SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Qupperneq 30
30 12. september 2010
S
vefninn er besti læknirinn,“ segir eitt
orðtakið. Þetta er birtingarmynd þeirrar
staðreyndar að varnir líkamans sjálfs,
mótstöðukerfi hans, eins og það er
stundum kallað, er þýðingarmest þegar ein-
staklingur berst til heilsu eftir að sjúkdómur eða
slys hafa veikt hann og dregið úr honum þrótt.
Ekki er með þessum orðum verið að draga úr mik-
ilvægi utanaðkomandi hjálpar, hvort sem hún
kemur frá læknum og hjúkrunarfólki og þeim
lyfjum og aðgerðum sem það hefur úr að spila eða
sjúkraþjálfurum. Oft nær líkaminn sjálfur ekki að
ljúka verkinu án slíks atbeina og sjaldnast eins
fljótt. En afl hans sjálfs og mótstaða á þó ætíð síð-
asta orðið.
Mannslíkaminn og þjóðarlíkaminn
Framangreind lögmál gilda um mannslíkamann.
En þau gilda um fleira. Til dæmis er lítill vafi á að
þau gilda einnig að breyttu breytanda um þjóð-
arlíkamann. Það kemur glöggt í ljós þegar efna-
hagsáföll dynja yfir.
Fótaskortur og svo fall íslensku bankanna, sem
höfðu þreytt dansinn í Hruna af meiri sjálfumgleði
og taumleysi en margur annar, sem þó hafði sjálf-
ur farið geyst, veitti íslensku efnahagslífi þung
högg og þjóðin varð að vonum mjög slegin. Marg-
ur riðlaðist mjög eins og höggin væru rothögg,
sem ekki væri hægt að standa af sér. En önnur og
upplitsdjarfari sjónarmið heyrðust þó strax í byrj-
un október 2008 þótt að þau næðu eyrum fárra
vegna hávaðans sem varð. Og hver voru þau og
hvernig hafa þau staðist.
Hvað sást í fjarska gegnum
heiðglugga himins?
Hið fyrsta var að þjóðin ætti ekki að greiða skuldir
óreiðumanna. Það féll í grýtta jörð. En þegar þjóð-
in hafði jafnað sig nægjanlega og betur en þeir sem
áttu að leiða hana tók hún undir þau sjónarmið
með afgerandi hætti í þjóðaratkvæðagreiðslu. Því
næst var bent á að af þessu leiddi að þjóðin væri í
rauninni betur stödd en virtist og jafnvel að sumu
leyti betur stödd en þær þjóðir sem ekki hefðu
misst sitt bankakerfi í heild fyrir ætternisstapann.
Segja má að væru eyrun dauf fyrir þessum boð-
skap væru þau því sem næst heyrnarlaus gagnvart
þeim síðari. En hvernig var hann rökstuddur og
hver er reynslan. Á meðan bankakerfið var sem
bólgnast og safnaði erlendum skuldum voru þjóð-
arskuldirnar gríðarlegar. Hafa verður í huga að
þjóðarskuldir er mælieining en segir ekki til um
lögformlega skuldbindingu ríkis í þjóðarumboði.
Það gera ríkisskuldir. Auðvitað gerðu íslensk yf-
irvöld ráð fyrir að á móti öllum hinum himinháu
skuldum væru þær eignir sem reikningar bank-
anna sýndu og stærstu endurskoðunarskrifstofur
landsins höfðu fyrirvaralaust staðfest að væru
réttar. Það tók allmarga mánuði eftir hrun að
kynnast því og kyngja að stóru bankarnir þrír
höfðu allir sem einn verið rændir innan frá og
nokkrir stórir sparisjóðir höfðu lotið sömu örlög-
um. Enda fóru ákveðnir stjórnmálalegir óheil-
indamenn lengi með annan söng og reyndu að
beina sökum í aðrar áttir, örugglega oftast gegn
góðri samvisku. Ríkisútvarpið, sjálft öryggistæki
þjóðarinnar, tók þátt í því eins og glöggt sást þeg-
ar það túlkaði með offorsi Rannsóknarskýrslu Al-
þingis með allt öðrum hætti en nefndin gerði sjálf.
