SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Qupperneq 52
52 12. september 2010
Þ
etta var á þeim árum þegar við
vorum örugglega enn á lífi.
Marsmánuður og veröldin hvít
af snjó, þó ekki alhvít, hér
verður aldrei alhvítt, sama hvernig
snjónum kyngir niður, jafnvel þótt him-
inn og haf frjósi saman og kuldinn nái
langleiðina inn að hjartanu þar sem
draumarnir búa, þá sigrar hvíti liturinn
aldrei.“
Þannig hefst skáldsaga Jóns Kalmans
Stefánssonar Himnaríki og helvíti. Titill
bókarinnar lýsandi fyrir stílbrögðin.
Hann leyfir ekkert hálfkák eða málamiðl-
anir.
Jón Kalman málar jafnan frásögnina
sterkum litum, tilfinningarnar verða
stórar – og þráin. „Stórastar“ myndi for-
setafrúin segja. Hjartað má vera kalið í
þeim, sem ekki hrífast með kynngimagn-
aðri framvindunni. Þegar takast á himna-
ríki og helvíti er allt undir.
Ég sakna oft himnaríkis og helvítis í
listsköpun samtímans. Og það á við um
allar listgreinar. Það er til dæmis einkenni
á verkum rúss-
nesku höfund-
anna, á borð við
Dostojevskí og
Búlgakov, hversu
stutt er í Guð og
djöfulinn. En um
leið er nærvera
þessara frum-
krafta tilver-
unnnar aldrei
kreddufull, held-
ur lögð fyrir
áhorfendur sem tilvistarspurning og
varpar ljósi á breyskleikann, sem hlýtur
alltaf að einkenna mannlegt samfélag á
ögurstundu. Um leið neyðist lesandinn til
að horfa í þann miskunnarlausa spegil
sálarinnar.
Kannski er ástæðan fyrir því, að stund-
um er talað um ládeyðu í listalífinu í vel-
ferðarsamfélögum á Vesturlöndum, að
það hefur dregið svo mikið úr lífshásk-
anum. Það er eins og hvunndagslífið hafi
fjarlægst hinstu rök tilverunnar og það
grilli ekki lengur í himnaríki og helvíti í
daglegu lífi fólks.
En það er kappnóg af himnaríki og hel-
víti í sköpun stórskáldanna, til dæmis í
Dauðadansi Frans Liszts. Ég var svo lán-
samur að heyra Víking Heiðar Ólafsson
segja frá því verki í vikunni og spila valda
kafla. Liszt sækir ágengt jarðarfararstefið,
sem liggur því til grundvallar, til kaþ-
ólskra munka, en leikur sér með það á
alla lund, þannig að það tjáir ýmist harm,
djöfulgang, bæn eða gleði.
Í Paganini-rapsódíu Rachmaninoffs,
sem einnig var á dagskrá upphafstónleika
Sinfóníunnar í gær, bregður fyrir sama
stefi. Ég fullyrði, að ekki er hægt að
hlusta á flutning Víkings Heiðars á þess-
um verkum, án þess að jörðinni sé svipt
undan fótunum, og maður sé skilinn eftir
í lausu lofti með spurninguna ágengu,
sem Jóhann Jónsson varpaði fram í Sökn-
uði og treysti sér ekki til að svara:
„Hvar?“
Lýst eftir
lífsháska
Orðanna
hljóðan
Pétur Blöndal
pebl@mbl.is
’
En það
er
kappnóg
af himnaríki
og helvíti í
sköpun stór-
skáldanna...
N
orski spennu-
sagnahöfundurinn
Jo Nesbø er að slá í
gegn víða um
heim. Nýlega kom út í enskri
þýðingu í Bretlandi bók hans
Snjókallinn. Hún kom út í
Noregi árið 2007 og bóksalar
þar í landi völdu hana bestu
bók ársins.
Enn á eftir að þýða Snjó-
kallinn á íslensku, en það
mun örugglega gerast fyrr en
síðar, því bækur Nesbø njóta
mikilla vinsælda hér á landi og
er það Bókaútgáfan Upp-
heimar sem gefur þær út.
Snemma á næsta ári er þar
von á þýðingu á bók hans
Djöflastjörnunni.
