Fréttablaðið - 12.11.2011, Page 12

Fréttablaðið - 12.11.2011, Page 12
12. nóvember 2011 LAUGARDAGUR12 TIL NOTKUNAR Í KJARNORKUVERI Þessi japanski vélbúningur, sem ætlaður var fötluðum, verður með tilheyrandi geislavörn notaður í neyðartilvikum í kjarnorkuverum. NORDICPHOTOS/AFP Guðsteinn Bjarnason gudsteinn@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING: Frumvarp um aðhaldsaðgerðir á Ítalíu Fastlega er reiknað með því að neðri deild ítalska þingsins sam- þykki nú um helgina frumvarp um víðtækar aðhaldsaðgerðir, sem efri deild þingsins samþykkti í gær. Silvio Berlusconi forsætis- ráðherra lýsti því yfir í síðustu viku, eftir mikinn þrýsting, að hann muni segja af sér þegar þing- ið hefur afgreitt þetta frumvarp. Helst er talið að arftaki Berlus- conis verði Mario Monti, ítalskur hagfræðingur sem sat í fram- kvæmdastjórn Evrópusambands- ins frá 1994 til 2004. Á miðvikudaginn var Monti gerður að öldungadeildar- þingmanni til æviloka, en það er heiðursembætti sem fyrrverandi forsetar Ítalíu njóta ásamt fáein- um öðrum einstaklingum, sem þykja hafa skarað fram úr á sviði félagsmála, vísinda, lista eða bók- mennta. Þar með er Monti kominn með þingsæti og honum því ekkert að vanbúnaði að taka við forsætis- ráðherraembættinu. Honum var vel fagnað með miklu lófataki þegar hann mætti í þingið í fyrsta sinn í gær, stuttu áður en greidd voru atkvæði um aðhaldsfrumvarpið. Aðhaldsaðgerðirnar, sem ítalska þingið hefur nú hraðað afgreiðslu á, fela í sér niðurskurð á ríkis- útgjöldum og skattahækkanir, sem eiga samtals að spara ríkinu 59,8 milljónir evra eða 3,4 prósent af þjóðarframleiðslu landsins. Meðal annars verður eftirlauna- aldur hækkaður í 65 ár og rúm- lega það á næstu árum, laun opin- berra starfsmanna fryst til ársins 2014, virðisaukaskattur hækkað- ur úr 20 í 21 prósent, fjármagns- eignaskattur hækkaður í 20 pró- sent og nýr hátekjuskattur upp á þrjú prósent lagður á tekjur, sem eru yfir 300 þúsund evrum á ári, en það samsvarar nærri 48 millj- ónum króna. Vonast er til að með þessu tak- ist að koma í veg fyrir að Ítalía þurfi á neyðaraðstoð að halda úr sjóðum Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, eins og Grikkir, Írar og Spánverjar hafa nú þegar fengið. Miklu ræður þar hvernig við- brögð verða á verðbréfamörkuð- um. Skuldatryggingarálag Ítalíu fór upp fyrir sjö prósent nú í vik- unni, þegar óvissan var hvað mest um það hvort Silvio Berlusconi myndi segja af sér. Í gær lækkaði það niður fyrir 6,5 prósent, sem er merki um að markaðir hafi róast eitthvað nú þegar allt bendir til að frumvarpið verði samþykkt og Berlusconi segi af sér. Nokkur óvissa er um hvort flokksfélagar Berlusconis munu allir veita Monti stuðning í emb- ætti. Sumir þeirra sögðust frekar vilja að boðað verði til kosninga sem fyrst frekar en að mynduð verði ný ríkisstjórn undir forystu Montis. „Ég er ekki á því að markaðirn- ir eigi að ráða hvaða stjórn er við völd,“ sagði Alfredo Matteoli sam- gönguráðherra í viðtali við ítölsku sjónvarpsstöðina Sky TG24. „Þegar erfiðleikar steðja að eiga kjósendur að taka ákvarðanir um vandamál þjóðarinnar.