SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Side 39

SunnudagsMogginn - 12.09.2010, Side 39
12. september 2010 39 É g ætla að leyfa mér að hefja þetta póstkort á fullyrðingunni „Tókýó er lang- flottust“. Þetta er niðurstaða mín eftir að hafa búið hér í meira en þrjú ár. Næsta fullyrðing er „Maturinn í Tókýó er sá besti“, enda borgin með flestar Michelin-stjörnur, og mat allra þjóða og þjóðarbrota eru gerð skil á þeim þús- undum veitingastaða sem borgin hýsir og ekki síst er þjónustan yfirnáttúruleg. Áður en ég lýk þessari montupptalningu þá verður að nefna að borgin er sú hreinasta, sam- göngukerfið frábært, fólk hvergi jafn kurteist og hjálpsamt og tíðni glæpa lægst meðal allra stórborga. Vafalaust hljóma þetta eins og dæmigerðar íslenskar ýkjur en trúið mér, Tókýó er einstök. Þegar ég kom hingað fyrst, þá aðeins 14 ára, þá leið mér eins og ég væri staddur í bíómyndinni Blade Runner í ein- hverri óskilgreindri framtíð. Ljósaskilti, bílategundir sem ég hafði aldrei áður séð, skýjakljúfar eins langt og augað eygði, ofur-hraðlestin Shinkansen, allar mögulegar og ómögulegar tækninýjungar eins og rafmagnsklósett með volgum úðara og lyklaborði (hef enn ekki þorað að ýta á takka) o.s.frv. Í miðri Tókýó eru gosbrunnar með stórum gullfiskum sem engum dettur í hug að hrekkja, engar tyggjóklessur og hvergi veggjakrot. Vinstri umferð er hjá bæði ökutækjum og gangandi vegfarendum. Þær og aðrar umferðareglur virða íbúar stórborgarinnar og tryggja þannig áfallalítið flæði þeirra 20 milljóna sem búa í og í kringum Tókýó. Hvergi er biðraðamenning jafn þróuð og í Tókýó, sérstaklega á morgnana þegar fjöldinn fyllir lestarstöðvar og vagna. Þá standa við hverjar lestardyr stórir og kraftmiklir Japanar með hvíta hanska og á sinn kurteislega hátt troða þeir fólki inn í lestarnar. Líkt og hjá öðrum starfstéttum í Japan er metnaðurinn mikill þannig að þegar einhver festist í dyrum lestarinnar og viðkomandi „troðari“ nær ekki að koma við- komandi inn, þá er kallað á alla nærliggjandi „troðara“ og með sameiginlegu átaki þrýsta þeir farþeganum inn. Kurteisi og hjálpsemi Japana er einstök. Inni í lestunum tala Japanir ekki mikið saman til þess að trufla ekki þá sem eru í kringum þá, af sömu ástæðu er bannað að borða eða tala í síma inni í lestunum. En stór þáttur í lífi hins venjulega Japana er að gæta þess stöðugt að trufla ekki aðra venjulega Japana, nokkuð sem við Vesturlandabúar ættum að taka okkur til fyrirmyndar. Ég gleymi því aldrei þegar ég kom hingað fyrst og ég og móðir mín villtumst og spurðum heimamann til vegar. Sá ágæti maður talaði enga ensku en skildi staðarheitið og ákvað að vísa okkur til vegar með því að ganga með okkur í 15 mínútur til að koma okkur á leiðarenda. Tókýó er mjög örugg. Nýleg rannsókn sýndi að Tókýó er þriðja öruggasta höfuðborg heims á eftir Lúxembúrg og Reykjavík. Verð þó að viðurkenna að ég finn til meira ör- yggis hér á kvöldin en í Reykjavík. Heiðarleiki Japana er jafnframt einstakur. Ég týndi nýlega farsíma á Shinjuku lest- arstöðinni, þar sem um þrjár milljónir fara í gegn dag hvern. Degi síðar fann ég símann í „Lost and Found“. Þegar bróðir minn var hér í framhaldsnámi týndi hann veski sínu í einni af neðanjarðarlestum Tókýó. Viku síðar var veski hans með öllum peningunum komið í pósthólf hans á stúdentgörðunum. Skemmtilegast þykir mér Shibuya hverfið sem er verslunar- og skemmtistaðahverfi unga fólksins. Þar sem Tókýó-búar ferðast yfirleitt með lestum um borgina eru kjarnar hverfa borgarinnar ávallt í kringum lestarstöðvarnar. Fyrir framan Shibuya lestarstöðina eru hin þekktu Hachiko-gatnamót, fjölförnustu gatnamót Tókýó. Þegar gönguljósin opna fyrir umferð vegfarenda þá ganga jafnvel þúsund manns í einu yfir þessi gatnamót. Um- hverfi Hachiko-gatnamótanna er óraunverulegt, háhýsi umkringja þau með risa- sjónvarpsskjám sem sýna japönsk tónlistarmyndbönd. Þori ég að fullyrða að Reykjavík mun ekki komast á þetta stig fyrir árið 3700. Shibuya er einnig frábært skemmtistaðahverfi en þar, eins og í lestakerfinu, er röð og regla á öllu. Bannað er að vera með hávaða fyrir utan skemmtistaðina, til þess að trufla ekki hina Japanana. Inni á skemmtistöðunum dansa allir þannig að jafnt bil er milli dansara, s.k. japönsk dans-Matrixa, hver fær sín ferfet og hreyfir sig ekki út úr þeim ramma. Þá snúa allir í sömu átt, þ.e. að hljómsveitinni eða plötusnúðnum. Merkilegast