Fréttablaðið - 12.11.2011, Side 45
Sölufulltrúar: Jóna María Hafsteinsdóttir jmh@365.is 512 5473 Brynja Dan Gunnarsdóttir brynjadan@365.is 512 5465 Snorri Snorrason snorris@365.is 512 5457
HEILSUSKÓR
St. 35-44
Fyrsta flokks innlegg
Nýbýlavegur 12 & Grensásvegur 8 - Sími 517 2040
Opið mánud-föstud. 11-18 & laugard. 11-16
Verð 6.995.-
Skoðið sýnishornin á laxdal.is
Laugavegi 63 S: 551 4422
HÁTÍÐIN NÁLGAST
20%
AFSLÁTTUR
FIMMTUDAG TIL LAUGARDAGS
BASIC DRAGTIN, ALLTAF KLASSÍSK,
ALLTAF FLOTT
Frábær glæsidragt jafnt í veisluna
sem vinnuna
Mörg snið
stærðir 36-48
Nú extra síð, pils 105 cm
Lín Design Laugavegi 176 www.lindesign.is
2
Alls kyns spennandi viðburðir verða á dagskrá í
menningarhúsinu Hofi á Akureyri um helgina. Karla-
kórinn Hekla heldur tónleika í dag klukkan 15 þar
sem meginþemað er rússnesk karlakóratónlist. Þá
verður barnamenningarhátíð, Börn fyrir börn, haldin á
morgun klukkan 14. Sjá menningarhus.is
L
íf mitt á Spáni er draum-
ur í dós. Það eru forrétt-
indi að geta unnið við það
sem manni þykir skemmti-
legast,“ segir Ívar, sem er mörgum
ógleymanlegur fyrir að hafa unnið
allt sem hann unnið gat á sviði
íþrótta, karlmennsku og fegurðar
hér áður.
Ívar hefur verið búsettur á Spáni
síðastliðin fimmtán ár.
„Það kom af sjálfu sér að ég flytti
utan. Ég hafði lagt það í vana minn
að lengja golftímabilið heima með
því að fara á spænska golfvelli um
vor og haust, en þegar að heimferð
kom langaði mig aldrei til baka.
Þegar ég velti þessum örlögum
fyrir mér rifjast upp sumarfrí fjöl-
skyldunnar á Benidorm þegar ég
var ellefu ára og tilkynnti mömmu
á svölum hótelsins að hér ætlaði
ég að búa í framtíðinni. Þá sagði
amma mér að aftur í ættum rynni
spænskt blóð, sem kemur heim
og saman við suðrænt útlit okkar
margra og þrá mína eftir Spáni.“
Ívar er PGA-golfkennari við
fimm stjörnu golfparadísina
Fairplay Golf Hotel & Spa á Costa
de la Luz í Andalúsíu. Staðurinn
hefur margoft hlotið viðurkenn-
inguna World Leading Golf Resort.
„Þetta er ævintýraheimur og
dálítið mikið öðruvísi en Íslending-
ar eiga að venjast. Hingað kemur
fólk í þyrlum til að spila golf og
mikið um fræga stjórnmálamenn
og stórstjörnur á borð við Shakiru
og fleiri,“ segir Ívar, sem býr í
lúxusvillu við golfvöllinn og er á
góðum stað í lífinu.
Ívar Hauksson PGA-golfkennari hættir ekki fyrr en hann skarar fram úr í einu og öllu sem hann gerir.
Bestur í öllu