Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 12.11.2011, Blaðsíða 40
12. nóvember 2011 LAUGARDAGUR40 M argir af fílskálf- unum sem koma á munaðarleys- ingjahælið í Naí- róbí í Kenía eiga það sameiginlegt að hafa horft á veiðiþjófa murka lífið úr mæðrum sínum. Eftirspurn- in eftir fílabeini er mikil þrátt fyrir að alþjóðlegt bann á verslun með fílabein hafi verið sett á fyrir ríf- lega aldarfjórðungi. Heppnustu kálfarnir finnast á lífi, og eru fluttir á munaðarleys- ingjahæli í útjaðri þjóðgarðsins í Naíróbí, höfuðborg Kenía. Munað- arleysingjahælið er starfrækt af David Sheldrick-dýraverndunar- sjóðnum, og hefur á þremur ára- tugum alið upp ríflega 100 kálfa og hjálpað þeim að finna heppilega fíla- hjörð til að eyða ævinni með í risa- vöxnum þjóðgörðum Kenía. Í dag eru fjórtán fílar undir þriggja ára aldri á munaðarleys- ingjahælinu í Naíróbí. Þar búa þeir með átján fílahirðum, sem ganga þeim í móðurstað. Fílahirðarnir búa og starfa með fílunum, og sinna þeim allan sólarhringinn. Helming- urinn sefur með fílunum á nóttunni, og hinn helmingurinn sinnir þeim á daginn. Fílahirðarnir verða fjölskylda kálfanna. Í náttúrunni er það sam- vinnuverkefni allrar fílahjarðarinn- ar að ala upp ungviðið, og fílahirð- arnir verða að ganga í störf allra fullorðnu fílanna ef kálfarnir eiga að braggast. Það er nefnilega síst mikilvægara fyrir kálfana að finna fyrir ást og hlýju frá þessum mann- legu foreldrum sínum en að fá nóg að bíta og brenna. Þrettán af fjórtán kálfum virðast lífsglaðir og ánægðir þegar blaða- maður lítur í heimsókn, en einn sker sig úr. Kihari heldur sig í ákveð- inni fjarlægð frá hinum fílunum og tekur ekki þátt í leiknum. Fílahirð- arnir útskýra að stutt sé síðan Kihari kom á munaðarleysingja- hælið, og hún sé enn afar stressuð. Mögulega er hún ein af óheppnu kálfunum sem horfðu á veiðiþjófa drepa móður sína. Fílar fá ekki skögultennurnar eftir sóttu fyrr en um eins árs ald- urinn, og því drepa veiðiþjófar yfir- leitt ekki kálfana. Tveir af munaðar- leysingjunum bera þó ör eftir vopn veiðiþjófa. Annar fékk ör í hálsinn, og hinn var stunginn með spjóti í höfuðið. Drekka 50 lítra af mjólk á dag Fílar undir þriggja ára aldri eru enn algerlega háðir móðurmjólk- inni, þótt þeir fari smátt og smátt að narta í laufblöð og gras eins og eldri fílarnir. Hver kálfur þarf að drekka á þriggja tíma fresti allan sólarhringinn. Þeir elstu drekka sex lítra í hvert skipti, eða tæplega 50 lítra af mjólk á dag úr risavöxn- um mjólkurpelum. Stjórnendur munaðarleysingja- hælisins reyna eins og hægt er að halda þessum stóru en barnungu skjólstæðingum sínum frá almenn- ingi. Þeir gera þó undantekningu í klukkutíma í hádeginu á hverjum degi, þar sem forvitnir gestir fá að fylgjast með þegar hungraðir kálf- arnir fá mjólkursopann sinn. Ásóknin í að fylgjast með þess- um ferfættu trúðum er skiljanlega mikil, og skila heimsóknirnar mik- ilvægum tekjum. Fílarnir fara enda á kostum fyrir gestina. Auk þess að þamba úr mjólkurpelunum sínum á mettíma fá þeir sér oft drullubað, sulla í vatni og leika sér jafnvel í fótbolta þegar vel liggur á þeim. Þeir frökkustu virðast jafnvel for- vitnari um gestina en þeir eru um fílana. Stærstum hluta dagsins eyða fíl- arnir í skógi vöxnum þjóðgarðinum ásamt fílahirðunum. Þar rölta þeir um, éta lauf og gras og leika sér. Þegar kálfarnir ná þriggja ára aldri eru þeir fluttir í Tsavo-þjóð- garðinn í Suður-Kenía. Þar fær almenningur ekki lengur að heim- sækja fílana, heldur fá þeir aðeins að umgangast fílahirðana. Í Tsavo hitta þeir svo í fyrsta skipti villta fíla. Ólíkt mörgum öðrum dýrategundum eru fílar for- vitnir um fíla sem ekki eru í þeirra hópi, og í mörgum tilvikum eru þeir meira en tilbúnir