Einstök sakamálasaga
Enska útgáfan af Snjókall-
inum situr þessar vikurnar á
metsölulista Eymundsson yfir
erlendar bækur. Í Bretlandi
hefur bókin vakið mikla at-
hygli og fengið afar lofsamlega
dóma. Þessi misserin mun víst
ekki vera hægt að hlaða
spennusagnahöfund meira
lofi en að líkja honum við
Stieg heitinn Larsson. Það
gerði The Independent, og
sagði Nesbø vera næsta Stieg
Larsson. Gagnrýnandi Sunday
Times sagði Snjókallinn vera
einstaka sakamálasögu, hreint
framúrskarandi bók sem ætti
skilið að vera borin saman við
Karla sem hata konur.
Besta Nesbø-bókin
Sennilega er Snjókallinn besta
spennusaga Nesbø til þessa en
fyrri bækur hans eru þó ekk-
ert slor. Nesbø hefur sjálfur
sagst vera mjög ánægður með
bókina.
Í Snjókallinum rekur hver
æsiatburðurinn annan, fram-
vindan er óvænt og þar eru sí-
felldir viðsnúningar. Loka-
kaflarnir eru svo æsi-
spennandi að jafnvel lesendur
með stáltaugar eru líklegir til
að kíkja aftast í bókina til að
sjá hvernig fer.
Það er umtalsvert meiri
hryllingur í þessari bók en
fyrri bókum Nesbø. Þetta
stafar ekki síst af því að Nesbø
setur snjókall, sem venjulega
er barnslegt og notalegt fyr-
irbæri, í samhengi við hreina
illsku. Snjókallinn verður því
martraðarkennt tákn og í
hvert sinn sem hann birtist á
síðum bókarinnar er ills von.
Hatur á konum
Þessi vinsæla og rómaða
spennusaga fjallar um sjúklegt
hatur á konum, sem er örugg-
lega ein ástæða þess að henni
hefur verið líkt við Karla sem
hata konur. Eiginkonur og
mæður hverfa, hafa verið
myrtar á hrottalegan hátt á
fyrstu degi snjókomu. Lög-
reglumaðurinn Harry Hole
tekur að sér rannsókn málsins
og líf hans og þeirra sem hann
ann er í hættu.
Vart þarf að kynna Harry
Hole fyrir Nesbø-aðdáendum.
Harry er enn einn drykkfelldi
einfarinn í stórum hópi nor-
rænna lögreglumanna. Hann
býr við stöðugt vesen í einka-
lífi, sem er engum öðrum en
honum sjálfum að kenna.
Hann er hins vegar svo skarp-
ur og sérsinna að hann kallar á
áhuga lesenda.
Rokkari og rithöfundur
Jo Nesbø kom hingað til lands
þegar spennusagan Rauð-
brystingur kom út á íslensku.
Þar var greinilega á ferð jarð-
bundinn maður, lítt upptek-
inn af frægð sinni.
Nesbø lærði hagfræði, spil-
aði í rokkhljómsveit og samdi
lög og texta. Hann gerðist
bankastarfsmaður en fylltist
leiða á því starfi og til að fá út-
rás fyrir sköpunarþörf sína fór
hann að skrifa. Fyrsta bókin
um Harry Hole varð til, sló
rækilega í gegn, fékk glæpa-
sagnaverðlaun í heimalandinu
og Glerlykilinn sem besta
norræna glæpasagan.
Nú er Nesbø á grænni grein,
á aðdáendur víða um heim og
þénar vel ár hvert. Hann er
afkastamikill og er nú að
vinna að níundu sögunni um
Harry Hole. Hann hefur sjálf-
ur sagt að Harry muni aldrei
finna hamingjuna þannig að
hinn drykkfelldi einfari mun
vera á sama einmanalega ról-
inu í næstu bókum og þeim
fyrri.
Norski rithöfundurinn Jo Nesbø er afkastamikill og vinnur nú að níundu sögunni um drykkfellda einfar-
ann Harry Hole. Hann hefur sjálfur sagt að Harry muni aldrei finna hamingjuna
Nesbø á grænni grein
Norski rithöfundurinn Jo Nesbø nýtur mikilla vinsælda hér á landi. Hann
hefur líka slegið í gegn víða erlendis og þar líkja menn honum við Stieg
heitinn Larsson.
Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrun@mbl.is
Lesbókbækur