Fréttablaðið - 12.11.2011, Side 8

Fréttablaðið - 12.11.2011, Side 8
12. nóvember 2011 LAUGARDAGUR8 Umhverfisstyrkir Landsbankans landsbankinn.is 410 4000Landsbankinn Samfélagssjóður Landsbankans veitir fimm milljónir króna í umhverfisstyrki. Markmiðið með veitingu umhverfisstyrkja er að styðja umhverfis- og náttúruvernd. Umsóknarfrestur er til 21. nóvember 2011. Verkefni sem einkum koma til greina:  Verkefni á sviði náttúruverndar, t.a.m. skógrækt, landgræðsla og hreinsun landsvæða.  Verkefni er tengjast rannsóknum á náttúrugæðum.  Verkefni er styðja betra aðgengi fólks að náttúru landsins.  Verkefni er nýtast til verndar landsvæðum, t.d. vegna ágangs búfénaðar eða ferðamanna.  Verkefni er auka þekkingu og vitund almennings á umhverfismálum.  Verkefni er hvetja til umhverfisvæns hátternis. Umsóknarfrestur Umsóknarfrestur vegna umhverfisstyrkja er til og með 21. nóvember 2011 (póststimpill gildir). Dómnefnd verður skipuð sérfræðingum á sviði náttúru- og umhverfisverndar. Sækja þarf um styrkina sérstak- lega og senda umsókn merkta: Umhverfisstyrkir, Landsbankinn, Austurstræti 11, 155 Reykjavík. Samfélagssjóður Landsbankans hefur það hlutverk að veita styrki til verðugra verkefna. Árlega eru veittir ferns konar styrkir: Námsstyrkir, samfélagsstyrkir, nýsköpunarstyrkir og umhverfisstyrkir. Nánari upplýsingar á landsbankinn.is 1. Hver er forsætisráðherra nýrrar þjóðstjórnar í Grikklandi? 2. Hvað heitir ný bók um Icesave- samningana? 3. Hvað heitir ný unglingasaga Arndísar Þórarinsdóttur? SVÖR 1. Lúkas Papademos. 2. Afleikur aldarinn- ar? 3. Játningar mjólkurfernuskálds. Heimir & Kolla vakna með þér í bítið Fréttir, fróðleikur og frábær tónlist alla virka morgna kl. 6.50 – 9.00 Þráinn á tökkunum og Gissur með fréttirnar SÓMALÍA, AP Hinn tíu mánaða gamli Minhaj Gedi Farah var lítið annað en skinn og bein þegar hann kom til Dadaab-flóttamannabúðanna í Kenía fyrir þremur mánuðum. Innsognar kinnar hans, uppglennt augu og örmjóir handleggir birtust í fjölmiðlum um allan heim og áttu þátt í að opna augu heimsbyggðar- innar fyrir neyðarástandinu og hungursneyðinni sem hafði gerjast um mánaðaskeið í Austur-Afríku. Móðir Minhaj hugði honum vart líf þar sem hann lá á sjúkrabeði sínum, en eftir meðferð hjá hjálp- arsamtökum hefur drengurinn litli náð sér að fullu. Hann er nú með þrýstnar bollu- kinnar og vegur átta kíló, sem er nærri meðalþyngd tíu mánaða gamalla barna. Lyk i l l i n n að þessum árangri er aðstoð hjáparsam- taka sem hafa alið Minhaj á næringar- bættu jarðhnetu- mauki, Plumpynut að nafni. Þrátt fyrir að mataraðstoð berist nú rúmlega tveimur milljónum nauðstaddra á svæðinu, eru enn 1,8 milljónir hjálp- ar þurfi. Flóttamannastraumurinn hefur minnkað nokkuð, en þó eru um 168.000 börn undir fimm ára aldri í bráðri hættu nema þau fái hjálp. Alþjóðasamfélagið hefur lagt til 779 milljónir dala af þeim 1.000 milljónum sem Sameinuðu þjóðirn- ar óskuðu eftir. „Hungursneyðin er ekki að baki, börn eru að deyja hvern dag,“ segir Hannan Sulieman hjá UNICEF „Vannæring er enn langt yfir neyðarmörkum líkt og verið hefur síðasta áratuginn.