Fréttablaðið - 12.11.2011, Síða 34

Fréttablaðið - 12.11.2011, Síða 34
12. nóvember 2011 LAUGARDAGUR34 STÖÐUPRÓF HAUSTIÐ 2011 Stöðupróf á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytisins verða haldin í Menntaskólanum við Hamrahlíð sem hér segir: Danska (6 einingar*), mán. 28. nóvember kl. 16.00. Enska (9 einingar*), mið. 30. nóvember kl. 16.00. Franska (12 einingar*), þri. 29. nóvember kl. 16.00. Ítalska (12 einingar*), þri. 29. nóvember kl. 16.00. Mathematics,103, 203 og 263, fim. 01. desember kl. 16.00. Norska (6 einingar*), lau. 03. desember kl. 10.00. Spænska (12 einingar*), þri. 29. nóvember kl. 16.00. Stærðfræði 103, 203 og 263, fim. 01. desember kl. 16.00. Sænska (6 einingar*), lau. 03. desember kl. 10.00. Þýska (12 einingar*), þri. 29. nóvember kl. 16.00. *hámarks einingafjöldi sem hægt er að ná, frá og með fyrsta áfanga á framhaldsskólastigi. Rafræn skráning í stöðupróf fer fram á heimasíðu skólans http://www.mh.is. Frekari upplýsingar á skrifstofu skólans í síma 595-5200 eftir 9. nóvember. Sýna þarf persónuskilríki með mynd í prófinu. Prófgjald, kr. 6000 fyrir hvert próf, ber að greiða inn á reikning Menntaskól- ans við Hamrahlíð í banka 323 hb 26 nr 106, kt. 460269-3509. Greiðslufrestur er til hádegis á prófdegi en vegna norsku og sænsku á hádegi föstudaginn 2. des. Nauðsynlegt er að við greiðslu komi fram nafn og kennitala próftaka. Réttur til próftöku byggist á að prófgjald hafi verið greitt. Rektor. Menntaskólinn við Hamrahlíð www.mh.is E inu sinni, þegar Ísland var hernumið land, bjuggu fimm systur á bænum Gunnarshólma í Kópavogi. Systurnar, sem voru hver annarri kátari og uppátækjasamari, bjuggu við áhyggjulaust og frjálslegt líf í íslenskri sveit. Á sama tíma bjuggu jafnaldrar þeirra í Evrópu við stríð. Systurnar léku sér oft að því að synda og ærslast við stíflu sem faðir þeirra hafði byggt í Hólmsá. Bandaríski herljósmyndarinn Emil Edgren frétti af sundferðunum og fékk leyfi til að mynda systurnar við leikinn. Nú, tæpum sjötíu árum síðar, prýðir ein af þessum myndum forsíðu nýútkominnar bókar með ljósmyndum Edgrens frá Íslandi. Myndirnar sýna fólk við hversdags- lega iðju á Íslandi. Þær skapa ótrú- lega andstæðu við ljósmyndir frá stríðshrjáðri Evrópu á sama tíma. Hermenn á hverju strái Bærinn Gunnarshólmi blasir við ferðalöngum á leiðinni austur fyrir fjall. Þetta stóra og fallega býli byggðu foreldrar systranna, hjón- in Gunnar Sigurðsson, frá Fossi á Skaga, og Margrét Gunnarsdóttir, sem var ættuð úr Langadal, árið 1928. Þar bjó fjölskyldan, auk einn- ar ömmu, Guðríðar Einarsdóttur. Þar var jafnan líka nokkur fjöldi vinnufólks, en í heildina bjuggu á bilinu 20 og 25 manns á Gunnars- hólma, þegar mest var að gera á sumrin. Á stríðsárunum byggðust upp braggahverfi, svokallaðir kampar, allt í kringum Gunnarshólma. Þeir voru meðal annars uppi á Lögbergi, á Geithálsi og á Baldurshaga niðri við Rauðavatn. Systurnar ólust því upp við að sjá hermenn á hverju strái, í orðsins fyllstu merkingu. Kátar og áhyggjulausar stelpur Í dag eru systurnar fimm á áttræð- is- og níræðisaldri og allar enn þá „kátar og ágætar“ eins og Auður, sú næstyngsta í hópnum, segir. Sjálf fæddist hún árið 1931 og var því níu ára þegar Ísland var hernum- ið af Bretum. Þrjár systranna voru eldri, þær Gyða, Guðríður og Sigríð- ur, og ein yngri, Edda. „Við fengum að vera fimm kátar og áhyggjulausar stelpur á Gunn- arshólma,“ rifjar Auður upp með blik í auga. Það er greinilegt að henni þykir ljúft að rifja upp æsku- árin, enda ólust þær systur upp við mikið frelsi og traust foreldra sinna. „Ég vissi ekki fyrr en á fullorðins- árum hvaða silfurskeið ég hafði fæðst með í munni og fylltist þá þakklæti yfir því,“ segir Auður. Stelpurnar þvældumst um landið þegar þær áttu lausar stundir, sem voru fleiri heldur en vinnustund- irnar. Þær fóru oft að stíflunni, stungu sér í hylinn og hlupu yfir stífluna. „Hólmsáin