Um Baugsmiðla þarf ekki að ræða.
Smám saman er þó hin rétta mynd að birtast,
þrátt fyrir tilraunir til að draga það eins og hægt
er. En þau sjónarmið voru sem sagt sett fram, þótt
þau næðu þá fárra eyrum, að myndin væri í raun
önnur en virtist og ekki eins ógnvænleg. Skuldir
bankanna væru ekki skuldir þjóðarinnar. Gjald-
eyrisvarsjóði þjóðarinnar hafði ekki verið hent á
bálið, sem engum árangri hefði skilað, eins og
þrýstingur stóð þó vissulega til. Seðlabankinn
hafði þá afl og sjálfstæði til að standa slíkar kröfur
af sér. Það varð forsendan fyrir því að það tókst að
halda nánast öllum mikilvægustu samskiptum við
útlönd gangandi, þótt allt bankakerfið hefði
hrunið. Það kom mjög á óvart, ekki síst erlendis.
Engin kreditkortaviðskipti voru stöðvuð þótt
enginn banki væri virkur af því að Seðlabankinn
greip inn í. Enginn Íslendingur var því stranda-
glópur af þeim sökum. Núverandi seðlabanka-
stjóri gaf til kynna mánuði eftir hrun að hann
hefði talið rétt að henda gjaldeyrisvarasjóðnum á
bálið. Það er ótrúlegt að hann skuli hafa verið ráð-
inn til síns starfs eftir þau ummæli.
Næsta atriðið sem bent var á að myndi flýta bata
var að eftir því sem uppgjöri við kröfuhafa yndi
fram mundi matsfyrirtækjum sem öðrum verða
ljóst að stórkostlega hefði dregið úr þjóð-
arskuldum landsins og ríkisskuldir hefðu ekki
vaxið eins og menn óttuðust vegna þess að því hafi
verið afstýrt að ríkið tæki ábyrgð á bönkunum og
Icesave. Eftir því sem þessi mynd skýrðist myndi
trú á efnahagsforsendum landsins fara vaxandi.
Því miður hefur endurreisn og uppgjör á milli
nýju og gömlu bankanna verið í skötulíki og
Landsbanki og Arion banki hafa með siðlausum
hætti bundið sitt trúss áfram við stærstu svindlara
í sögu landsins. En samt hafa myllur tímans mjak-
ast að öðru leyti í rétta átt.
Þá var bent á að ljóst mætti vera að krónan
myndi laga sig að hinum nýja veruleika af því að
hún er virkur gjaldmiðill sem tekur mið af ís-
lenskum veruleika en ekki því sem er að gerast í
Berlín eða Róm. Það myndi vissulega hafa marg-
víslegar snúnar og óþægilegar afleiðingar í för með
sér fyrir marga. Og um leið myndi kaupmáttur
óhjákvæmilega falla og atvinnuleysi aukast með
auknum þrengingum fyrir enn fleiri. En mót-
stöðukraftur þjóðarlíkamans myndi ekki bila við
það. Þvert á móti. Sveigjanleiki vinnumarkaðar og
fjöldi erlendra manna á vinnumarkaði myndi
sjálfkrafa hjálpa til. Þjóðin myndi vissulega spara
meira við sig en áður og láta fátt eftir sér umfram
helstu þarfir. Erlendar vörur myndu hækka í verði
og menn myndu forðast þær eftir megni. Á sama
tíma myndi samkeppnisstaða íslenskrar fram-
leiðslu á mjög mörgum sviðum batna stórlega.
Þetta tvennt myndi fljótlega snúa vöruskiptajöfn-
uði til betri vegar og í framhaldinu viðskiptajöfn-
uðinum í heild og skapa sjálfbærar forsendur fyrir
gjaldeyrisforða sem flóknir samningar við Al-
Reykjavíkurbréf 10.09.10
Þjóðarlíkaminn líður fyrir læk