“ UNICEF hyggst viðhalda núver- andi starfsemi til hjálp- ar nauðstöddum fram á næsta haust, og er von- ast til þess að þá hafi landbúnaður á svæðinu tekið við sér. thorgils@frettabladid.is Ótrúlegur bati Minhaj Tíu mánaða gamall sómalískur drengur var við dauð- ans dyr vegna vannæringar fyrir þremur mánuðum. Hann hefur nú náð sér að fullu og braggast vel. KRAFTAVERKI LÍKAST Bati Minhaj litla hefur verið með ólíkindum síðustu þrjá mán- uði. FRÉTTABLAÐIÐ/AP NEYTENDUR Finnur Árnason, for- stjóri Haga, segir kjötskort hafa hækkað lán heimilanna um 7,6 milljarða króna. Framleiðendur hafi hækkað verð á allri kjötvöru langt umfram verðlagsþróun. Það hafi áhrif á vísitöluna. Finnur hélt erindi á opnum fundi Samtaka atvinnulífsins á fimmtu- dag. Hann sagði frá því hvernig umkvörtun hans í sumar um kjöt- skort hefði verið gagnrýnd. Þingmenn og hagsmuna aðilar hefðu sagt vera nóg af kjöti í land- inu. Það breytti þó ekki þeirri stað- reynd að erfiðlega hefði gengið með að fá kjöt til sölu í Bónus- búðunum. „Fimm af sex afurðastöðvum landsins gátu ekki selt kjöt- vinnslu okkar lambakjöt vegna skorts á þessum tíma. Ein var tilbúin til að selja okkur takmarkað magn á verulega hærra verði en vikuna áður en hinn meinti kjötskortur átti sér stað og þeim kaupum fylgdu skilyrði.“ Á þeim tíma hafi verið skortur á lamba- og nautakjöti auk þess sem sýkingar í kjúklingaframleiðslu gerðu það að verkum að ítrekað vantaði kjúklingakjöt. „Markvisst hafði verið dregið úr svínakjöts- framleiðslu og verð hækkað.“ Kjöt vegur um 2,62 prósent af vísitölugrunninum og Finnur segir verðhækkun hafa haft 0,7 prósent vísitöluáhrif. Skuldir heimilanna hafi í júní verið 1.300 milljarðar króna. „Viðbótarhækkun vísitöl- unnar vegna kjötskorts um 0,57 prósent hækkar þessi lán heimil- anna um 7,6 milljarða króna.“ - kóp Forstjóri Haga segir markvisst hafa verið dregið úr svínakjötsframleiðslu: Kjötskortur hækkar lán heimila FINNUR ÁRNASON SAMGÖNGUR Kostnaður vegna Héð- insfjarðarganga reyndist 17,2 pró- sentum meiri en áætlanir gerðu ráð fyrir, aðallega vegna vatnsaga. Þetta kemur fram á vef Vega- gerðarinnar, en þar er tekið fram að rangar tölur þar um hafi verið í gangi. Á fundi umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis hafi til dæmis „ranglega verið hald- ið fram að umframkostnaður við þessi göng hlaupi á jafnvel 80 til 90 prósentum. Því fer fjarri,“ segir á vef Vegagerðarinnar. Þar segir jafnframt að misskilninginn megi rekja til þess að fólki hafi láðst að umreikna upphæðir með tilliti til verðlagsþróunar. - þj Kostnaður við gerð Héðinsfjarðarganga: Aðeins 17 prósent yfir kostnaðaráætlun VERSLUN Jólagjöf starfsmanna Grindavíkurbæjar á þessu ári verður gjafabréf sem virkar sem greiðsla upp í kaup á vöru og þjónustu í Grindavík. Að því er segir á heimasíðu Grindavíkurbæjar er stefnt að því að starfsmennirnir fái gjafa- bréfin í lok nóvember svo þeir geti nýtt þau fyrir jólin. „Við- komandi fyrirtæki fá síðan upp- hæðina greidda á skrifstofu Grindavíkurbæjar gegn fram- vísun gjafabréfsins,“ segir á vef sveitarfélagsins - gar Bæjarstarfsmenn í Grindavík: Eyði jólagjöf í heimabænum Í FRÉTTUM Myndin af Minhaj fór í fjölmiðla um allan heim á sínum tíma, þar á meðal Fréttablaðið. VEISTU SVARIÐ?
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.