrænn maður, samdi
tónlist, orti kvæði sem birtust í blöðum og
flutti erindi í útvarp. Mamma, sem er stórkost-
legasta kona sem ég hef þekkt um ævina, dó 57
ára gömul þegar nýrun gáfu sig. Á æskuheimil-
inu var mikið lesið og ég fór á tónleika með
foreldrum mínum og á listsýningar. Það var
alltaf hátíðleg stund þegar við mamma fórum
saman á bókasafnið og komum heim með út-
troðna poka. Ég bý enn að þessum menningar-
áhuga sem ég kynntist í æsku. Á þessum árum
ætlaði ég mér að verða hjúkrunarkona, það er
ákveðinn þáttur í eðli mínu sem vill hlúa að
öðrum.“
Þú vannst hjá Ríkissjónvarpinu í 30 ár sem
grafískur hönnuður og þula. Þú varðst eins
konar þjóðareign í þulustarfinu. Hvernig voru
þessi ár?
„Sjónvarpið stal mér þegar ég var ungur list-
nemi í Myndlistar- og handíðaskólanum. Þá var
sjónvarpið að stíga sín fyrstu skref og ég kom
þar til starfa af heilögum áhuga. Það var sagt
við mig: „Gjörðu svo vel, hér er sjónvarpsstöð,
búðu til grafík“ – og ég gerði það. Ég sá um alla
sjónvarpsgrafík, var fréttateiknari, þula, dag-
skrárgerðarmaður á Rás 2, skemmtikraftur og
húsmóðir. Ég settist við hliðina á þjóðinni og
mér þykir vænt um þessa þjóð. Þetta var gríð-
arleg vinna og ég veit ekki hvernig ég komst í
gegnum þetta.
Sem sjónvarpsmanneskja varð ég almenn-
ingseign og það var mikið álag að taka við
hringingum frá fólki á næturnar. En fólk var
samt yfirleitt afar vinsamlegt, það var ekki að
hreyta í mig ónotum. Ég hafði mikinn áhuga á
því sem ég var að gera og tók álaginu sem
fylgdi starfinu. Ég hef samt alltaf haldið einka-
lífi mínu fyrir utan sviðsljósið. Fólk sem er
áberandi verður að finna sína aðferð við að
verja sig og sitt einkalíf. Margir hafa farið flatt á
þessu og talið að ljósgeislinn væri það flottasta í
heiminum, en kastljósið er falsljós. Því fylgir
líka öfund og afbrýðisemi, sem er ekki gott.“
Heimilislegur fíflagangur
Þú hafðir sérstakan stíl sem þula, talaðir við
áhorfendur og hafðir eigin skoðanir. Hvernig
myndirðu sjálf lýsa þessum stíl?
„Í þulustarfinu leit ég á mig sem leikkonu
sem hefði eitt stærsta leikhús þjóðarinnar til
umráða. Ég samdi handrit fyrir hverja einustu
útsendingu og fór ekki fram fyrir sjónvarpsvél-
arnar fyrr en blessun hafði verið lögð yfir text-
ann. Ég var svo heppinn að hafa Sverri Frið-
þjófsson, pabba Sveppa, sem þulupabba. Hann
var ritstjóri yfir þulunum, gríðarlega frjór og
skemmtilegur maður og saman fórum við út í
vinalega vitleysu í handritagerð. Minn útgangs-
punktur var heimilislegur fíflagangur og vinaleg
vitleysa. Ég virðist hafa verið eyrnamerkt þjóð-
inni með þessari glettni minni. En þetta má
ekki misskilja þannig að engin fagmennska hafi
verið höfð í heiðri. Ég hef alla tíð lagt mikið
upp úr fagmennsku. Þeir sem gera allt í einum
graut gera yfirleitt allt illa. Það er mikilvægt að
taka hlutina fyrir stig af stigi og vinna fallega úr
sínum málum. Byrja á verkefnum og ljúka við
þau. Það hefur verið mitt móttó. Ég hef full-
numað mig í öllu sem ég hef tekið mér fyrir
hendur. Gríðarlegt álag hefur fylgt störfum
mínum en ég hef komið öllu í verk sem ég hef
getað. Þess vegna er ég mjög sátt.“
Hvernig var að hætta að vinna hjá sjón-
varpinu eftir þrjátíu ára starf?
„Þegar ég var búin að vera þarna í þrjá ára-
tugi átti ég að fara að vinna allt í tölvu. Það gat
ég ekki hugsað mér. Sem grafískur listamaður
vildi ég koma við efnið. Þarna gat ég ekki gefið
eftir. Þess vegna hætti ég og það var ekkert erf-
itt, ég fór í góð störf eftir það. Í dag er ég
skuldlaus kona og uni glöð við mitt. Ég hræðist
ekki neitt.
Líf mitt hefur verið afar ánægjulegt. Mér líður
vel. Mér finnst gott að vera í rómantísku um-
hverfi í notalegheitum og sinna því að vera
kona. Og það kemur engum við nema mér
hvernig ég sinni því hlutverki.“
Morgunblaðið/Kristinn
Rósa Ingólfsdóttir: „Konan
á að leyfa sér að vera kona
og karlinn karl og þá smell-
ur allt saman.“