Fréttablaðið - 12.11.2011, Page 4

Fréttablaðið - 12.11.2011, Page 4
12. nóvember 2011 LAUGARDAGUR4 STJÓRNMÁL Bjarni Benediktsson og Hanna Birna Kristjánsdóttir, for- mannsframbjóðendur Sjálfstæðis- flokksins, hafna því að svara spurningalista sem Fréttablaðið sendi þeim. Aðstoðarfólk þeirra hafði samráð sín á milli um að svara ekki spurningunum. Hér á eftir fara spurningarnar sem frambjóðendurnir svöruðu ekki: 1. Er krónan nothæfur gjald- miðill eða er rétt að stefna að upptöku annars gjaldmiðils? Hver eru rökin fyrir því? 2. Hver er afstaða þín til kaup- beiðni kínverska fjárfestisins Nubos á Grímsstöðum á Fjöllum? 3. Styður þú hugmyndir um Vaðlaheiðargöng og þá fjármögnunar leið sem þar á að fara? 4. Er þörf á að breyta fiskveiði- stjórnunarkerfinu og þá hvernig? 5. Hefur verið of langt gengið í niðurskurði heilbrigðiskerfisins? Hefði verið hægt að standa öðru- vísi að málum? 6. Fjölmörg fyrirtæki eru í fangi bankanna. Er nægilega vel unnið úr þeim málum og hvernig vildir þú hátta þeim? 7. Á að ganga lengra í að koma til móts við skuldug heimili og fyrir tæki og þá hvernig? 8. Er þörf á breytingum á stjórnar- skrá Íslands? Ef svo, hvaða breyt- ingar eru brýnastar? 9. Með hvaða flokki/flokkum vilt þú að Sjálfstæðisflokkurinn starfi eftir kosningar? Eru einhverjir flokkar sem Sjálfstæðisflokkurinn á ekki að vinna með? Vinsamlegast nefnið ákveðna flokka. 10. Gerði Sjálfstæðisflokkurinn einhver mistök í landsstjórninni sem leiddu til hrunsins og þá hver? 11. Hyggst þú breyta innra starfi og starfsháttum flokksins? - kóp Formannsframbjóðendur Sjálfstæðisflokksins sammæltust um að svara ekki Fréttablaðinu: Bjarni og Hanna Birna vilja ekki svara BJARNI BENEDIKTSSON HANNA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR ÍS LE N SK A S IA .I S S FG 4 20 40 0 4. 20 08 GENGIÐ 11.11.2011 GJALDMIÐLAR KAUP SALA HEIMILD: Seðlabanki Íslands 214,4918 GENGISVÍSITALA KRÓNUNNAR 116,33 116,89 185,01 185,91 158,40 159,28 21,281 21,405 20,451 20,571 17,420 17,522 1,5024 1,5112 182,43 183,51 Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR AUGLÝSINGADEILDIR FRÉTTABLAÐSINS – AUGLÝSINGASTJÓRI: Jón Laufdal jonl@frettabladid.is ALMENNAR SÍMI 512-5401: Einar Davíðsson einar.davidsson@365.is, Guðmundur Steinsson gudmundurs@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Steingrímsson hlynurs@365.is, Laila Awad laila@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is ALLT SÍMI 512-5402: Jóna Hafsteinsdóttir jmh@365.is, Brynja Gunnarsdóttir brynjag@365.is, Snorri Snorrason snorris@365.is SÉRBLÖÐ SÍMI 512-5016: Benedikt Jónsson benediktj@365.is, Sigríður Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is, Ívar Hansen ivarorn@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512- 5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is, Viðar Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Sigurlaug Aðalsteinsdóttir sigurlaug@365.is, Arna Kristinsdóttir arnarut@365.is, Guðný Gunnlaugsdóttir gunny@365.is, Sigrún Guðmundsdóttir sigrunh@365.is KYNNINGARSTJÓRI: Einar Skúlason einar.skulason@365.is Andrew Helgason, sonur Deboruh Leah Bergsson, var rangnefndur í Allt- blaðinu í gær. LEIÐRÉTT STJÓRNSÝSLA Hafnarfjarðarbær hefur stefnt ríkinu fyrir dóm vegna skattainnheimtu. Bæjarfélagið er í viðræðum við ríkið um greiðslu 800 milljóna fjármagnstekju skatts sem til er kominn vegna sölu á Hitaveitu Suður nesja. Fyrirvari er gerður um niður- stöðu dómsmálsins. Gerður Guðjónsdóttir, fjármálastjóri Hafnarfjarðar bæjar, segir að það fari eftir félagaformi hvort lagður sé á fjármagns- tekjuskattur. Af því að Hitaveitan var hluta- félag þurfti að greiða skattinn. „Hefði þetta verið sameignafélag eða rekið af bænum, eins og fráveitan, hefðum við ekki borgað krónu.“ Árni Sigfússon, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, tekur undir þessa gagnrýni. Reykjanesbær seldi í gær jarðirnar Kalmanstjörn og Junkaragerði og fór stærst- ur hluti kaupverðsins upp í skattaskuld. Hún er til komin vegna sölu sveitarfélagsins á hlut sínum í Hitaveitu Suður- nesja. Árni veltir því upp hvort ekki sé verið að brjóta jafnræðisreglu með skattlagningunni. Önnur sveitarfélög sem hafi selt hluti í orkufyrir- tækjum, svo sem Landsvirkjun eða Norður- orku, hafi ekki þurft að greiða þennan skatt. „Þess er bara krafist hjá sveitarfélögum sem áttu í Hitaveitu Suðurnesja. Skýringin er að aftan við heiti hennar var „hf.