er þó að hreinlæti salerna japanskra skemmtistaða er álíka og á rannsóknarstofum ís- lenskra sjúkrahúsa og þrátt fyrir mikla ölvun klikkar enginn á röðinni við barinn, eng- inn að troða sér eins og við könnumst við í Reykjavík. Flottasta verslunarhverfið í Tókýó er auðvitað Ginza. Á tímum japanska bóluhagkerf- isins var það hverfi dýrasta landspilda í heimi. Ginza er hin ókrýnda „mekka“ merkja- vörunnar. Örstutt frá Ginza er svo keisarahöllin. Þótt Japanir beri mikla virðingu fyrir keis- aranum þá vita alls ekki allir hvað hann heitir, sem er frekar sérstakt. Að standa í garði keisarahallarinnar er svipað og vera staddur í Samúræjamynd eftir Kúrózawa, nema hvað skýjakljúfa ber við sjóndeildarhringinn, ólýsanleg tilfinning. Já, Tókýo er einstök. ’ Þá leið mér eins og ég væri staddur í bíómyndinni Blade Runner í einhverri óskilgreindri framtíð Póstkort frá Tókýó Bolli Thoroddsen meira en áður. Einmitt þegar við héldum að sólin yrði alltaf hjá okkur. Við klædd- um okkur þá aftur í regnfötin og gengum áfram. Á einum stað teygðu jökulslettur sig eins langt og þær gátu niður hlíðarnar, yf- ir þeim lá grá aska úr Eyjafjallajökli og myndaði fallegt mynstur. Sem betur fer vorum við ágætlega skóuð og flestir með göngustafi til að pota niður í glerhálan ís- inn og ná þannig betra jafnvægi. Öll nema einn ferðalangurinn sem varð fyrir því óláni að skórnir hans liðuðust í sundur. Margir hefðu hætt göngunni þarna, en þessi gekk áfram. Hann einfaldlega tók snæri, þykkt límband og festi skóna sam- an. Með þessu móti hélst sólinn nokkurn veginn á sínum stað, en vissulega þurfti að binda hann endurtekið saman aftur. Náunginn lét þó ekki þar við sitja heldur þreif hann, burstaði og bar skósvertu á ónýtu skóna á hverju einasta kvöldi. Aldrei áður hefur blaðamaður séð nokk- urn mann hugsa svona vel um skóna sína. Síðar kom á daginn að tæknina hafði hann tileinkað sér þegar hann gegndi herþjón- ustu í heimalandi sínu. Svarið fannst á hálendinu Áfram gengum við öll sem eitt og þessi á ónýtu skónum. Leiðin virtist heldur löng í svona þéttri þoku og súld. Svona höfðu veðurguðirnir hagað sér við okkur dag eftir dag, en samt gengum við alltaf áfram og kílómetrunum fjölgaði sífellt. Ef litið var upp til himins sjáust milljónir regn- dropa á fleygiferð, eins og tár sem áttu eftir að lenda á jörðinni eða í andlitum okkar. Við þekktum rigninguna orðið út og inn, enda höfðum við upplifað allar gerðir: Léttan úða, þokumóðu, venjulega rigningu, þétta rigningu og úrhelli. Þó var aðeins hægt að vera þakklátur rigning- unni því hún þvoði ekki aðeins landið okkar heldur líka sálina okkar. Í langri göngu um fáfarnar slóðir þar sem ekkert er nema þögnin tæmist hugurinn alveg. Það er enginn sími sem hringir, ekkert hávært sjónvarp, engar auglýsingar á milli dagskrárliða, engin vinna og ekkert ves- en. Í þessu kyrrláta umhverfi leysast því öll hversdagsleg vandamál líkt og fyrir töfra. Svörin við mörgum pælingum birt- ast eins og ekkert sé, enda er ákveðin fjar- lægð komin á hversdaginn þegar gengið er um hálendið og óbyggðir. Það eina sem skiptir raunverulegu máli akkúrat þarna er jú bara hvort hann muni rigna áfram eða stytta upp. Allt hitt mun án efa redd- ast einhvern veginn. Ef einhver spyrði mig núna hvaða fjallaflækingur þetta hefði verið, stæði þess vegna ekki á svarinu. Líkast til væru fleiri á sama máli, að minnsta kosti voru ferðalangarnir frá Ferðafélaginu ánægðir með ferðina. Sjálf- sagt örkuðu þeir þetta í annað sinn, en þá auðvitað að því tilskildu að sólin sjálf slægist með í för. Við gengum áfram öll sem eitt og líka þessi á ónýtu skónum. Leiðin virtist heldur löng í svona þéttri þoku og súld. Svona höfðu veðurguðirnir hagað sér við okkur dag eftir dag. Samt gengum við alltaf áfram og kílómetrunum fjölgaði sífellt. Þegar birti til komu fjöllin í ljós og við urðum svo létt í lund. Sumir rifu sig úr regnfötunum og settu upp sólgleraugun. Á þeim stundum var ekki lengur kvartað yfir rigningunni heldur yfir hitanum og hvað það væri nú erfitt að ganga í sterkri sól. Göngufólk kann vel að meta íslensk fjallaböð. Í Landmannalaugum tipluðu margir um á sundfötunum einum fata. Stungu sér út í heita lækinn og svömluðu þar sælir.

x

SunnudagsMogginn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: SunnudagsMogginn
https://timarit.is/publication/785

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.