var bæði notuð til leikja og baða. Ég man sérstak- lega eftir því að þegar kom hressileg rigning fórum við beint í sund- fötin og hlupum út. Í dag er Hólmsáin aftur notuð til leikja, en sonur okkar býr á bænum með sinni fjölskyldu,“ segir Auður og brosir. Henni þykir vænt um að hafa æskuheimilið áfram í fjölskyldunni. Sterk fyrirmynd Auður á ekki annað en hlýjar minningar um hernámið. „Þetta er fal- leg minning í mínum huga. Hermennirn- ir voru allt í kringum okkur og voru afar kurt- eisir menn. Það gætu sjálfsagt komið fimm mismunandi útgáfur af þessari sögu, en barnsminni mitt er í það minnsta mjög jákvætt.“ Hún segir að Gunnarshólmi hafi haft mikið aðdráttarafl, enda hafi þar jafnan verið fjöldi fólks og mikil kátína í loftinu. „Mamma var létt í skapi, en á sama tíma stjórn- aði hún öllu og var mikill hershöfð- ingi. Hún var á undan sinni sam- tíð. Pabbi fór í bæinn í sína búð snemma á morgnana, svo það var mamma sem stjórnaði. Veðurfrétt- ir voru bannaðar á stríðsárunum, en mamma þurfti ekki annað en að líta til himins til að vita hvernig veðrið yrði. Út frá því gaf hún fyrirmæli um hvort ætti að slá, heyja eða eitt- hvað annað þann daginn. Hún hefði verið kölluð kvenremba ef við höfð- um átt það orð til þá.“ Margir Reykvíkingar af eldri kynslóðinni muna eftir föður þeirra systra, Gunnari, sem rak kjötbúð í húsinu Von á Laugaveginum. Þar bjó fjölskyldan öll á veturna, þegar stelpurnar gengu í skóla. Eftir stríð réðust eldri systurnar, þær Gyða og Guðríður, líka í verslunarrekstur á neðri hæðinni, og stofnuðu Dömu- og herrabúðina sem margir muna eftir. Heimsveldið stöðvað Það varð fljótt hversdagslegur þáttur í lífi fólksins á Gunnars- hólma að sjá hermönnum bregða fyrir. Á haustin fylltust móarnir af hermönnum í berjamó og stundum komu þeir að bænum til að biðja um sveitamjólk að drekka, enda margir hverjir sveitastrákar sjálfir. Heimilisfólkið fylgdist líka stundum með hermönnunum við æfingar úti á túni, þar sem þeir marseruðu í hópum eins og her- manna er von. Það var á einni slíkri æfingu sem heimilis- faðirinn bauð breska heimsvaldinu birginn. Það var snemma morg- uns, þegar fjölskyldan var að vakna til lífsins, að hópur hermanna kom marserandi inn túnið og gerði sig lík- legan til að vaða yfir stóran kart- öflugarð sem var nýbúið að setja niður í. Þetta lét bóndinn ekki yfir sig ganga og hræddist ekki hermennina með sína brugðnu byssustingi. Hann æddi út, á föð- urlandinu einum fata, og stöðvaði hersinguna. Við þetta varð mikið uppistand hjá konunum í hús- inu, sem bæði skömmuðust sín og voru um leið dauðhræddar. Her- mennirnir hörfuðu og síðan hefur verið haft fyrir satt að þarna hafi íslenski bóndinn, sem var að verja heimili sitt, börn og bú, stöðvað framgang breska heimsveldisins á einu augabragði. Hlýjar minningar frá hernámi ÁHYGGJULAUS ÆSKA Systurnar á Gunnarshólma skemmtu sér oft við stífluna í Hólmsá, þar sem myndin er tekin, stungu sér í hylinn og ærsluðust. Lengst til vinstri á myndinni, með klút á höfði, stendur Sigríður. Við hlið hennar er Sigríður Bjarnadóttir kaupakona og þá Guðríður. Fyrir framan þær situr sögukonan Auður á hækjum sér. Minni myndirnar tvær sýna systurnar þá og nú. Á nýrri myndinni eru systurnar í þessari röð: Guðríður, Gyða, Sigríður, Auður og Edda. Á þeirri eldri raðast þær svona: Guðríður, Sigríður, Gyða, Auður, kaupakonan Sigríður og loks litla systirin Edda. MYND/EMIL EDGREN Systurnar fimm, sem ólust upp á Gunnarshólma á 4. og 5. áratug síðustu aldar, voru ærslafullar og uppátækjasamar. Þær prýða forsíðu bókarinnar Dagbók frá veröld sem var, sem sýnir myndir her- ljósmyndarans Emils Edgren frá Íslandi stríðsár- anna. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir tók hús á næstyngstu systurinni, Auði Gunnarsdóttur. Hún hefði verið kölluð kvenremba ef við höfðum átt það orð til þá.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.