“ og þá hefur ríkið heimild til að búa til fjármagns- tekjuskatt, jafnvel þó þetta hafi aðeins verið sveitarfélög sem seldu.“ Árni segir athyglisvert að tvö stjórnsýslu- stig eigi í hlut í þessu máli og annað stjórn- sýslustigið sé að greiða fjármagnstekjuskatt til hins. Salan á hitaveitunni var tilkomin vegna lagabreytingar sem gerði mönnum skylt að skilja á milli orkuframleiðslu og dreifingar. Árni segir sölu jarðanna hentuga leið fyrir bæjarfélagið til að borga fjármagnstekju- skattinn. Reykjanesbær keypti jarðirnar af Hafnarfjörður hefur stefnt ríkinu vegna skattamála Fjármagnstekjuskattur var innheimtur vegna sölu sveitarfélaga á HS orku en ekki í öðrum tilfellum. Hafnarfjarðar bær hefur stefnt ríkinu fyrir dóm. Kaupverð af sölu auðlinda Reykjanesbæjar fer í skattaskuld. Með jarðakaupunum í gær er ríkið eini eigandi þeirra auðlinda sem HS orka nýtir í Reykjanesvirkjun. Katrín Júlíusdóttir iðnaðarráðherra segir að kaupin skapi færi á því að semja við Magma Energy, eiganda HS orku, um styttri leigutíma á auðlindum. Fyrirtækið er með 65 ára nýtingartíma samkvæmt samningum og möguleika á að framlengja nýtingarréttinn um önnur 65 ár. Katrín hefur gagnrýnt þessa tímalengd og hún segir kaupin skapa góða stöðu til að taka upp samning- inn. Þá segir hún jákvætt að ríkið haldi utan um auðlindir í landinu. „Nú setjum við þá vinnu aftur á fulla ferð að semja um styttri nýtingartíma.“ Semja um styttri leigutímaÁRNI SIGFÚSSON HS Orku fyrir tveimur og hálfu ári og segir Árni það hafa verið gert til þess að auðlindir á þeim færu ekki í einkaeigu. Ákveðið hafi verið að setja jarðirnar upp í skattaskuldina núna og kæmust auðlindirnar þá í þjóðareigu. Hann bendir á að Hafnarfjörður sé í við- ræðum við ríkisvaldið um greiðslu skuldar- innar á fimm árum. Reykjanesbær hefði væntanlega getað fengið sambærilegan samn- ing, en valið að fara þessa leið. Gengið var frá kaupum ríkisins á jörðunum í gær. Kaupverðið er 1.230 milljarðar króna og fara 900 milljónir upp í skuldina. Eftir standa þá 854 milljónir, en skattaskuldin var 1.753 milljónir króna, að því er fram kemur í árs- reikningi sveitarfélagsins. kolbeinn@frettabladid.is HS ORKA Skattaskuld Reykjanesbæjar er tilkomin vegna sölu á hlut í Hitaveitu Suðurnesja við skiptingu fyrir- tækisins í HS orku og HS veitur. Ríkið keypti auðlindir af Reykjanesbæ í gær og kemur hluti kaupverðs upp í skuldina. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI KATRÍN JÚLÍUSDÓTTIR VEÐURSPÁ Alicante Basel Berlín Billund Frankfurt Friedrichshafen Gautaborg Kaupmannahöfn Las Palmas London Mallorca New York Orlando Ósló París San Francisco Stokkhólmur HEIMURINN Vindhraði er í m/s. Hitastig eru í °C. Gildistími korta er um hádegi. 22° 11° 6° 6° 8° 12° 6° 6° 24° 16° 22° 12° 22° 3° 16° 17° 4°Á MORGUN Fremur hægur vindur víða um land. MÁNUDAGUR Vaxandi vindur S- og V-lands. 6 7 7 8 8 6 7 6 5 5 8 9 8 9 7 6 77 7 6 4 4 5 3 2 4 5 4 6 5 8 1 MILDIR DAGAR eru fram undan og jafnframt skiptast á skin og skúrir eða dálítil rigning nú um helgina. Vindur verður fremur hægur víða í dag og á morgun en á mánudag má búast við vaxandi vindi og úrkomu sunnan og vestan til. Ingibjörg Karlsdóttir veður- fréttamaður NOREGUR Morðingi Heidi Thisland- Jensen var dæmdur til fimm- tán ára fangelsisvistar í Mandal í Noregi í gær. Maðurinn, sem er fyrrverandi kærasti Heidi, stakk hana til bana í mars síðastliðnum og hefur játað á sig brotið. Auk fangelsisvistar er manninum gert að greiða syni hennar, Leif Magnúsi Grétars- syni, hálfa milljón norskra króna. Leif Magnús, sem er átta ára gamall, fluttist til föður fjölskyldu sinnar í Vestmannaeyjum þegar móðir hans lést. - sv Morðingi Heidi dæmdur: Fékk fimmtán ár í fangelsi KÓPAVOGUR Jafnréttis- og mann- réttindaráð Kópavogsbæjar hefur falið jafnréttisráðgjafa bæjarins að leggja fram kæru á hendur Ólafi Geir Jóns- syni, skemmti- staðnum Play- ers í Kópavogi og umboðs- skrifstofunni Agent.is. Til- efni kærunnar er viðburðurinn „Dirty Night“ og er talið að með því að aug- lýsa og halda viðburðinn brjóti aðilarnir gegn jafnréttislögum. Í kærunni sem send hefur verið lögreglustjóranum á höfuðborgar- svæðinu segir að myndband sem auglýsa eigi viðburðinn sé til þess fallið að vera bæði konum og körl- um til minnkunar. Það stríði gegn jafnréttislögum. - sv Kæra vegna Dirty Night: Kópavogsbær kærir Óla Geir ÓLAFUR GEIR JÓNSSON
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.