að vingast við nýja fíla og taka við þeim í sinn hóp. Eignast vini og taka stökkið Hjá fílunum munaðarlausu tekur nú við margra ára ferli þar sem þeir aðlagast lífinu í þjóðgarðinum á daginn, en sofa í skýlum á næturn- ar. Smátt og smátt fara þeir að gista úti á næturnar, og eignast vini í fíla- hjörðunum í nágrenninu. Á endanum ákveða fílarnir svo að taka stökkið og ganga til liðs við ákjósanlega fílahjörð, oft í kringum tíu ára aldurinn, þótt það sé afar misjafnt eftir einstaklingum. Yfir 100 fílar hafa fengið nýtt líf með þessum hætti á þeim tæplega þremur áratugum sem munaðar- leysingjahælið hefur verið starf- rækt. Starfsfólkið er sérlega stolt af þeim kúm sem hafa þegar eign- ast afkvæmi í þjóðgarðinum, og sérstaklega þó þeim sem leiða í dag sína eigin fílahjörð. Fílarnir gleyma samt engu, og flestir þeirra sem ólust upp meðal mannfólksins líta í heimsókn á nokkurra ára fresti til að kanna hvernig fílahirðarnir sem gengu þeim í móðurstað hafa það. Nýtt líf fyrir munaðarlausa risa Yfir 100 fílar eiga sérstöku munaðarleysingjahæli, sem starfrækt er í Kenía, líf sitt að launa. Yngstu kálfarnir komu þangað ný- fæddir og margir sem þangað koma hafa misst foreldra sína á sviplegan hátt. Brjánn Jónasson heimsótti þessa stærstu munaðar- leysingja í heimi og fræddist um hvernig þeim er hjálpað til að verða óháðir mönnum og finna sér sína eigin fílahjörð. NÁIÐ SAMBAND Fílskálfarnir mynda náið samband við fílahirðana, sem sinna skjólstæðingum sínum allan sólarhringinn. Hver kálfur sefur með einum fílahirði á hverri nóttu, og deginum eyða þeir á rölti um þjóðgarð- inn með þessum mannlegu fjölskyldumeðlimum sínum. FRÉTTABLAÐIÐ/BRJÁNN LEIKGLEÐI Kálfarnir kæla sig niður í drullubaði eftir mjólkursopann. Þeir nota auð- vitað tækifærið til að leika sér, enda fátt skemmtilegra en að sulla í drullu. Leirinn er fílunum nauðsynlegur, þar sem hann ver húð þeirra fyrir sólbruna og skordýrum. Þrátt fyrir að bann með verslun á fílabeini hafi verið við lýði frá árinu 1990 drepa veiðiþjófar árlega fjölda fíla til þess eins að skera úr þeim tennurnar. Eftirspurnin eftir fílabeini á svörtum markaði er ótrúlega mikil á heimsvísu, þótt hún sé langsamlega mest í Kína og Japan. Augljóst er að veiðar á fílum gengu mjög nærri stofninum áður en veiðibanninu var komið á. Engar áreiðanlegar tölur eru til yfir fjölda fíla í Afríku allri, en stofninn hefur heldur verið að braggast á síðustu áratugum. Veiðiþjófar á höttunum eftir fílabeini eru ekki þeir einu sem vilja fíla feiga. Bændur í Kenía, eins og víðar í Afríku, eiga það einnig til að drepa fíla sem fara yfir á land þeirra. Fullorðinn fíll étur um 300 kíló af gróðri á dag, og því vægast sagt óheppilegt fyrir lítið bændasamfélag að fá fílahjörð í heimsókn. Þegar fullorðnir fílar eru drepnir eiga kálfar þeirra undir tveggja ára aldri enga möguleika á að lifa af í náttúrunni. Ef óstálpaður kálfur fær ekki mjólk getur hann dáið á einum sólarhring. Því þurfa dýraverndunarsinnar að hafa hraðar hendur þegar fréttist af foreldralausum fílum einhvers staðar í Kenía. Þó að mörgum munaðarlausum fílum sé bjargað með þessum hætti er aldrei hægt að bjarga þeim öllum. Sumir neita að drekka mjólk úr pela meðan aðrir virðast nærast, en eru í svo miklu uppnámi eftir móðurmissinn að þeir drepast fljótlega eftir komuna á munaðarleysingjahælið. FÍLABEINIÐ EFTIRSÓTT Á SVÖRTUM MARKAÐI ■ HÆGT AÐ FÓSTRA FÍL Dýraverndunarsjóðurinn sem rekur munaðarleysingjahælið fyrir fílsungana í Kenía býður þeim sem vilja styrkja starfsemina að fóstra fíl. Lágmarksstuðningur er 50 Bandaríkjadalir á ári. Nánari upp- lýsingar má finna á vef samtakanna, sheldrickwildlifetrust.org.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.