“ Aðrir ráðherrar hafa hins vegar lýst yfir stuðningi við Monti og Norðurbandalagið, samstarfs- flokkur í stjórn Berlusconis, virð- ist hafa sæst á að Monti taki við. Gríðarlegur þrýstingur hefur verið á Ítalíu að sýna fram á að þær umbætur og aðhaldsgerðir, sem gripið verður til, dugi til að skulda- vandinn verði viðráðanlegur. Dugi þessar ráðstafanir ekki þarf Ítalía væntanlega á fjár- hagsaðstoð að halda frá Evrópu- sambandinu og Alþjóðagjaldeyris- sjóðnum. Fari allt á versta veg er þó ekki einu sinni víst að sú aðstoð dugi, en leiðtogar Evrópusambandsríkj- anna hafa ekki efni á því að láta Ítalíu lenda í svo miklum vanda. Hraða brottför Berlusconis Efri deild ítalska þingsins samþykkti í gær nýjar aðhaldsaðgerðir, sem vonast er til að geti komið ríkis- fjármálum á réttan kjöl. Berlusconi getur sagt af sér þegar neðri deildin hefur samþykkt sömu lög. MARIO MONTI Var nefndur „Super- Mario“ meðan hann sat í framkvæmda- stjórn ESB. NORDICPHOTOS/AFP 1. Núverandi áætlun: Greiða niður skuldir og efla hagvöxt. ESB og AGS vilja láta selja ríkiseignir og hækka eftirlauna- aldur. Frumvarp væntan- lega afgreitt á þingi nú um helgina. 2. Bráðabirgðalán: Stöðugleikasjóður ESB og/eða AGS útvega Ítalíu 80 milljarða evra til að geta fengið lán á lægri vöxtum en þeim 7,5 prósentum sem nú bjóðast. Berlusconi hafnaði þessu tilboði á leiðtogafundi G20- ríkjanna í síðustu viku. 3. Full björgun: Veita Ítalíu vernd gegn verðbréfamörk- uðum með því að greiða allar afborg- anir af skuldum næstu þrjú árin. Þetta myndi kosta að minnsta kosti 518 milljarða evra, meira en heildar- inneign björgunar- sjóðs ESB, nema sjóðurinn fái meira fé að láni. 4. Altrygging: Seðlabanki Evrópusambandsins prentar peninga til að tryggja alla 1.900 milljarðana sem Ítalía skuldar. Sarkozy Frakk- landsforseti styður þetta, en Merkel Þýskalandskanslari er algerlega andvíg þessu. Ítalía þarf á næsta ári að endurfjármagna 260 milljarða evra, þar af 45 prósent í febrúar og apríl, af þeirri heildarskuld sem á landinu hvílir. Heildarskuldin nemur 1.900 milljörðum evra, sem þýðir að Fjármálastöðugleikasjóður Evrópusambandsins, svonefndur neyðarsjóður eða björgunarsjóður, myndi ekki ráða við hana alla. Fjármálastöðugleikasjóður Evrópusambandsins 440 milljarðarÞegar úthlutað Notað til að hjálpa Grikklandi, Írlandi og Portúgal úr verstu erfiðleikunum. 190 milljarðar Fjár mála- stöðug leika- samstarf ESB 60 milljarðar Heildarfjárhæð til reiðu handa Ítalíu 421 milljarður Enn óúthlutað 250 milljarðar* *Þar af eiga Ítalir að standa straum af 139 milljörðum Alþjóðagjald- eyrissjóðurinn 250 milljarðar Heildarskuld ítalska ríkisins 1.900 milljarðar evra Til endurfjár- mögnunar 2012 260 milljarðar evra Möguleikar á björgun HEIMILD: GRAPHIC NEWS ÖRYGGISMÁL Umfangsmikil leit að týndum ferðamanni við Sól- heimajökul sem staðið hefur yfir undanfarna daga veldur því að fresta þarf flugslysaæfingu á Keflavíkur flugvelli sem átti að fara fram í dag. Eins og kunnugt er hefur leitin útheimt mikinn mannafla við leitar störf og við skipulag. Æfing- in sem verður haldin í vor er við- mikil, þar sem æfa á nýja flug- slysaáætlun fyrir flugvöllinn. - shá Flugslysaæfing verður í vor: Fresta æfingu vegna leitar VINNUMARKAÐUR Skráð atvinnu- leysi í október 2011 var 6,8 pró- sent en að meðaltali voru 10.918 atvinnulausir og fjölgaði um 0,2 prósentustig milli mánaða. Atvinnuleysið var 7,7 prósent á höfuðborgarsvæðinu en 5,2 pró- sent á landsbyggðinni. Mest var það á Suðurnesjum, 11,5 prósent, en minnst á Norðurlandi vestra, 2,2 prósent. Atvinnuleysið var 6,5 prósent meðal karla og 7,2 pró- sent meðal kvenna. Fjöldi þeirra sem hafa verið atvinnulausir lengur en sex mán- uði er nú 6.666 og fækkar um 176. Þeir sem verið hafa atvinnulausir í meira en eitt ár voru 4.491 í lok október. - shá 10.918 án vinnu í október: Atvinnuleysið eykst lítillega
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.